Pressan - 12.08.1993, Síða 32

Pressan - 12.08.1993, Síða 32
SJONVARP O G BIO 32 PRBSSAN Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993 SJÓNVARPIÐ Sjáiö: • Trúarsamkundur í aksjón á Omega, kristilegri sjónvarps- ;töð, hvenær sem rétt rás fínnst. Óborganlega bleik skemmtun. 9 Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum næstu daga á iUJV. Ókei, ókei, ókei... ekkert frábærlega skemmtilegt en með ;mávíðsýni afgreiðir maður minnihlutann. Það þarf stundum ið gera fleira en gott þykir. 9 Réttlæti ★★★ True Believer á Stöð 2 á fimmtudag. Hug- ijónamaður tekur við sér þegar dæma á meintan morðingja. [ames Woods stendur sig alveg hreint asskoti vel. ) Heiður og hollusta ★★★★ Glory á Stöð 2 á laugardag. Einstök saga um svarta í borgarastyrjöldinni í Ameríku. Vel gerð, vel tekin, vel leikin. • Pottormur I pabbaleit ★★★ Look Who’s Talkingá Stöð 2 á sunnudag. Sæð- isfruma segir ffá. Þolanlegt grín í viku- lokin. Varist: • Lögregluskólinn 5 © Police Academy 5 - Assignment Miami Beach á RÚV á laugardag. Svo léleg að það tekur því varla að .'yða orðum á hana. Er þetta virkilega það sem Rúvarar kjósa að Kaupa fyrir afhotagjöldin? © Ástarpungurinn ★ Loverboy á Stöð 2 á föstudag. Alger von- jrigði eftir hinn annars ágæta leikstjóra Joan Micklin Silver. • Fólkið undir stiganum ★ People Under the Stairs á Stöð 2 á föstudags- kvöld. Hryllingsmynd eftir Wes Craven sem snýst upp í þjóðfélagsádeilu um þá sem eiga annars vegar og þá sem eiga ekki hins vegar. Hvurs lags eiginlega blanda er það nú? • Allt á hvolfi ★ Madhouse á Stöð 2 á laugardag. Amerískur "farsi. Svona mynd sem er fúll af gríni án þess þó nokkum tím- tnn að ná því að vera fyndin. © Sikileyingurinn © The Sicilian á RÚV á laugardag. Meintir prýðisleikarar em einskis megnugir. KVIKMYNDIR Algjört möst: © Super Mario Bros ★★★ Frumleg saga sem gengur upp, góðu kallarnir vinna og allt og allt. Myndin er skemmtileg, íyndin og hentar flestum meðlimum fjölskyldunnar (þó ekki heimilisdýrunum). Regnboganum. ^© Siðasta hasarmyndahetjan ★★★ Last Action Hero Þessi mynd er ákaflega vönduð hvað snertir leik og alla gerð. Tækni- leg afreksverk em unnin í henni hvað eftir annað. Eiginlega er hún ofltlaðin yfirgengilegum spennuatriðum og sprelli, og er það helsti galli myndarinnar. Stjömubíói. © Þríhymingurinn ★★★★ Ætla má að þar fari hálfklámmynd Lim vændismenn og búksorgir þeirra, sem maður sér kl. 11, ainn. Fljótlega kemur í ljós að varlegt er að treysta auglýsingum (og umsögnum kvikmyndagagnrýnenda), því hér getur að líta sérstaklega skemmtilega og hjartahlýja mynd um ástina og vald tilfinninganna yfir okkur. Regnboganum. • Á ystu nöf ★★★ Cliffhanger Frábærar tæknibrellur og bráð- skemmtileg mynd. Það er bara galli að efriið sjálft er botnlaus pvæla. Stjömubíói og Háskólabíói. © Mýs og menn ★★★ O/Mice and Men Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa útgáfu af sögu Steinbecks. Mestmegnis laus -"við væmni og John Malkovich fer á kostum. Háskólabíói. í leiöindum: • Við árbakkaim ★★ A River Runs Through It Líf þeirra er slétt 3g fellt og höfúndurinn slcrifar þessa sögu sjálfúm sér og fortíð sinni til dýrðar. Kvikmyndin ber botnlausri sjálfsánægju Ro- berts Redford fagurt vitni. Háskólabíói. • Ósiðlegt tilboð ★★ Indecent Proposal Svo hæg að það er varla að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjargað verður. Bíóhöllinni og Háskóla- bíói. © Lifandi ★★ Alive Átakanleg saga, en persónusköpun engin )g mannátið eins huggulegt og kostur er. Háskólabíói. -Bömmer: © Ein og hálf lögga ★ Cop and a Half Klén og hallærisleg saga um góðu lögguna sem fær drenginn knáa í lið með sér. Á að treyfa við tilfinningum en því miður... Háskólabíói. • Gengið ©© Blood In Blood Out í heildina tekið er lcvik- myndin Gengið einhver versta mynd sem gagnrýnandinn hefur >éð. Sjálfsagt er að vara fólk við þessari mynd, hvort sem veðrið ;r gott eða vont, nema þá sem haldnir eru sjálfspíslarhvöt. © Hvarfið © The Vanishing Átakalítil fyrir hlé en mjög góður ieikur Jeffs Bridges bjargar tilþrifalitlum söguþræði. Sögubíói. © Meistaramir ★ Hún hékk ekJd lengi I stórum sal á besta sýn- tngartíma þessi. Og það þrátt fyrir að stúfknagullið Emilio Este- vez sé í aðalhlutverki. Bíóhöllinni. 1V Hrönn Santa Barbara í slömö Hrönn Marínósdóttir er stjórnmálafræðingur og heldur utan í haust tU fram- haldsnáms í Þýskalandi. Hún telur að miÚi dagskrár- liða væri tilvalið að brúð- hjónin með gítarinn héldu uppi stemmningu, en segir þó vafa leika á að þetta sé mikið húmorfólk eða skemmtilegt. Að öðru leyti er dagskráin eftírfarandú 18:00 Santa Barbara Þátt- urinn sýndur hægt og aöalatriöin endurtekin í lokin. 19:00 Leikfimi í beinni út- sendingu Magnús Scheving væri manna bestur í hlut- verk stjómandans. 20:00 Áhugaveröar fréttir Eitthvað hlýtur merkt legra aðveraaðger- ast úti í henni veröld en að lafði Díana hnenri í teboöi. 21:00 Fréttaskýringaþátt- urinn Kafaö dýpra Bryndís, Brynjaogbíf stjóri ásamt uppljóstr- urum leggja spilin á boröiö. 23:00 Bíómynd Rugfreyja í vanda. Fjóröi þáttur. Fyrir dagskrárlok eru íslenskri menningu gerö góð skil. Heimir Steinsson syngur ís- lensk vögguljóö fyrir landiö og miðin. Sam- tengdar rásir í stereó. hlægilegt á annað borð. Eftir sýningu yfirheyrði gagnrýn- andinn fylgikonu sína um hvað henni hefði þótt hlægi- legt og kvaðst hún ekki síst hafa hlegið að því þegar gagn- rýnandinn hló. Þannig missir myndin dá- lítið marks vegna þess að húmorinn er of staðbundinn. Breski aðállinn og hans bjást- ur höfðar ekki til íslendinga, okkur er eiginlega alveg sama hvað hendir svoleiðis fólk. Okkar menn eru Ragnar Reykás og Kristján heiti ég Ólafsson. Þegar þeir mæta tíl leiks eru allir með á nótun- um. Á sama hátt og við eig- um stundum dálítið erfitt með að skilja breskan húmor má heita útilokað að útskýra fyrir útlendingum hvað sé eiginlega hlægilegt við þá stórfrændur Ragnar og Krist- ján. Nú eiga Bretar langa og merka hefð í því að gera grín að sjálfum sér og á það trú- lega stóran þátt í að þeir eru með umburðarlyndustu mönnum. Við íslendingar höfúm fengið nokkra þjálfún í að skilja þennan húmor í sjónvarpinu, en það dugir ekki til. Myndin Állt í kássu er einfaldlega ekki nógu fýnd- in. Flestir brandaranna eru gamalkunnir og handritið að mestu þvæla. Þetta leiðir hins vegar hug- ann að mikilvægi spaugsins í lífinu. Einhvem veginn er það svo, að íslendingar eiga í mestu erfiðleikum með að gera grín að sjálfum sér. Listir og bókmenntir eru nú um stundir nánast dauðhreinsað- ar af gríni. Það er meðal ann- ars hlutverk listamanna og rithöfúnda að eima úr þjóð- arsúpunni skapgerðir og atvik sem allir þekkja. Þetta er nauðsynlegt til að fólk geti horfst í augu við örlög sín og tekist á við raunveruleikann, ekki síst með því að koma auga á spaugilegar hliðar al- varlegra mála. Spaugstofu- menn eru einu listamennimir sem hafa verið færir um þetta lengi. Hjá þeim fór saman innsæi í þjóðarsálina í sam- tölum og ffábær flutningur. Ýmsir hafa orðið til þess að reyna að halda uppi merkinu eftir að þeir hættu störfum, en öllum mistekist. Það vant- ar hinn djúpa skilning á því einkennilega ástandi að vera íslendingur. Þetta er slæmt, því fátt er okkur nauðsyn- legra nú, í þeirri miklu menn- ingar- og efnahagslegu kreppu sem við siglum inn í hægt og örugglega, en að geta hlegið að öllu mglinu. KVIKMYNDIR Missir marks Það er tíska á úlvarpsstöðvunum að spyrða saman tvo létta pilta sem láta vaða. A Bylgjunni eru það margfrægir Tveir með öllu en á hinum stöðvunum (öllum nema EFF EMM þar sem haldið er fast í Vald- ísi) er um að ræða tvo með öllu nema Jóni Axeli oa Gulla; tveir I lausu lofti á Rás 2, tvær Górillur á Aðal- stöðinni og nú tveir Gamansamir guðir á Sólinni, bestu tónlistarrásinni. Þeir síðastnefndu hafa verið starfandi um tveggja mánaða skeið og eru hægt og rólega að sjóast í starfinu, enda voru þeir óvanir útvarpsstörfum. Olaf- ur Þór Jóhannesson og Haraldur Egilsson heita þeir og eru heldur yngri en starfsbræður þeirra á öðrum miolum, rétt skriðnir yfir tvítugt. Það hafói ekki verið ætlun þeirra að meika það í útvarpi og í raun var það tilviijun sem réð því að þeir fóru í loftið. „Við hölðum lesið inn á segulbandsspólu ýmsar frétt- ir, slúður og grín. Okkur fannst ofsalega gaman að búa hana til en spólan var ætluð vini okkar í útlönd- um. Það varð aldrei neitt úr því að senda hana, en þegar auglýst var eftir dagskrárgerðarmönnum á Sólinni ákváðum við að láta á það reyna hvað öðr- um fyndist. Forráðamenn Sólarinnar gáfu okkur gott veður og við fengum vinnu í útvarpi," segir Ólafur Þór. „Við reynum að vera léttir á því, þótt við séum ekki hressir ef við erum illa fyrir kallaðir. Hlustendur geta treyst því að við verðum hættir löngu áður en okkur fer að leiðast vinnan." Það heyrist í guðunum ungu einu sinni í viku, á laug- ardagseftirmiðdögum, og blanda þeir saman einu og öðru. Þeir eru gamlir vinir og spila því samtöl sín affingrum fram. Auk þess segjast þeir vera vel undir- búnir, skrifi handrit fyrir hvern þátt og séu með stutta leikþætti. Þeir spila gjarnan lög úr söngleikjum í bland við nýrri tónlist en eiga það til að henda á íón- inn stuttum Monly Pylhon-grínþáttum (hryllilega fyndn- um). Olafur Þór og Haraldur eru svo sem ekkert ólíkir íinum „tveimur með einhverju", enda þótt sjálfir vilji Deir vera öðruvísi, en þeir eru yngri og að því leyti erskari en margir aðrir sem láta gamminn geisa í Deinni útsendingu. Svo græða þeir líka á pví að vera á góðu tónTistarútvarpi og án efa hölða þeir til ungs hlustendahóps úlvarpsstöovarinnar. Ekki er hægt að segja að tímamótaverkin raðist í kvik- myndahúsin þessa dagana. Þó lyftist brúnin á gagnrýn- andanum þegar hann sá aug- lýsta gamanmynd eftir sama fólk og gerði Fiskinn Vöndu, en það var hin besta grín- mynd um hina seinheppnu smákrimma, sem veröldin hefúr hlegið sig máttlausa að á öllum tímum, sbr. til dæmis Kardemommubæinn. Sein- heppni smákrimminn er al- þjóðlegur og eilífur, ófarir hans gleðja alla. Þetta á trú- lega rætur að rekja til þess að í okkur öllum býr pínulítill smákrimmi, sem gerir okkur kleift að öðlast samúð með öðrum smákrimmum og skilja hugsunarhátt þeirra. Við tökum ósjálfrátt þátt í ráðabruggi þeirra og bíðum spennt eftir því hvað muni gerast og grenjum svo af hlátri þegar hin aulalegu hrakföll dynja yfir. í myndinni Allt í kássu er málið ekki svona einfalt. Hvítur maður er alinn upp hjá indverskri fjölskyldu í London. Hann starfar hjá verðbréfasölu í eigu bresks aðalsmanns. í ljós kemur að í vöggu hefur verið ruglast á honum og öðru bami. Verð- bréfasalinn er hinn réttí erf- ingi aðalstígnarinnar, en vit- laus maður hefúr verið alinn upp sem sonur aðalsmanns- ins sem á verðbréfaskrifstof- una. Aðalsmaðurinn burt- sofnast snemma myndar. Söguþráðurinn fjallar nú um tilraunir verðbréfasalans til að rétta hlut sinn, til að öðlast aðalstign og miklar eignir. Hér er sem sé um að ræða léttan farsa með mörgum spaugilegum aukapersónum og útúrdúrum. Myndin er prýðilega gerð og vel leikin, að því leytinu til ekki síðri en Fiskurinn Vanda. Besta hlutverkið er þó aukapersóna, lögfræðingur sem hinn rétti erfingi leitar aðstoðar hjá. Hann er leikinn af John Cleese af frábærri ná- kvæmni. Nú fjallar þessi mynd um breska aðalinn og er honum velt upp úr nöpru háði og sjálfsagt veltast bresk- ir um af hlátri þegar þeir sjá myndina. En þar sem gagn- rýnandinn er ekki breskur, þá hló hann ekkert rosalega og konan sem hann bauð með sér hló jafnvel enn minna og er hún þó með afbrigðum hláturmild kona, sé eitthvað ALLTIKÁSSU SÖGUBÍÓI ★★ GUÐMUNDUR ÓLAFSS0N

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.