Pressan - 04.11.1993, Page 12

Pressan - 04.11.1993, Page 12
E R L E N T 12 PRESSAN Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993 Júgóslavneskur rithöfundur veltir fyrir sér morðinu á ungum elskendum í Sarajevo sem dóu í faðmlög- um við dyr frelsisins. Ástinni sem hélt þeim saman fram að dauðastundinni—og vonum sem urðu að engu. Draumurinn sem aldrei rættist Viljið þið vera svo góð að hugsa um kisa minn, “ var það síðasta sem Admira skrifaði til foreldra sinna. Harmsaga ungu elskend- anna í Sarajevo, sem féllu fyrir byssukúlum síðasta vor þegar þau áttu aðeins nokkur hundruð metra ófarna í ffels- ið, kom við hjarta fólks um allan heim. Kastljósið beindist enn á ný að skálmöldinni í fyrrum Júgóslavíu og hinum skelfilega atburði, sem vakti allt í senn; hrylling, reiði og sorg. Slavenka Drakulic er höfundur bókarinnar The Balkan Express: Fragments from the Other Side of War, sem fjallar um stríðshrjáða þjóð á Balkanskaganum. í nýlegri tímaritsgrein horfir hún á stríðið frá sjónarhóli elskendanna í Sarajevo, sem náðu aldrei að láta stóra drauminn rætast. Ungu elskendurnir, Bosko, sem var Serbi, og Admira, sem var múslimi, gerður sér ljóst að þau yrðu að komast frá Sarajevo ef þau ætluðu að lifa styrjöldina af. Móðir Bos- kos hafði flúið til Belgrad ári áður þegar ljóst varð í hvað stefhdi. Bosko varð hin vegar eftir, enda gat hann ekki hugs- að sér að yfirgefa Admiru. Nú var hins vegar ljóst að hann var í bráðri hættu. Bosko og Admira höfðu elskað hvort annað í níu ár og voru ekki til- búin að fórna ástinni. Eina leiðin var að koma sér burt frá Sarajevo og því ógnarástandi sem þar ríkti. Með ótrúlegri heppni tókst þeim að fá ráð- andi öfl til að veita sér leyfi til að yfirgefa borgina og halda yfir til Serbíu, þar sem þau töldu sig hólpin. Ástin skyldi sigra. Dagurinn var ákveðinn, 19. maí, og þau mæltu sér mót niðri við ána. Það var komið fram á nótt þegar Admira hafði lokið við að pakka því allra nauðsynlegasta niður í Adidas-æfingatöskuna; mynd af af foreldrum sínum, dag- bókinni úr menntaskóla og stúdentsprófsskírteininu. Að því búnu settist hún niður til að skrifa kveðjubréf. Hún byrjaði: „Elsku mamma og pabbi,“ en lagði svo pennann frá sér. Hvað átti hún eigin- lega að segja þeim? Að hún yrði að fara vegna þess að það væri ekki lengur öruggt fyrir Bosko að vera í Sarajevo? Að hætta væri á að þau yrðu að- skilin eða jafnvel tekin af lífi vegna þess að þau væru af ólíkum þjóðflokkum? Eða að það væri aðeins spurning um daga áður en þau yrðu örugg- lega skotin niður á götum borgarinnar, af þeirri ástæðu einni að þau væru búsett í Sarajevo? Admira komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar henn- ar vissu þegar allt um málið og því væri engin ástæða til útskýringa. Það eina sem þau þyrftu að vita væri að þeim hefði tekist að flýja dauða- dóminn. Admira horfði um hríð út í nóttina og ákvað loks að skrifa um köttinn sinn. „Viljið þið vera svo góð að hugsa um kisa minn. Hann horfir á mig og mjálmar ámátlega á meðan ég skrifa ykkur þetta bréf grátandi. Þið verðið að muna að tala stöð- ugt við hann og leyfa honum að sofa uppí hjá ykkur að minnsta kosti einu sinni í mánuði.“ Daginn eftir yfirgaf Admira húsið, eftir að hafa faðmað foreldra sína og kvatt heimilis- köttinn. Hún grét ekki heldur harkaði af sér og leit ekki einu sinni við þegar hún gekk upp götuna. Þegar hún nálgaðist Miljacka-ána, í einskismanns- landinu á milli Serbíu og Bo- sníu, sá hún hvar Bosko beið hennar við norðurbakkann. Hún þekkti hann samstundis, ekki aðeins vegna þess hve óvenjulega hávaxinn hann var heldur jafnframt vegna þess hvað hann var áberandi taugaóstyrkur. Þau skulfu bæði en reyndu samt að sýna engin hræðslumerki. Hvað var svo sem í raun að óttast? Þau voru búin að fá leyfi yfir- valda til að yfirgefa Sarajevo og því var engin hætta á ferð- um. Þau þurftu aðeins að ganga yfir brúna nokkuð hundruð metra og þá væru þau komin yfir til Serbíu, í frelsið. Þau leiddust og gengu hægt af stað. Aðeins var smá- spölur eftir þegar skyndilega kváðu við skothvellir og Adm- ira sá hvar Bosko hneig niður örendur fyrir framan hana. Rétt á eftir féll hún í jörðina. Áður en hún gaf upp öndina náði hún með erfiðismunum að skríða til Boskos og leggja handlegginn utan um hann, manninn sem hún elskaði meira en allt annað. Lík elskendanna ffá Saraje- vo sem trúðu því svo innilega að þau væru á leið í frelsið voru látin liggja í einskis- mannslandi í tæþa viku, rotn- andi í sólinni. Enginn veit með vissu hver myrti þau. Sumir sjónarvottar segja að skotið hafi verið ffá Serbíu, en þangað var ferð Boskos og Admiru heitið. Aðrir segja að byssukúlurnar hafi komið úr hinni áttinni. I tæpa viku þref- uðu báðir aðilar um hver ætti að fjarlægja líkin, uns serb- neskir hermenn tóku af skarið og óku þeim á brott. Bosko og Admira voru lögð í eina kistu og borin til grafar í herkirkju- garðinum suður af Sarajevo, þar sem þau hvíla í faðmlög- um. Barnsleg og einlæg trú þeirra um að ástin gæti sigrað allt reyndist óskhyggjan ein. Byggt á The New Republic Bresk skólabörn iðin viö áfengisdrykkju Lygilegar niðurstöður um- fangsmikillar rannsóknar á líf- erni breskra skólabarna hafa fengið menn þar í landi til að setjast niður og hugsa sinn gang. Könnunin leiðir í ljós að áfengisneysla er ótrúlega al- geng meðal barnaskólanema, sem láta sér ekki nægja bjór heldur eru jafhffamt sólgnir í sterkari drykki. Gerð var ítar- leg úttekt á líferni breskra barna á aldrinum átta til ellefu ára og náði könnunin til 7.800 nemenda í 220 skólum um allt England. Niðurstöðurnar voru sláandi og komu skóla- málayfirvöldum, kennurum og öðrum þeim sem láta sig málið einhverju varða í opna skjöldu. Samkvæmt könnun- inni neytir einn af hverjum fjórum barnaskólanemum áfengis í viku hverri og það sem meira er; um það bil fimmtíu þúsund bresk börn á aldrinum átta til ellefu ára drekka áfenga drykki allt að annað hvern dag. Rúmlega 80 prósent aðspurðra reyndust hafa prófað áfengi við níu ára aldur og 20 pró- sent nemenda höfðu smakkað sterkari drykki svo sem viskí og vodka jafn- gamlir. Á Englandi ruku menn upp til handa og fóta við tíðindin og hófu að skeggræða hvernig snúa mætti þessari óheillaþróun við. Ljóst er að langflest börnin neyta áfengis heima hjá sér, þar sem aðgangur- inn að bjór og víni er greið- ur, og eru því að taka upp ósiðina frá foreldrum sín- um. Næsta skref heilbrigð- isyfirvalda verður því að reyna með öllum ráðum að koma á hugarfarsbreytingu hjá foreldrum og fá þá til hjálpar við að uppræta áfengi í skólum landsins. SNEMMA BEYGiST KRÓKURINN. Börnin taka upp ósiðina frá for- eidrunum og fá sér í glas. Fræðslubók um Hitler tekin úr umferð Fræðslubók fyrir skólabörn um Adolf Hitler og uppgang nasismans í Þýska- landi á tímum síðari heimsstyrjaldarinn- ar hefur vakið blendnar tilfinn- ingar meðal Þjóð- verja, með þeim af- leiðingum að hún hefur nú verið tek- in úr umferð. Nas- istabókin sem vald- ið hefur svo miklu fjaðrafoki er eftir Friedmann Bedu- erftig og er skrifuð í gamansömum tón. Bókin var ætl- uð til kennslu í grunnskólum landsins, en ráðist var í verkið eftir að kannanir höfðu leitt í Ijós að þýsk grunnskólabörn vita jafnlítið um Hitler og atburði sem áttu sér stað á miðöldum. Bókinni var því ætlað að þjóna sem fræðslu- rit um nasista og voðaverk þeirra á fjórða og fimmta áratugnum og skyldi hún verða ungu kynslóðinni víti til varn- aðar. Ljóst var að hvergi væri betra að hefja sóknina en einmitt meðal þeirra yngstu og til að gera efnið aðgengilegt og áhugavert var alvör- unni að nokkru leyti snúið upp í grín. Hvergi var þó dregið undan svo unnt væri að koma rétta boð- skapnum á framfæri og meðal annars sagt í máli og myndum frá útrýming- arbúðum og morðum á gyðingum. Margir urðu til að fagna útkomu bókar- innar, enda full ástæða til að stemma stigu við end- urvakningu nasismans í Þýskalandi. Þeirra á meðal voru nasistaveiðarinn Sim- on Wiesenthal, Helmut Kohl kanslari og Richard von Weizsacker, forseti Þýskalands, sem lofuðu framtakið í hástert. En nú hefur bókin öllum til mik- illar undrunar verið tekin úr umferð af skólamála- skrifstofu sambandslýð- veldisins. Ástæðan er sögð sú að í bókinni sé dregin upp röng mynd af Hitler, sem sýni hann nánast eins og þjóðhetju, og þar með séu menn komnir út á hálan ís. GRÍNIÐ BREYTTIST í ALVÖRU. Mynd úr fræöslubókinni um Hitler og nasis- mann. Hispurslausir á leið til vinnu Því er oft haldið fram að Bretar séu bæði íhaldssamari og siðavandari en aðrar þjóðir og líkast til er margt til í því. Breska ljósmyndaranum Philip Moro tókst þó engu að síður að hafa uppi á nokkrum löndum sínum og kynbræðrum sem eru greinilega und- antekning frá reglunni og finnst ekkert skemmtilegra en rífa sig úr fötunum á almannafæri. Moro dvaldi í tvö ár í London til að safna saman myndum í nýtt óvenjulegt dagatal fyrir árið 1994 sem hann hefur kosið að kalla „Men at Work“. Myndirnar sýna kviknakta breska karlmenn á ýmsum aldri á leið til vinnu, innan um furðu lostna samborgara sína. Allir eiga mennirnir það sameiginlegt að hafa unun af að striplast. Meðal fyrirsætanna má nefha verðbréfasalann Cyril, sem fer aldrei út úr húsi án kúluhattsins og regnhlífarinnar. í samræmi við það sýnir myndin í dagatalinu hann klæð- lausan á leið í strætó, klæddan í skó og sokka, með kúluhatt á höfði og regnhlíf í hendi. Undrunarsvipurinn á andliti rosknu konunnar TVEIR FRJÁLSLEGIR Á GÖTUM LUNDÚNA. Borgarbúa rak í rogastans þegar kapparnir rifu sig úr fötunum. með slæðuna sem er á leið inn í vagninn rétt í sömu mund og strípalingurinn bendir til þess að slíkar uppákomur séu ekki daglegt brauð í London. Annar ófeiminn sem lét mynda sig fyrir dagatalið er Jean-Paul, sem rekur skyndi- bitastað í London. Hann hikaði ekki við að hlaupa kviknakinn um götur borgarinnar með eggjaköku á lofti og einu áhyggjur hans voru að feitin af pönnunni kynni að slettast á miðfót-

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.