Pressan - 12.08.1993, Side 30

Pressan - 12.08.1993, Side 30
SKAGINN O G STERAR 30 PRESSAN Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993 íslandsmótið í knattspyrnu til þessa: Eru Skagamem komnfe1 áratug á undan öörum? Það er sérstætt að upplifa það í KR-stúkunni að klappað sé fyrir andstæðingunum, sérstak- lega þegar KR-ingar eru að þola afdrifaríkan ósigur. Þetta gerðist eigi að síður á sunnudags- kvöldið þegar Skagamenn yfirspiluðu KR-inga á öllum sviðum og innsigluðu yfirburði sína í deildinni. Það var eins og áhorfendur á KR- vellinum skildu að þeir yrðu þarna vimi að nýj- um tímum. Skagaliðið er komið mörgum ár- um á undan öðrum liðum. Það verður ekki séð að Skagamenn finni verðuga andstæðinga hér á landi þetta tímabil, slíkir eru yfirburðir liðsins. Já, liðsins, því þrátt fyrir góða einstaklinga er Skagaliðið fyrst og fremst lið heildarinnar. Engan veikan hlekk er að finna og það er eins og menn séu fastir í því - að leika yfir getu — slíkur er máttur liðsheÚd- arinnar. Guðjóni Þórðarsyni virðist hafa tekist að koma liðinu í annað og miklu betra form en öðrum liðum hér á landi. Skagamenn eru færir um að spila „total“ bolta sem gengur á milli aft- asta og fremsta manns og með fádæmum ágengan þar sem andstæðingarnir fá hvergi ffið. Það var dæmigert að í bikarleiknum gegn KR voru það Skagamenn sem héldu áffam til síðustu stundar. Á meðan KR-ingar köstuðu sér niður fyrir ffamlenginguna og þurftu nudd og aðhlynningu — enda úrvinda — hópuðust Skagamenn saman og gerðu að gamni sínu. Hvað hefur eiginlega gerst? Af hverju eru Skagamenn orðnir svona miklu betri en hin liðin? Því er erf- itt að svara ð Rúnar Kristinsson getur tæp- ast veríð ánægður með frammi- stöðu sína að undanförnu. virðist fara sam- an mjög markviss líkamsþjálfun, ágæt tækni og stórkostleg leik- gleði. Þetta síð- asttalda er mjög mikilvægt: J>að er augljóst að all- ir í Skagaliðinu vilja fá boltann. Þess vegna eru menn óþreytandi við að leika sig fría, sem gerir liðinu fært að spila með nánast einni snertingu inn að marki andstæð- inganna. Ef til dæmis er litið til KR-liðsins, sem hefúr verið fómarlamb Skagamanna í síðustu tveim- ur leikjum, sést að ásigkomulag þeirra er annað og síðra. Auk þess af- hjúpuðu Skagamenn að KR-liðið er ein- faldlega með of marga „farþega“, leikmenn sem eru ekki í góðu líkams- ástandi; hafa hægar „mjaðmahreyfingar“ og tæpast snerpu til að færa liðinu titla — og þetta er fyrsta sumarið sem maður tekur eftir því að Atli Eðvaldsson er ekki lengur unglamb! Það er varla að taki því að ræða um önn- ur lið, enda eins og menn séu búnir að tapa fyrirfram gegn Skagamönnum. Frammarar virtust á siglingu, enda með hæfileikaríkan mannskap, en tapið gegn ellefu manna vamarliði Þórs kom þeim niður á jörð- ina. Knattspyma Þórsara er ekki til þess fallin að skemmta öðrum en hörðustu stuðnings- mönnum liðsins, sem vilja ffemur telja stigin en mörkin. Tilkoma Atla Einarssonar í Fram- liðið er einnig athyglisverð fyrir þá sem trúa á „æluferlið“ á undirbúningstímanum. Atli leik- ur nú allra manna best með liðinu, en á meðan aðrir knattspymumenn vom að búa sig undir tímabilið lá hann í sólinni á Flórída! FH-ingar hafa öðlast leikgleðina aftur, enda einkenni á liðum undir stjóm Harðar Hilm- arssonar. Leikur þeirra við Víking á sunnudag- inn er tæpast marktækur, enda Víkingar léleg- asta varnarlið sem leikið hefur í deildinni í ára- tugi. Svei mér þá ef Hallur Hallsson er ekki farinn að grána af þvi að fylgjast með þeim af hliðarlínu. Það verður reyndar að segjast um Víkinga að þeir em alls ekki með lélegra lið en Víðir, Leiftur og önnur „spútnikgos11 sem hafa heimsótt fyrstu deildina úr þeim neðri á síðari árum. Það sem Víkinga skortir hins vegar er karakter utanbæjarliðanna, sem vita að þetta er barátta upp á líf og dauða. Það er eins og Vík- ingum finnist þetta allt saman óskaplega ósanngjamt og geti ekki hætt að vorkenna sjálf- um sér. Dæmi um þetta er leikur þeirra Átla Helgasonar og Guðmundar Steinssonar, sem hafa leyft liðinu að draga sig niður. Framganga Eyjamanna er enn ein sönnun þess að það em hraustir strákar í Eyjum en ein- hver uppdráttarsýki virðist hijá Vailsmenn. Það er eins og þeir viti ekki sjálfir hvernig þeir eiga að spila í sumar og þjálfarinn ekki hvemig á að stilla liðinu upp. Það vita hins vegar Keflvíking- ar, sem virðast hafa smitast af persónu þjálfara síns, Kjartans Mássonar, og leika af miklu hugrekki. Þeir landa því stigunum á síðustu minútunum á meðan Fylkismenn tapa þeim. Sigurður Már Jónsson Sigurður Jónsson er eins og herforingi á miðjunni hjá Skagamönnum. Hörður Magnússon skoraði þrjú mörk gegn lélegustu vörn seinni ára. Katrín Krabbe fær ekki að verja titfana í Stuttgart: Ætlar á toppinn á ný Fall Katrínar Krabbe var mikið og hátt. Eftir að hún sigr- aði glæsilega á síðasta heimsmeistaramóti í Tókýó héldu allir að hún yrði ósigrandi á hlaupabrautunum næstu árin. En nú er Ijóst aö hún fær ekki tækifæri til aö verja heims- meistaratitilinn í 100 og 200 metra hlaupi í heimalandi sínu eftir nokkra daga. Krabbe mældist jákvæð við mælingum á steranum clenbuterol og er nú í fjögurra ára banni ásamt Grit Breuer og Silke Möller. Málið komst upp þegar þær voru við æf- ingar í S- Afríku árið 1992. I viðtali viö The Européán4segist hún vera fómarlamb: „Það var komið fram við mig eins og ég væri hættulegur og ofbeldisfullur glæpamaöur." Krabbe heldur því fram að þær stöllur hafi fengið svona harkalega meðferð vegna þess að þær voru frá Austur-Þýskalandi. í viötalinu er reyndar mikil eftirsjá eftir kerfinu hjá kommúnistunum, sem er dálítið skondið, vegna þess að Krabbe hefur þén- að mikla peninga eftir að löndin sameinuðust og rekur nú sportvöruverslunina K&K ásamt manni sínum, Torsten Krenz. „Ég bjó viö mjög eðlilegt og gott þjálfunarkerfi í Austur- Þýskalandi. Ég naut sjálfstæöis og velgengni og ég stund- aði íþróttina af ánægju frekar en skyldu. Þegar sameining- in dundi yfir vorum við, sem komum að austan, svipt öllu. Við fengum nýja einkennisbúninga og áttum allt í einu að fara að syngja nýjan þjóðsöng. Óllu sem Austur-Þýskaland stóð fyrir var hent, þótt vissulega væri hægt að nýta rnargt." Krabbe játar að hún hafi hugleitt að hætta 1 íþróttum en segist hafa ákveðið að halda áfram í von um að bannið yröi ekki langvinnt. Hún segist ætla aftur á brautina. KATRÍN KRABBE Þessi 23 ára hlaupadrottning segist ætla að koma aftur á hlaupabrautirnar. Ótti við að Ólympíuleikarnir hafni í Kína Fá harðstjórarnlr leikana? Það óar marga við því að Ólympíuleik- amir árið 2000 hafni í Beijing, höfuðborg Kína. Eigi að síður em talsverðar líkur á því. Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir val sitt í næsta mánuði en líklegustu borgim- ar til að hreppa hnossið eru Sydney í Ástralíu og Manchester á Englandi. Margir telja hins vegar að Beijing hafi allt of góða möguleika. Þar vitna menn sérstaklega til þess að Alþjóðaólympíunefndin hefur eldd full- komið jarðsamband og sér hlutina gjarn- an í öðru ljósi en flest hugsandi fólk. Menn sem fljúga með yfirvikt heim eftir fundi vegna gjafastreymis hafa tilhneig- ingu til að setja kíkinn fyrir blinda augað. Nefndin vandist því nefhilega á tímum kalda stríðsins að gera sér ekki of mikla rellu út af mannréttindamálum. Slíkt flækti bara hlutina þegar ólympíuhug- sjónin var annars vegar. Það er vitað mál að innan nefhdarinnar nú er mikill vilji til að ná til Kínverja, sem séu upprennandi stórveldi með allt sitt mannhaf og hag- vöxt. Það er opinbert leyndarmál að þeir sem ráða valinu í reynd eru Juan An- tonio Samaranch, forseti Alþjóðaólymp- íunefndarinnar, og Dick Ebersol, forseti íþróttadeildar NBC. Ákvörðunin verður byggð á því hvað þeir telja hagkvæmast og á hveiju má græða mest. Margir sem láta sig Ólympíuleika og mannréttindi einhverju varða hafa úttal- að sig um málið að undanförnu. Öld- ungadeildarþingmaðurinn Bill Bradley í Bandaríkjunum, sem var í körfuknatt- leiksliðinu sem sigraði í Tókýó árið 1964, hefur lýst yfir andstöðu sinni: „Ég tel að við eigum ekki að leyfa kín- versku stjóminni að búa sér þama til risa- vaxið áróðurstækifæri á sama tíma og hún stendur fyrir pyntingum og fangels- unum á pólitískum andstæðingum. Einnig hefur hún skert mannréttindi á öllum sviðum, trúfrelsi er afhumið og þjóðarmorð framið í Tíbet.“ Fleiri virtir einstaklingar hafa tjáð sig á svipaðan máta. Þá hefur mönnum orðið tíðrætt um að sagan sé ekki allt of fögur fyrir ólympíunefndina og er þá sérstak- lega átt við það val að setja leikana á í Berlín árið 1936. Allir eru sammála um að leikarnir hafi verið Hitler frábært áróðurstækifæri sem hann hafi nýtt í hví- vetna. Á seinni tímum hefur meðal ann- ars komið fram að löndin völdu ekki gyð- inga í keppnislið sín til að styggja ekki harðstjórann. Vitibornir menn eru ekki æstir í að endurtaka söguna.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.