Pressan - 12.08.1993, Blaðsíða 23

Pressan - 12.08.1993, Blaðsíða 23
E R L E N T Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993 PRESSAN 23 Væntanleg bók um Norman Schwarzkopf sýnir „hetju" Persaflóastríðsins í nýju Ijósi Time birtir falsaðar fréttamyndir Hulunni svipt af hershöfðinglanum Allt frá dögum Persaflóa- stríðsins hefur Norman Schwarzkopf hershöfðingja verið hampað sem stríðshetju jafnt innan Bandaríkjanna sem utan. Eins og mörgum er enn í fersku minni stýrði Schwarzkopf her banda- manna í stríðinu við íraka í ársbyrjun 1991 og var pottur- inn og pannan í hernaðarað- gerðinni „Desert Storm“. Þeg- ar Schwarzkopf sneri sigri- hrósandi aftur til Bandaríkj- anna að stríðinu loknu var honum fagnað sem þjóðhetju. Sigurinn gegn írökum hefur fýrst og ffemst verið þakkaður hershöfðingjanum og víða hefur verið lokið lofsorði á ffammistöðu hans í stríðinu. í ljósi þessa er fullvíst að ný bók um Schwarzkopf og Persa- flóastríðið, sem væntanleg er á markað í Bandaríkjunum í haust, á eftir að valda miklu fjaðrafoki, en í henni er dregin upp ný og heldur óskemmti- leg mynd af stríðshetjunni. Bókin nefhist „Krossferðin - hin hliðin á Persaflóastríð- inu“ og er eftir kunnan bandarískan blaðamann, Rick Atldnson að nafni, sem meðal annars hefur hlotið hin effir- sóttu Pulitzer-blaðamanna- verðlaun fýrir störf sín. Blaða- maðurinn, sem nú starfar sem fféttaritari Washington Post í Þýskalandi, varði miklum tíma í rannsóknir og heim- ildaöflun áður en hann lagðist í að skrifa Krossferðina. Bók- arinnar er nú beðið með tals- verðri eftirvæntingu enda sýn- ir hún óþekkta hlið á hers- höfðingjanum og á því að öll- um líkindum eftir að breyta ímynd hetjunnar úr Persaflóa- stríðinu umtalsvert. Að því er fram kemur í Krossferðinni á Schwarzkopf mjög erfitt með að stilla skap sitt og missti oftsinnis stjórn á sér við minnsta tilefni á með- an á stríðinu stóð. Af þeim sökum voru samstarfsmenn hans sífellt á nálum og enginn þorði að andmæla honum af ótta við reiðilestur. Calvin Waller, staðgengill Schwarz- kopfs, lagi sig allan ffam við að reyna að lægja öldurnar í herbúðum Bandaríkjamanna. Honum tókst þó ekki að koma í veg fýrir að Schwarz- kopf hótaði æðstu yfirmönn- um innan hersins ýmist brott- rekstri eða herréttarhöldum, yrðu þeir ekki við óskum hans. Samkvæmt bókinni urðu Schwarzkopf á mörg mistök í Persaflóastríðinu sem reynd- ust afdrifarík. I slíkum tilfell- um, og eins þegar aðgerðir bandamanna gengu ekki sem skyldi, kaus hershöfðinginn oft að segja aðeins hálfan sannleikann. Þannig fullyrðir Atkinson að Schwarzkopf hafi sagt ósatt þegar hann skýrði frá því að napalmsprengjur hefðu aðeins verið notaðar til að ffeista þess að slökkva í log- andi olíulindum íraka. Eng- inn vafi leiki á því að banda- menn hafi beitt þeim vopna- búnaði gegn íröskum her- mönnum, með skelfilegum afleiðingum. Þá segir Atkin- son í bókinni að af þeim 167 sprengjum sem bandamenn vörpuðu yfir Bagdad fyrstu fimm daga stríðsins hafi nær helmingur misst marks. Enn- fremur segir að Schwarzkopf hafi samviskulaust logið því til að áform um að gereyða sjö Scud-eldflaugapöllum Iraka hafi heppnast, enda þótt nokkru áður hafi komið í ljós að skotmörkin reyndust ekki vera eldflaugapallar heldur skriðdrekar. En Atkinson varpar ekki aðeins ljósi á undarlega ffam- komu hershöfðingjans á víg- vellinum. I bókinni segir að Schwarzkopf sé ákaflega óheflaður í allri ffamkomu og mjög gefinn fyrir að láta aðra stjana við sig, að ekki sé talað um þörf hans fyrir að berast á. Þannig hafi hann látið aka sér í gegnum Saudi-Arabíu í langri bílalest, rétt eins og þjóðhöfðingi væri á ferð. Og í hvert sinn sem hann hafi komið fram á meðal frétta- manna hafi hann látið einn af hermönnunum færa sér fjóra drykki; vatn, appelsínusafa, kaffi og heitt súkkulaði, og dreypt á þeim eftir kúnstar- innar reglum. Að því er segir í Krossferð- inni hafði Dick Cheney, fýrr- um varnarmálaráðherra, lengi haft ímugust á Schwarzkopf og velti því alvarlega fyrir sér að víkja honum frá störfum skömmu áður en Persaflóa- stríðið braust út. Cheney mun margoft hafa ofboðið fram- koma Schwarzkopfs og undr- ar engan, ef satt er sem segir í bókinni. Meðal nefhdra atvika er flugferð yfirmanna banda- ríska hersins ffá Washington til Saudi-Arabíu í upphafi stríðsins. I flugvélinni sá Cheney sjálfur til háttsetts yfirmanns í hernum þar sem hann lá á hnjánum og baksaði við að slétta úr jakka Schwarz- kopfs. Á meðan beið annar yfirmaður í röð fýrir utan sal- ernið og hélt plássi fyrir Schwarzkopf, sem ekki þókn- aðist að bíða sjálfúr. NORMAN SCHWARZKOPF. Sagöi oft ósatt um framvindu Persaflóastríösins til aö halda andlitinu, aö því er segir í væntanlegri bók um hershöfö- ingjann. Bandaríska tímaritið Time birti í júnímánuði grein um barnavændi í Moskvu. Greininni fýlgdu myndir af „melludólgi“ ásamt tveimur drengjum og var annar þeirra klæddur í stúlkuföt. Áður en til birtingar myndanna kom varaði ritstjórnarskrif- stofa tímaritsins í Moskvu New York-ritstjórnina við, þar sem myndirnar væru að öllum líkindum falsaðar. Efitir að hafa ráðfært sig við lögffæðing tók Time samt þá ákvörðun að birta þær og sendi blaðamann til Moskvu, en sá hitti aldrei drengina á myndunum. Þetta kom nýverið fram í franska vikublaðinu L’Evenement dujeudi, en skömmu eftir að greinin birtist í Time kom annar drengjanna fram í sjónvarpsviðtali og lýsti því yfir að hann hefði aldrei stundað vændi en setið fyrir á myndunum gegn greiðslu. Málið olli usla meðal vestrænna blaðamanna í Moskvu og því ákvað bandaríska stórblaðið New York Times að fýlgja því eftir. En hótanir Time Warner-blaðasamsteypunnar um ffekari eftirmála ef af umfjöllun yrði urðu til þess að stórblaðið dró ákvörðun sína snarlega til baka. Hið sama var upp á teningnum þegar yfirmaður ljós- myndadeildar PeíUer-fréttastoíunnar í Moskvu ætl- aði að bera fram mótmæli og vara fjölmiðlaheim- inn við, því þessar myndir eru ekkert einsdæmi um sviðsetningu á fréttaefni í borginni. Þá hafði Time Warner samband við höfuðstöðvar Reuters í Lond- on og hótaði að segja upp áskriftinni ef málið færi lengra. Starfsmaðurinn var því vinsamlegast beðinn að hafa sig hægan og málið þaggað niður. Það má augljóslega ekki segja hvað sem er þegar ein stærsta fjölmiðlasamsteypa í heimi er annars vegar. Súper-Marió sigrar heiminn Hann hefur fulla ástæðu til að vera í sjöunda himni, japanski verkffæðing- urinn Sigeru Miyamoto. Fyrir nokkr- um árum fékk hann snilldarlega hug- mynd að nýstárlegum tölvuleik sem reyndist eiga eftir að sigra leikfanga- heiminn. Sigurvegarinn heitir Súper- Maríó og hefur getið sér gott orð fýrir að vera bæði úrræðagóður og afburða sprettharður, rétt eins og bróðir hans Luigi. Þessir góðkunningar barna og unglinga um allan heim eru aðalsögu- hetjurnar í vinsælasta tölvuspili allra tíma, sem dregur nafn sitt af Súper-Maríó sjálfum. For- ráðamenn fyrirtækisins Nintendo, sem ffam- leiðir tölvuleikinn, veðjuðu svo sannarlega á réttan hest þegar þeir ákváðu að kaupa hug- myndina af verkfræðingnum Miyamoto. Tölvuleikurinn Súper-Maríó reyndist gull- náma fýrir fýrirtækið og nú græðir það á tá og fingri. Á skömmum tíma hefur Nintendo tekið öll völd á sviði tölvuleikja og hinir risarnir í tölvuheiminum horfa með skelfingu til jap- anska undrabamsins. Þegar forstjóri Apple var til dæmis inntur eftir því nýverið hvaða sam- keppnisaðila hann óttaðist mest nefndi hann Nintendo. Óttinn er skiljanlegur, því á meðan önnur tölvufýrirtæki bókstaflega berast í bökk- um blæs Nintendo-stórveldið út. Súper-Maríó hefur farið sigurför um heiminn og stöðugt fjölgar í hópi ungra aðdáenda hans. Líkast til er hann þó hvergi vinsælli en í Bandaríkjunum þar sem hann, ótrúlegt en satt, nýtur nú meiri hylli en sjálfur Mikki mús. Flóðaaðstoð Þrátt fyrir aö Ross Perot hafi mistekist aö veröa forseti Bandaríkjanna þá er eng- an vegínn vindurinn úr honum. Billjónerinn hefúr nú brett upp ermamar til aö takast á viö meiriháttar þjöðarkrísu — flóöin í miövesturhluta Bandaríkjanna. Undanfar- iö hefur Perot feröast um vesturhluta landsins og biölaö til þeirra sem óánægöir eru meö efnahagspakka Clintons og frí- verslunarsamning Norður-Ameríku. En í síðustu viku geröi Perot hlé á gagnrýni sinni á Washington og hélt til flóðasvæð- anna í Missouri, lllinois og lowa. í sam- ræmi viö heimatilbúna heimspeki Perots um bræöralag hvatti hann auöuga Banda- ríkjamenn til að láta af hendi rakna þús- und dollara tii hjálpræðishersins í neyöar- aöstoö og einnig hvatti hann meðaljóna til að gefa það sem þeir gætu. Til aö sýna fram á aö sér væri alvara gaf hann sjálfur milljón dollara og lofaöi annarri milljón ef smærri framlög næðu samanlagt tveggja miiljóna dollara markinu, sem er líklegt. Framlag Perots er líklega þaö stærsta sem komið hefur frá einum aðila til aö- stoöar fómarfömbum flóða. Ætli Perot að bjóöa sig fram til forseta 1996 er ekki ólíklegt aö einhver af 150 þúsund fómar- lömbum flóðanna í miövesturfylkjum Bandaríkjanna launi honum höföingsskap- inn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.