Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 2
FYRST OG FREMST Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993 2 PRESSAN STYRMIR GUNNARSSON. Morgunblaðið fagnar 80 ára afmæli. MAHHÍAS JO- HANNESSEN. Á næsta ári verður Morgunblaðinu breytt í dagblað, þ.e. það kemur einnig út á mánudögum. Mogginn veröur dagblaö Ekki er allur eldur úr gamla Mogga, þótt kominn sé á þennan aldur. Nú heyrum við að fyrir dyrum standi það sem einhvern tíma hefði þótt rót- tæk breyting á útgáfunni, sem sagt að gera blaðið að dagblaði og gefa það út á mánudögum líka. Þetta á að sögn þeirra sem til þekkja að gerast á næsta ári. Sigtrvggur spilar með Adrian Belew Sigtryggur Baldursson, al- ías Bogomil Font, gerir það ekki endasleppt. Eftir að hann tók landann með trompi með plötu sinni „Ekki þessi leið- indi“ (hefur nú þegar selst í um 6.500 eintökum) fluttist hann til Madison í Wisconsin. Þar býr annar tónlistarmaður, enginn annar en gítarsniUing- urinn Adrian Belew. Belew er einn virtasti og frumlegasti gítarleikari rokksögunnar, hann var í King Crimson og hefur m.a. leikið með Brian Eno, Talking Heads og Laurie Anderson. Adrian Belew er líklega þekktastur fyrir hið svokallaða „elefant sound“, sem enginn hefúr náð á gítar- inn annar en hann. Sigtryggur fór á dögunum í heimsókn til Belew og fór vel á með þeim. Þeir leyfðu hvor öðrum að heyra hvað þeir kunna á hljóðfæri sín og er í deiglunni að þeir spili eitthvað saman, jafnvel á plötu. Sigtryggur er væntanlegur til landsins 20. desember og hyggur á tvenna tónleika. Hvort það verður með Milljónamœringunum er ekki vitað, en Páll Óskar er jú frekur til fjörsins. Á mánu- dagskvöld verður sýnd í Sjón- varpinu mynd um Bogomil Font. Hún er gerð af Marteini S. Þórssyni. Myndin heitir „Leitin að Bogomil Font“ og er stutt útgáfa af lengri mynd sem Japis kemur til með að gefa út á næstunni. Iyínudans hjá Arna Sam. Menn eru á því að Árni Sam-bíó-úelsson, konungur kvikmyndahúsanna, hafi dansað línudans á reglum um frjálsa viðskiptahætti um nokkurt skeið. Það geri hann með því að nota efsta stig lýs- ingarorðs í slagorði sínu: „Ávallt í fararbroddi með bestu myndirnar“. Bíómönn- um er gjarnt að nota sterk orð þegar þeir lýsa því sem þeir eru með á boðstólum hverju sinni. En hvort sem Árni er með bestu myndirnar eða ekki er vonlaust að leggja á það einhverja mælistiku og því ómögulegt að sanna að svo sé. Slagorðið er því meint brot á samkeppnislögum og Samkeppnisstofnun hefur verið bent á það. Þetta með efsta stig lýsingarorða er það fyrsta sem menn í auglýsinga- bransanum læra um lög og reglur í sambandi við auglýs- ingar. Nú er spurningin hvort auglýsingamönnum Árna haíi verið ókunnugt um þessa grundvallarreglu eða hvort þeir telja að í sambandi við bíó gildi aðrar reglur en ann- ars staðar um hversu sterkt megi taka til orða. Gleöskapur Stöövar 2 klag- aöur Sem kunnugt er stóð til að bandaríska fyrirfólkið Ted Turner og eiginkona hans Jane Fonda kæmu í heimsókn hingað til lands síðasta sumar í boði íslenska útvarpsfélags- ins. Talsverður spenningur var meðal Stöðvar 2- manna vegna heimsóknarinnar og því olli það vonbrigðum þegar hjónin aflýstu ferðinni á ell- eftu stundu. Forráðamenn Is- lenska útvarpsfélagsins höfðu fyrir löngu undirbúið komu erlendu gestanna og var mein- ingin að eyða helginni með þeim í Norðurá við veiðar. Af þeim sökum hafði dýrindis veisluföngum verið komið fyrir í veiðihúsinu og var sér- legur matreiðslumaður mætt- ur þangað til að elda ofan í gestina. En ekkert varð af komu þeirra og því var ekki annað að gera fyrir Stöðvar 2- menn en njóta veiganna — og veiðanna — sjálfir. Og það gerðu þeir svo um munaði. Umrædda helgi héldu Páll Magnússon, Ingimundur Sigfússon og ýmsir fleiri yfir- og undirmenn fyrirtækisins upp í Norðurá og slógu upp Matthías'Johannessen sendir Davíð Oddssyni „Hamborgarar stuðla að ofvexti“ Vígsla Davíös Oddssonar forsætisróöherra á ham- borgarastaönum McDonald's er afar umdeild, en mörgum þykir afskipti ráöherrans af málinu hafa yeriö óviöeigandi enaa tilgangurinn aö baki augljós. í nýju tölublaöi tímaritsins Mannlífs, sem kemur út á næstu dögum, er aö finna ítarlegt viötal ritstjórans, Arna Þórarinssonar, viö Matthías Johannessen, rit- stjóra Morgunblaösins, þar sem hann dregur enga dul á vanþóknun sína á uppátækinu og fer höröum oröum um forsætisráöherrann. I viötalinu segir Matthías meöal annars: „Eg tel þaö ekki pólitík aö opna hamborgarastaö. En fjölmiölar segja frá slíkum viöburöi þegar forsætisráönerra á í hlut og meö því taka þeir þátt í uppákomu sem á ekkert skylt viö stjórnmál. Fólk á aö boröa lítiö af hamborgurum; þeir stuöla aö ofvexti neytandans. Ég gæti skiliö aö forsætisráöherra boröaöi hamborgara ef nautiö, sem slátraö var, heföi atkvæöisrétt. Þaö er víst ekki og þess vegna skil ég ekki uppákomuna." Og Matthías heldur áfram: „En Davíö hefur oft tek- ist þaö sem öörum hefur mistekist — aö breyta sér- kennilegum uppákomum í fylgisaukandi skemmtun. Hann hefur þannig sjarma. Og engum dettur í hug annaö en hann sé aö skemmta sér meö ööru skemmtilegu og uppáfindingarsömu fólki. Slíkt er ekki öllum lagiö og er sérgáfa í stjórnmálum. Davíö hefur átt mikiö af henni en nún nýtur sin ekki eins vel í ábúöarmiklu embætti forsætisráöherra." MATTHÍAS JOHANNESSEN, RITSTJÓRIMORGUNBLAÐSINS. „Ég gæti skilið að forsætisráðherra borðaði hamborgara ef nautið, sem slátrað var, hefði atkvæðisrétt." ærlegri veislu, þar sem hvorki skorti vín né mat. Sömu helgi var efnt til barkvölds í Munaðarnesi og þangað héldu nokkrir úr hópi Stöðvar 2- manna til að sletta úr klaufúnum. Eitt- hvað hefur fyrirgangurinn í þeim þó farið fyrir brjóstið á sumarhúsagestum í Munaðarnesi, því þeir sáu ástæðu til að klaga mennina til lögreglunnar í Borgarnesi fyrir ruddaskap, þar sem framkoma Eggerts Slcúlasonar frétta- manns þótti síst til fyrirmyndar. I þá mund sem lögreglu bar að voru ófrið- arseggirnir hins vegar að búa sig til brottfarar og eftir að verðir laganna höfðu rætt við þá var málið látið niður falla. Tökur licjgja niöri vegno f jarskorts Tökur á kvikmyndinni Einni stórri fjölskyldu, sem áttu að vera í fullum gangi þessa dagana, hafa legið niðri í nokkrar vikur. Jóhanni Sigmarssyni, leikstjóra og handritshöfundi myndar- innar, hefur gengið illa að fjármagna framleiðslu hennar og mætt litlum skilningi í bönkum. Jóhann stendur einn að fjármögnun verksins og hefúr ekki enn hlotið styrk frá Kvikmynda- sjóði, en hann veðjar á góða summu frá þeim bæ í framtíðinni. Aðrir að- standendur myndarinnar, tökulið og leikarar hafa neitað að vinna meira í myndinni fyrr en leikstjórinn er búinn að greiða umsamin laun. Heyrst hefur að menn séu ósáttir við framkvæmda- stjóm Evu Lísu Ward og þykir ýmsum hún ekki valda þeirri ábyrgðarstöðu að skipuleggja og halda utan um tökur myndarinnar. Við heyrum að Jóhann sé nú búinn að ráða nýjan fram- kvæmdastjóra, æskufélaga sinn, leik- stjórann Júlíus Kemp, en þeir félagar stóðu sem kunnugt er á bak við met- aðsóknarmyndina Veggfóður. Svo er að sjá hvort samstarfið gengur jafn vel í annað skiptið... Ekki er allur eldur úr gamla Mogga, þótt kominn sé á þennan aldur. Nú heyrum við að fyrir dyrum standi það sem einhvern tíma hefði þótt róttæk breyting á útgáfúnni, sem sagt að gera blaðið að dagblaði og gefa það út á mánudögum líka. Þetta á að sögn þeirra sem til þekkja að gerast á næsta ári. Hart deilt um dýran bát Lögreglan í Reykjavík, Slökkvilið Reykjavíkur, Flugmálastofnun, Reykjavíkurhöfn og Slysavarnafélagið hafa að undanförnu átt í viðræðum um sameiginleg kaup á hraðskreiðum bát, sem nota má til björgunarstarfa. Fæðingarhríðirnar hafa verið erfiðar og langar, enda virðast hagsmunir þessara aðila varðandi notkun bátsins skarast og allt eins líklegt að þeir þurfi allir að grípa til hans á sama tíma. Lög- reglustjóraembættið hefúr aðallega í huga bát sem má nota til að stjórna aðgerðum af sjó og til löggæslustarfa, meðan Slöklcviliðið og Flugmálastjóm hafa í huga björgunarstörf. Þá hefur Slysavarnafélagið haldið því fram að það sé til nóg af bátum á svæðinu og vill stýra umræðunum inn á betri nýt- ingu þeirra báta sem fyrir hendi eru. Hefur stjórn Slysavarnafélagsins lagt ffam tillögu þessa efnis fyrir samstarfs- nefndina. Gagnrýnendur þessara hug- mynda segja að þó að það sé alltaf gott að eiga sex til átta manna bát sem gangi fjörutíu hnúta, þá verði að huga að forgangsröð verkefna þessara stofií- ana og ef eftir því væri leitað væri ef- laust hægt að finna brýnni not fyrir þær níu milljónir sem svona bátur kostar. SlGTRYGGUR BALDURSSON. Spilar með gítarsnillingnum Adrian Belew. flRNI SAMÚELSSON. Meint brot á samkeppnislögum. EGGERT SKÚLASON. Ruddaleg framkoma klöguð til lögreglunnar. JÓHANN SlGMARSSON. Fjármögnun á Einni stórri fjölskyldu gengur afleitlega og starfsmenn neita að vinna. JÚLÍUS KEMP. Ráðinn framkvæmdastjóri til að myndin rúlli áfram. HROLFUR JONSSON slökkviliðsstjóri. Deilt um notkun á 9 milljóna króna bát. UMNIÆLI VIKUNNAR „Það er mjöggóður andi í ríkisstjórninni. “ Davíö Oddsson sannleiksunnandi. ()</ e/tAl oetli/* af) „Dagvistarstefnan hentar svo vel til að hafa stjórn á konum.“ Sigríöur Ingibjörg Ingadóttir kvenremba. 3hoHitn t ffmtotttit! „Ég brást þannig við að ég varo rosa reiður.“ Kjartan Pálsson skotmark. Peningauppspretta í bankanum „Ég er ánægður með launin mín.“ Geirmundur Kristinsson, sparibaukur í Keflavík Sorrí, svehhlur, sar „Eftirá er ég þakklátur fyrir að hafa aldrei verið tekinn inn í vinstriklíkuna á íslandi.“ Þorgeir Þorgeirsson mannréttindafrömuöur. Maftupeninga t menninguna „Hreinir peningar hafa sjaluan aukið menntun og veg menningar og lista.“ Guöbergur Bergsson Machiavelli.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.