Pressan - 12.08.1993, Síða 22

Pressan - 12.08.1993, Síða 22
E R L E N T 22 PRESSAN Fimmtudagurínn 12. ágúst 1993 MAÐUR VIKUNNAR Yitzhak Rabin Brostnar vonir Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, hefur ekki staðið undir þeim vænting- um sem gerðar voru til hans. Þegar Rabin tók við embætti fyrir ári lýsti hann því sigur- glaður yfir að innan sex til tólf mánaða myndi sér takast að ná samkomulagi um sjálf- stjórn Palestínumanna á hernumdu svæðunum, Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Forsætisráðherran- um tókst ekki að standa við orð sín og friður er ekki í sjónmáli. Með vægðarlaus- um sprengjuárásum ísraels- hers á suðurhluta Líbanons hefur Rabin þvert á móti gert öllum ljóst að hann tel- ur valdbeitingu enn heppi- legustu leiðina til að ná settu marki. Yitzhak Rabin hefur tekið þátt í ýmsum friðarviðræð- um á stjórnmáiaferli sínum. Enginn vafi leikur þó á því að hann er ekki draumóra- maður heldur fyrst og fremst hermaður. Rabin fæddist ár- ið 1923 í Jerúsalem, sem þá var verndarsvæði breska Þjóðabandalagsins í Palest- ínu. Foreldrar hans voru rússneskir innflytjendur og getur Rabin státað af því að vera eini innfæddi forsætis- ráðherrann í sögu Israels, „sabra“ á máli heimamanna. Rabin lagði stund á búfræði en að námi loknu gekk hann tii liðs við „Palmah", skyndi- árásasveit öflugustu neðan- jarðarhreyfingar gyðinga. Rabin kleif hratt metorða- stigann innan Israelshers og var fljótlega gerður að æðsta yfirforingja. Það var því fyrst og ffernst Rabin sem lagði á ráðin um hinn átakamikia sigur Israela yfir sameinuðu herliði araba í sex daga stríð- inu 1967. Rabin gegndi embætti æðsta yfirforingja til 1968 er hann sneri sér að stjórnmál- um. Eins og flestir sömu kynslóðar snerist Rabin á sveif með Verkamanna- flokknum, enda var flokkur- inn þá ráðandi afl í ísrael. Rabin var fljótlega gerður að sendiherra og sendur til Washington. Þar komst hann að raun um að Banda- ríkjamenn voru fullir aðdá- unar á hinu kjarkaða smá- ríki, sem tókst að vinna svo frækiiegan sigur á aröbum 1967. Árin sem Rabin dvaldi vestanhafs kynntist hann ýmsum af helstu frammá- mönnum í bandarískum stjórnmálum, sem síðar áttu eftir að reynast ákaflega þýð- ingarmiklir varðandi öryggi og framtíð ísraels. Að loknu stríðinu 1973 vaidi Golda Meir forsætis- ráðherra Yitzhak Rabin sem eftirmann sinn. Shimon Peres, fýrrum aðstoðarmað- ur Bens-Gurion, brást þá ókvæða við, enda hafi hann alltaf litið svo á að hann einn ætti rétt á embættinu. Flöfn- un Peresar átti eftir að draga dilk á effir sér og hleypti af stað áköfum metingi á milli hans og Rabins, sem nú hef- ur staðið yfir linnulaust í tuttugu ár. Rabin vísaði Per- es ffá sér á þeim forsendum að hann væri „óþreytandi samsærismaður“. En Peres átti eftir að koma fram hefndum. Árið 1977 var Ra- bin neyddur til að segja af sér embætti þegar upp komst að eiginkona hans, Leah, lét hjá líða að loka bankarcikningi sínum í Washington eftir að fyrrum sendiherrahjónin sneru aftur til Israels. En Rabin komst aftur til valda, eins og íbúar Líban- ons hafa ekki farið varhiuta af. Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafa flúið heimili sín og Rabin hefur hótað að suðurhluti Líbanons verði gerður óbyggilegur ef skæru- liðar Hizbollah iáta ekki af árásum á ísrael. I kjöifar nýj- ustu aðgerða Israelshers er heimamönnum nú að fullu ljóst að langþráð von um frið er enn aðeins íjariægur draumur. The Guardian Síðasta tœkifærið Átökin í Bosníu hafa nú loks knúið Bandaríkin og banda- lagsþjóðimar í Evrópu til aðgerða. Tillaga Atlantshafsbanda- lasins, NATO, uni að hefja loftárásir á stöðvar Serba er fyrsta merkið um trúverðugar hótanir í garð Serba vegna linnu- lausra árása þeirra. Það er sorglegt að þjóðir heims skuli hafa beðið svo lengi með að beita kröftum sínuin að þær séu nú tilneyddar að grípa til hemaðaraðgerða í stað þess að leita ffið- samari leiða. Hverjar svo sem aðgerðirnar verða er nauðsynlegt að Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna veiti fúllt samþykki sitt Tiilaga Atlantshafsbandalagsins vekur vissulega óhug meðal margra. Þó er flestum ljóst að hún er þrautalendingin. Loftárásir á stöðvar Serba em síðasta tækifærið til að bjarga þvi sem eftír er af Bosníu. Um leið gefst Evrópuþjóðum síðasta tækifærið til að halda í það litla sem effir er af trúverðugleika þeirra. Þjóðræknir Rússar og kommúnistar í eina sæng Rykið dustað af hugmyndafræði Félagar í Paniat, flokki öfgafullra þjóöernissinna og gyöingahatara, í áróöursgöngu um Moskvu í júní 1992. öfgasinnaðir hægri- og vinstrimenn hafa fram til þessa ekki virst eiga annað sameiginlegt en öfgamar. Eða hverjum hefði dottið í hug fyrir fimm árum að tengja saman róttæka kommúnista og ofstækisfulla þjóðernis- sinna? Líklega fáum. En tím- amir hafa breyst og með þeim hugmyndafræði stjórnmála- manna. Öfgarnar hafa sameinað hægri- og vinstrimenn, en eitt skýrasta dæmið um það er að finna í Rússlandi. Þar sitja þeir saman í ritnefnd dagblaðsins Dien; Sergej Babúrín, for- sprakki þingmanna úr hópi þjóðræknissinna, Guennadi Zjúganov, núverandi leiðtogi Rússneska kommúnista- flokksins, Alexander Sterl- igov, fýrmm ofúrsti í KGB og núverandi konungssinni, Al- exander Dúguín, höfundur kenninganna um „þriðju leið- ina“, og „andófsmaðurinn" Edward Savjenko, öðm nafni Limonov. Ritstjóri blaðsins og frum- kvöðull þess, rithöfundurinn Alexander Prókhanov, reynir þó allt til að hrista fasista- stimpilinn af málgagninu. „Við fasistar?“ segir hann með uppgerðarundrun við vest- ræna blaðamenn. „Þú hefur látið ljúga þig fúllan. Afi minn barðist undir fána Nikulásar II og faðir minn undir fána kommúnista til vemdar Sov- étríkjunum. Verð ég að velja á milli föður míns og afa?“ Svarið er ekki sérlega sannfær- andi, ekki síst þegar litið er á stefnu blaðsins. Dien segist vera „fylgjandi þjóðfélags- breytingum“, „byltingarsinn- að“ og „hlynnt framtíðar- stefúu“, auk þess að vera opið fyrir „frjálsum hugsuðum" sem spoma vilja gegn „útrým- ingu rússnesku þjóðarinnar“. Milósevísk hamskipti Prókhanov fullyrðir að samband öfgasinnaðra hægri- og vinstrimanna sé í rauninni rökrétt ffamhald af fortíðinni, að minnsta kosti í Rússlandi. „Hvor tveggja hreyfingin hef- ur á tilfinningunni að hún hafi verið niðurlægð og henni neitað um félagslega réttar- stöðu auk þess sem henni er misboðið með landnámi er- lendra menningarstrauma.“ Zjúganov, sem er stofnfé- lagi í Þjóðernisfylkingunni, samtökum þjóðernissinna og fasista, velti fyrir sér þjóð- ræknisstefnunni í grein er hann ritaði í Sovietskaja Rossia og það án þess svo mlkið sem minnast á kommúnista. Þegar hann er beðinn um útskýring- ar svarar hann því til að félags- leg réttlætískennd sé hverjum Rússa í blóð borin og alþjóða- hyggjan komi af sjálfu sér í jafnvíðfeðmu landi og Rúss- landi. Zjúganov er sem sagt fýrst Rússi og síðan kommún- isti, en það hefúr vakið nokk- um taugatitring innan flokks- ins. Vladimir Bondarenko er þeirrar skoðunar að þegar Rússneski kommúnistaflokk- urinn var stofnaður árið 1990 hefði hann fýrst átt að leggja áherslu á þjóðernisstefnuna, síðan á félagshyggjuna — sem þýðir víst ekkert annað en þjóðernissósíalismi. Bondar- enko heldur því ffarn að þjóð- ernissinnaðir bolsévikar hefðu ekki gert neina athugasemd við slíka stefnubreytingu og að sá eini sem kom í veg fyrir framkvæmd hennar hafi verið Gorbastjov. En ef Zjúganov skírir flokkinn upp á nýtt núna, án þess að leita sam- þykkis innan hans, er hætta á að hann missi mikilvægan fjárstuðning og hneyksli hluta íylgjenda flokksins. „Hingað til hefur honum ekki tekist að hafa hamskipti að hætti Mi- losevics, en það kemur að því,“ fullyrðir Bondarenko. Hagfræöi til vinstri — menning til hægri Hvort þetta þýðir svo að aii- ir þeir sem kalla sig kommún- ista séu í raun heitir þjóðem- issinnar er annað máí. Alex- ander Dúguín er nú samt al- deilis hræddur um það. „Rússneski kommúnista- flokkurinn hefúr ffá upphafi stutt „þriðju leiðina“: róttæka hagffæðistefnu vinstrimanna og menningarleg gildi öfga- sinnaðra hægrimanna, en af áróðursástæðum hafa þessi sjónarmið ekki farið hátt til þessa. Nú er tækifærið til að segja sannleikann; sannir kommúnistar hafa alla tíð ver- ið þjóðræknissinnar.“ Spyrji einhver hvað í ósköpunum „þriðja leiðin“ snúist um stendur ekki á svari hjá Alexander Dúguín. Hann var kominn með ofnæmi fyrir stefnu Sovétríkjanna einhvem tíma á níunda áratugnum og smíðaði þá hugmyndina um „þriðju leiðina" í stað þess að snúast á sveif með vestrænum kapítalisma, sem hann hatar ekki minna en heimsvalda- stefúu Bandaríkjanna. Þriðja leiðin felst meðai annars í því að klæða í nýjan búning hug- myndir nasista um „aftur- haldssama byltingu". Dúgm'n finnst sjálfsagt að tileinka sér það „góða“ úr hugmynda- fiæði nasista, eins og þjóðem- issósíalismann og byltingar- hugmyndir Strausser-bræðra, en gleyma afganginum. Gyð- ingahatur nasistanna er sett ofan í skúfíú og Dúguín held- ur því ffam að SS hafi séð fýrir sér Stór-Evrópu er saman- stæði af héruðum þjóða og miðstýrðu lénsskipulagi. Stór- Evrópa ffamtíðarinnar myndi ná frá Dublin til Vladivostok og vera mótvægi við ameríska heimsveldið. Hvort almenningur í Rúss- landi á effir að heillast af þess- um hugmyndum Dúguíns er óvíst, en hann er þegar farinn að leggja drög að því að koma þeim áleiðis til fjöldans. Hálfs- mánaðarlega sér hann um tuttugu mínútna þátt á stærstu sjónvarpsstöð lands- ins, Ostankino. Opinberlega fjalla þættirnir um „leynifé- lög“, en ef marka má síðustu þætti virðist tilgangurinn frek- ar sá að fá rússneskan al- menning til að sætta sig við Þriðja ríkið. En þrátt fyrir þessa „hugmyndafræði“ nýju hægrimannanna virðist Rúss- land samt vanta sanna trú- menn. Jafnvel Dúguín er hættulega veikur fyrir slav- neskum draumum og í huga Alexanders Prókhanovs er málstaðurinn hálfvonlaus. Ritstjóri Dien skelfur af hræðslu við tilhugsunina um að komast í of nána snertingu við vestrænt gildismat og hef- ur litla trú á Stór-Evrópu. „Hvaða hálfvita dytti í hug að bjóða rússnesku þjóðina og víðáttu landsins ffam á silfur- fati? Framtíð okkar er ffekar á Austurlöndum og byggist á endurreisn stórveldisins.“ Byggt á L’Evenement du jeudl.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.