Pressan - 04.11.1993, Qupperneq 9
Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993
F R ETT I R
PRESSAN
Spilaborgin hrynur í kringum Ólaf Gunnarsson, meintan höfuðpaur fíkniefnahrings
DgEYMDI UM VÖLD í
DOPHEIMINUM
Sönnunargögnin einkum fengin með símhlerunum og
játningum samstarfsaðila
Ólafur Gunnarsson,
meintur höfuðpaur í um-
fangsmiklum fíkniefnahring,
situr enn í gæsluvarðhaldi,
grunaður um að hafa fjár-
magnað og stjórnað innflutn-
ingi á miklu magni af amfet-
amíni og hassi. Margir tugir
manna hafa verið teknir til
yfirheyrslu í tengslum við
þetta mál og að minnsta kosti
átta setið í gæsluvarðhaldi.
Fimm þeirra hafa viðurkennt
að vera viðriðnir innflutning á
nærri 20 kílógrömmum af
hassi og amfetamíni, en það
munu vera Vilhjálmur Svan
Jóhannsson, Jóhann Jón-
mundsson, Guðmundur
Gestur Sveinsson og tveir til
viðbótar, en nöfn þeirra hafa
ekki fengist tryggilega staðfest.
Innkaupsverð á því magni í
Amsterdam er um íjórar millj-
ónir króna, en til dreifmgar
innanlands væri hægt að selja
það á yfir þrjátíu milljónir
króna. í smásölu væri hins
vegar hægt að fá nálægt sjötíu
milljónum króna fyrir þetta
magn. Ljóst er að mál þetta er
eitthvert hið umfangsmesta
sem upp hefur komið, enda er
talið að um mun meira magn
sé að ræða.
Neitun Ólafs og mikið
sakarefni
Ólafur Gunnarsson hefur
setið samfleytt í gæsluvarð-
haldi frá 1. september. Mönn-
um ber saman um að hann
hafi ekki játað á sig sakirnar,
enda er fullvist að málið fari
fyrir Hæstarétt. Hvað sem því
líður geta aðeins tvær ástæður
legið að baki svo löngu gæslu-
varðhaldi. Annars vegar að
sakarefnið sé mjög mikið eða
að játning liggi ekki fyrir. Lík-
lega er hér um hvort tveggja
að ræða.
Þar sem sakarefhið er mikið
er lögð áhersla á að ljúka mál-
inu sem fyrst og að sem
minnstur tími líði frá því að
rannsókn lýkur endanlega þar
til dómur fellur. Eru jafnvel
leiddar að því líkur að Ólafur
muni sitja í gæsluvarðhaldi
þar til dómur hafi verið kveð-
inn upp, en heimild er fyrir
því ef brotið varðar allt að tíu
ára fangelsisdómi. Hvort sem
sú heimild verður nýtt eða
ekki er jafnvel talið mögulegt
að klára málið öðru hvoru
megin við áramót.
Tala>u vr> okkur um
BÍLARÉTTINGAR
BÍLASPRAUTUN
Fjöldi manns í yfirheyrslu
og gæsluvaröhald
Upp á síðkastið hafa fjöl-
margir aðilar verið teknir til
yfirheyrslu og að minnsta
kosti átta hafa setið í gæslu-
varðhaldi um lengri eða
skemmri tíma. Síðastliðinn
föstudag kom Islendingur til
landsins sem lögreglan í Sví-
þjóð handtók fyrr í vikunni.
Sá er talinn eiga stóran þátt í
málinu í tengslum við inn-
flutninginn. Sú saga hefur
gengið að þar hafi Gunnar
Jónsson verið á ferð, en hann
var milligöngumaður um
kaup á fíkniefhum fyrir Ólaf í
gömlu máli sem dómur féfl í
fyrr á þessu ári. PRESSAN hef-
ur þó mjög traustar heimildir
fyrir að svo sé ekki. Þá situr
Herbjöm Sigmarsson einnig í
gæsluvarðhaldi. Ekki er ljóst
fyrir hvaða sakir það er, en tal-
ið að hann hafi verið einhvers
konar burðardýr.
Margir þeirra sem komið
hafa við sögu í þessu fíkni-
efnamáli hafa verið í fjárhags-
vandræðum og tengst fjár-
hættuspilum á einn eða annan
hátt. Einkum hefur spila-
klúbburinn við Súðarvog ver-
ið nefndur í því sambandi.
Vitað er að Ólafur, Vilhjálmur
og Guðmundur hafa allir spfl-
að þar, en Guðmundur mun
vera sá eini þeirra sem var þar
fastagestur. Hann var þó ætíð í
fjárhagsvandræðum svo hann
spUaði ekki mikið. Eini veru-
legi spUamaðurinn sem tengist
þessu máli er Knútur Agnar
Hilmarsson, tæknifræðingur
hjá Rafmagnsveitum ríkisins
(sem gengur undir viðumefn-
inu „Kúturinn“ í spUaheimin-
um), sem sat inni um tíma.
Þessir menn hafa allir verið
útUokaðir frá spUaklúbbnum.
Þorgeir Jón Sigurðsson sat
einnig í gæsluvarðhaldi en er
laus, svo og Stefán Tyrfings-
son, sem viðurkenndi fyrir
tveimur árum að hafa fjár-
magnað innflutning á tíu kfló-
um af hassi. Stefán hefur rekið
gufubaðsklúbb við Dugguvog
um nokkurt skeið. Samkvæmt
heimUdum PRESSUNNAR er
hlutur þeirra óverulegur.
Sönnunargögn fengin
meö símhlerunum
Málið er nokkuð sérstakt að
því leyti að sönnunargögnin í
málinu eru fyrst og fremst
fengin með hljóðritun á sam-
tölum manna og með sím-
hlerunum. Símhleranir hafa
ekki áður verið notaðar fýrir
dómstólum í fíkniefnamáli, en
Hæstiréttur viðurkenndi þær
sem góðar og gildar í máli
Steins Armanns Stefánssonar
í stóra kókainmálinu svo-
nefnda. Símtöl Ólafs voru
hleruð með heimUd frá hér-
aðsdómi en einnig hefur
PRESSAN heimildir fyrir því
að samtöl Ólafs við Vilhjálm
og Guðmund Sveinsson hafi
verið hljóðrituð á heimili VU-
hjálms. Þá var hlustunarbún-
aði komið fyrir í bíl Ólafs.
Draumar um völd og viö-
urkenningu
Heimildamönnum PRESS-
UNNAR ber saman um að Ól-
afur hafi lengi átt sér þann
draum að skapa sér ákveðinn
sess í undirheimunum sem
málsmetandi maður sem vert
væri að taka mark á. Hann
vUdi verða einhvers konar for-
ingi og hagaði sér sem slíkur.
Hann lagði mikið upp úr öllu
ytra útliti, var vel til hafður,
klæddist dýrum fötum og var
með virðulega skjalatösku sem
kunnugir segja að hafi þó ekki
haft mikið innihald. Ólafur
var duglegur við að vera við
opnun skemmtistaða, var
áberandi í skemmtanalífinu,
barst mikið á og virtist ævin-
lega hafa mUdð fé milli hand-
anna. Flestir voru þó á því að
þetta væri í raun sýndar-
mennska, því þrátt fyrir um-
ÓLAFUR GUNNARSSON. Meintur höfuðpaur umfangsmikils fíkniefnahrings. Fjöldi manna hefur setið í gæsluvarðhaldi og verið yfirheyrður vegna umfangsmikils inn-
flutnings á hassi og amfetamíni.
fangsmikinn innflutning hafi
hann ekki verið hátt skrifaður
hjá „stærri" aðilum í fíkni-
efnaheiminum. Ekki er heldur
að sjá að hann hafi fjárfest að
öðru leyti en því að um síð-
ustu áramót keypti hann ný-
byggða íbúð í Grafarvogi.
Ólafur er ómenntaður og
eftir því sem næst verður
komist hefur hann ekki stund-
að reglulega vinna um langt
árabil. Ekki hafa fundist nein
fyrirtæki sem tengjast nafni
hans og ekki er hann skráður
fyrir virðisaukaskattsnúmeri.
Ólafur mun meðal annars
hafa kynnt sig sem fiskútflytj-
• •
anda sem legði áherslu á Kan-
adamarkað, en ekkert bendir
til að það eigi við rök að styðj-
ast. Hann hafði að jafnaði
nokkra aðila sér til halds og
trausts og var William Scobie
einkum nefndur í því sam-
bandi.
Innflutningur um langt
árabil
Ólafur Gunnarsson hefur
lengi verið undir smásjá lög-
reglunnar, enda er talið að
hann hafi staðið í fíkniefna-
innflutningi í að minnsta kosti
áratug. Fyrr á þessu ári var
hann dæmdur í hálfs árs fang-
elsi, skilorðsbundið, fýrir inn-
flutning á 6.100 grömmum af
hassi á níu mánaða tímabili í
árslok 1986. Þá slapp hann við
fangelsisvist vegna „óafsakan-
legs dráttar á málinu" eins og
segir í dómnum.
Það sem fékk boltann til að
fara af stað nú var þegar Vil-
hjálmur Svan Jóhannsson,
fyrrum veitingahúsrekandi, og
Jóhann Jónmundsson voru
gripnir í Leifsstöð við komuna
frá Amsterdam með þrjú kíló
af hassi og 900 grömm af am-
fetamíni. Þeir voru settir í
gæsluvarðhald og fljótlega ját-
aði Guðmundur Gestur
Sveinsson aðild að málinu, en
þeir rnunu hafa tengst að
minnsta kosti þremur svipuð-
um smyglferðum fyrir Ólaf.
Eftir að þeir voru lausir úr
gæsluvarðhaldi greip lögreglan
svo Ólaf Gunnarsson á heimili
Vilhjálms Svan ásamt Guð-
mundi Sveinssyni. Þremenn-
ingarnir eru allir lausir úr
haldi þótt Vilhjálmur sitji
reyndar inni fyrir eldra fjár-
málamisferli, en Ólafur er enn
í gæsluvarðhaldi.
Pálmi Jónasson
j/inaijee/
bíunm/i
i
M
fi \ V'
ULMOGNUÐ SPENNUSAGA
Skáldsagan Vinarþel ókunnugra segir frá hjónum sem hyggjast eiga rólega daga
í sumarleyfi sínu í Feneyjum. Þar kynnast þau afar sérstökum og dularfullum manni og í
Ijós kemur að þaS er síður en svo saklaus vinátta sem býr aö baki vinarþeli þessa
ókunnuga manns.
i---^r McEwans enja.fnvís, \
semtakafagna^ösinn mann ...Mct
fí^SofógLrogskelfingar- mber sU
Au>brekku 14, sími 64 21 41
Hinn breski höfundur, McEwan,
hefur smám saman fetaö sig
áfram fil heimsfrægðar og er nú í
röS viöurkenndusfu höfunda
Breta. Einar Már Guðmundsson
íslenskaði bókina.
ALMENNA BOKLAFELAGIÐ H F