Pressan - 12.08.1993, Blaðsíða 34
34 PRBSSAN
SKILABOÐ
Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993
Karlmennska knattspyrnunnar
Knattspyrna er merkileg list-
grein sem seint verður ofrnetin. Sé
hægt að tala um reynsluheim
kvenna má telja öruggt að stór hluti
af reynsluheimi karla tengist fót-
boltanum. Eins og allir vita eru
karlmenn ekki tilfinningaverur —
fyrr en kemur að knattspyrnunni.
Þá er leyfilegt að öskra, æpa, hlæja,
gráta, elska, hata, faðma, kyssa,
knúsa, sparka í náungann og
hrækja á dómarann. 1 sorginni öðl-
ast menn samkennd með náungan-
um og við sigur verða fagnaðarlæt-
in ógurleg, eins og sást best þegar
Eyjólfur Sverrisson handleggs-
brotnaði við það að fagna Þýska-
landsmeistaratitlinum með Stuttg-
art. Þetta er strákaíþrótt sem konur
fá engan aðgang að. Strákarnir
svitna saman, pissa hver á annan í
sturtu og fá loksins að njóta sín sem
alvöru karkembur, tala mikið um
kynlíf og illa um konur. En það
þarf ekki endilega að leggja það á sig
að hlaupa sjálfur á eftir tuðrunni.
Ekki er síðra að sitja heima og horfa
á ensku og ítölsku knattspyrnuna
með bjór og snakk, prumpa og
öskra áfram KR og útaf með dóm-
arann. Það eru heilagar stundir og
frúnni best að halda sig á mottunni.
Enn betra er þó að fara sjálfur á
leikinn og láta þar öllum illum lát-
um. Það er líka margsannað mál að
allir karlmenn eru sérfræðingar í
knattspyrnu og hafa miklu meira
vit á hlutunum en ieikmennirnir,
þjálfarinn og dómarfnn. Ég hefði
sko... af hverju gaf hann ekki... Ef
illa fer er alltaf hægt að grípa til full-
gjldra afsakana í tonnavís. Dómar-
inn var vonlaus, sólin skein í aug-
un, grasið var of blautt eða of þurrt,
varabúningarnir eru óhappabún-
ingar og meiðsli hrjáðu okkar
menn. Svo hefur knattspyrnan líka
uppeldishlutverki að gegna. Faðir
og sonur sameinast fyrir saman
sjónvarpið, á vellinum og styðja sín
lið, Arsenal, KR og AC Milan.
I KRINGLUNNI
I tilefni af sex ára afmæli Kriiiglunnar verður Tolli með sýningu á 14 nýjum
málverkum á göngugötum Kringlunnar. Þessi málverk málaði hann
sérstaklega til að sýna í Kringlumii og þar njöta þau sín vel, stór
og mikilfengleg í miklu rými. Viðskiptavinir Kringlmmar geta
nú skoðað listaverk Tolla um leið og þeir versla í fallegu
umhverfi Kringlunnar. Sýningin opnar á afmæhs-
daginn 13. ágúst og stendur til 31. ágúst.
La
AFMLI
13. ágúst fögnum við afmæU Kringlunnar.
TónUstarfóIk á vegum Japis og Skífunnar,
leikhópurinn Perlan og dansarar frá
Dansskóla Jóns Péturs og Köru skemmta
afmæUsgestmn. Listamenn framtíðarinnar
fá að spreyta sig með Crayola Utuin í Litla
Ustahoriúnu sem er á fyrstu hæð í göngugötunni.
Sitthvað fleira verður gert á afmæUsdaginn.
Við bjóðum ykkur öU hjartanlega velkomin í Krmgluna.
KRINGMN
Fi*á og með 94. ágiist verðiii* opið til kl. 16 á laugardögiiin