Pressan - 04.11.1993, Síða 26

Pressan - 04.11.1993, Síða 26
UPP, UPP M I N SAL Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993 26 PRESSAN NÁIN KYNNI ... Cvjj UfLpSUiU, GvHxSxLHA, Það er merkilegt þetta andleysi. Þvílík lognmolla inni í hausnum á mér, þaö gerist aldrei neitt. Ég geri ráð fyrir að mörgum sé lika álíka farið og mér. Það er ekkert lengur gaman. Ekki einu sinni gaman að nöldra yfir því að ekkert gerist. Að vísu eru alltaf einhverjar smáuppákomur öðru- hverju, smárifrildi hér og þar, en síðan er samkomulagi náð. Það er ekkert fútt lengur. Þaö er eins og allur vindur sé úr fólki eftir sumarið og sumarleyfiö. Fyrst er unnið hörðum höndum allt árið til að komast í leyfið til að slappa ærlega af, og líkast til er byrj- að að spekúlera að leyfinu hálfnuðu — vegna leiðinda og aðgeröarleysis — hvort jólin komi ekki bráðum? Sem fyrr koma jólin í desember, svona rétt til að minna þá á það sem haldnir eru þeirri náðargáfu aö geta gleymt því. Allt stressið meö hver á að fá hvað og hvað á að éta gleymist allt of fljótt. Það verður þess valdandi að álag á tauga- og heilakerfið verður mjög mikiö. Réttast væri að yrja að skipuleggja jólin í janúar, jafnvel bara síðast í des- ember þegar jólin eru enn í fersku minni. Með þessu móti væri hægt að auðvelda alla skipulagningu ársins í heild. Auðvitað þyrfti ég ekki að lenda í þessari tilvistarkreppu sem virðist hijá mig á þessum haustmánuðum. En ég er ráðalaus! Jólin eru helsti viðburður ársins. Það kemst ekk- ert í hálfkvisti við þau. Ekkert. Lif okkar gengur út á jólin. Þau eru afrakstur ársins, endapunkturinn. Aðrir viðburðir fölna í samanburði, jafnvel afmælið mitt. Kannski eru ein- hverjir viðburðir minnisstæðir frá liðnu ári, en tilvist þeirra byggist á því að jólin eru í desember. Þessari andlægu lægð má alfarið skella á reikning jól- anna. Allir vilja hafa þaö gott um jólin, annars er áriö hrein- lega ónýtt. Sjáið mig héma! Ég er farinn að hafa áhyggjur af einhverju sem kemur í desember. Og núna er rétt byrj- aður nóvember! Ekkert kemst að í hugsanaferli mínu ann- að en blessuð jólin. Þetta eru fjötrar. Ég get ekki einu sinni hugleitt hvort geimverurnar koma eftir nokkra daga, hvað þá hvort þær lenda á réttum tíma. Ég man ekkert stundinni lengur. Ég veit ekki einu sinni hvort vextirnir voru að lækka eða hækka, hvort ég verð betur settur eftir að vextirnir lækka eða hækka. Gátu þessir mætu herrar ekki sett þessar hreyfingar í samhengi viö jólin? Stærð rjúpnastofnsins kemur ekki rjúpunni eða hennar lífi við. Það er ekki áhyggjuefnið. Umhyggjan og áhuginn á rjúpunni eru til komin vegna jólanna. Rjúpa verður að vera á borðum landsmanna. Annars eru jólin ónýt á mörgum heimilum. Góð og gróðamikil jól leggja grunninn að góðu nýju ári. Og ég er oröinn að andlegum aumingja við tilhugsunina um að jólin koma í desember. Ég get ekki einu sinni hugg- að mig við tilhugsunina um að jólin eru bara einu sinni á ári. Einu sinni er alveg nóg. Og meðan þau koma alltaf þarna í desember sé ég fyrir mér áframhaldandi lágþrýsti- svæði á landinu, nei í heiminum öllum. Viðkvæðið aö aldrei gerist neitt er ekki lengur afsökun eða ásökun heldur staðreynd. Allt hjal um blómstrandi menningarlíf, lífleg kaffihús, vaxtarbrodda í hinu og þessu, góðar fréttir og slæmar er hreint húmbúkk meðan jólin koma alltaf í desember. Ég sé bara eina lausn út úr þessum ógöngum. Ekki sjálfsmorð, ekki heldur að afnema jólin. Það væri ekki kristið. Lausnin er svo einföld aö mér sýnist nú þegar byrjað að birta til í kringum mig. Ég finn meira að segja fyr- ir kláða í heilanum. Við afnemum þennan staðlaða desembertíma á jólunum og látum tilviljun ráða hvenær þau eiga sér stað. Bara allt í einu eru jólin komin, tímasetningin hending ein. Með þessu móti yrði fjötrunum létt af og miklu meiri spenna væri komin f líf okkar. Enginn gæti sagt að það gerðist aldrei neitt, því jólin gætu verið að bresta á. Allir dagar byðu upp á möguleikann á einhverju nýju og viö öll gætum tekist á við lífið sem frjálst fólk en ekki þrælar uppskeru- hátíðarinnar í desember. Verst er að ég treysti engum til að velja nýja tímasetn- ingu. Einar Ben. Megas og Nýdönsk lofa eftirminnilegum tónleikum TVIFARAR safnplötur með gömlu efni og ég lagði blessun mína á það núna þótt ekki væri nema fyrir sögulega nauðsyn. Platan heit- ir „Paradísarfuglinn“ og til bragðbætis fyrir þá sem eiga gömlu snjáðu vínílplöturnar eru á plötunni tvær nýjar upptökur.“ Að lokum, lofarðu eftirminnilegum tón- leikum? „Ég held ég sé ekk- ert að lofa upp í ermina á mér með það þegar ég lofa mjög flnum konsert. Menn verða fegnir því að hafa mætt. Þama eru góðir músíkantar á ferð sem hafa lagt mikla vinnu í að búa til mjög gott prógramm.“ Hin hliðin á málinu snýr að Nýdanskri. Jón Ólafsson tjáði sig um tónleikana fýrir hönd sveitarinnar. ErMegas harður húsbóndi? „Já og nei. Hann veit hvað hann vill en er sveigjanlegur og opinn fyrir hugmyndum. Maður hefur sjaldan unnið með manni sem er jafn til í allt.“ Hvernig skilar nýdanski hljómurinn sér í lögum Megas- ar? „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Ég hef alltaf haft þá skoðun að það þyrfti að poppa Megas upp frekar en draga hann niður í einhvern öndergránd-fílíng. Hann er það agressífur og orginal fýrir og því finnst mér hann koma æðislega út í þessu poppvæna nýdanska umhverfi.“ Hvað er atmars að gerast hjá I I I I I I I I I I I Allir vita hvað það er I erfitt að eiga verslanir og I veitingastaði á íslandi. Það sýnir sig á svipn- um á Friðriki We- isshappel. Ef hann lyfti ögn brúninni og leyfði sér aö brosa væri hann alveg eins og W i 11 i a m Waldegrave, fyrrum að- stoðarutanrík- isráöherra Bret- lands. Sá hefur engar áhyggjur aðr- ar en að vera flæktur í vopnasöluhneyksii, enda er hann allur svipléttari og betur til hafður en tví- fari hans. J hljómsveitinni? „Eftir þessa tónleika mun- um við einbeita okkur að því að semja lög við „Gauragang“ Ólafs Hauks Símonarsonar, sem fer á íjalir Þjóðleikhússins í byijun febrúar. Á næstu vik- um komum við einnig fram og kynnum nýja plötu sem kemur út bráðlega.“ Að lokum. Lofarðu eftir- minnilegum tónleikum? „Já, ég lofa mjög góðum tónleilcum. Það er mjög mikið af gömlum lögum á pró- gramminu og Megas er ekki að prufa mörg ný lög á fólki í þetta skipti þótt nokkur fljóti með. Þetta verður eftirminni- legt já.“ Það eru fimmtán ár liðin síðan tónleikar Megasar „Drög að sjálfsmorði“ voru haldnir í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Með honum spil- aði Sjálfsmorðssveitin, saman- sett af hljóðfæraleikurum úr rokk- og blúsgeiranum, og tvöföld tónleikaplata fýlgdi í kjölfarið. Þetta reyndist vera síðasta uppákoma Megasar þar til hann reis upp þurr og endurbættur. Um helgina heldur listafélag MH tvenna tónleika sem nefhast „Drög að upprisu“. Það er frekar misvís- andi nafn, því Megas hefur verið „upprisinn“ í mörg ár og t.d. var risið á honum með því hæsta á síðustu plötu, „Þremur blóðdropum“. Megas kemur ff am með hljómsveit- inni Nýdanskri og enn á ný í Hamra- hlíðarskólanum. Tónleikamir verða annað kvöld, föstudags- kvöldið, og svo á sunnudags- kvöldið. Hljómsveitin Yrja kemur einnig fram. Megas svaraði nokkrum brennandi spurningum. Hvað verðurá efnisskránni? „Þetta er þverskurður eða langskurður af ferlinum. Efnið kemur úr fortíð og ffamtíð.“ Hvernig kom til að Nýdönsk spilar með? „Aðdragandinn er sá að í fyrra vom áætlanir um að við mundum slá saman, verandi hjá sama útgáfufyrirtækinu, en , Nýdanskir höfðu ekki tíma af- lögu þá. Núna höfðu þeir rýmri tíma og það hafa farið rösklega þrjár vikur í að æfa prógrammið upp. Mér finnst þetta skemmtilegur samruni. Þeir koma með sinn stíl og sína reynslu og reyna sig við efni ffá utanaðkomandi aðila. Ég nýti mér þessa krafta en gef þeim lausari taum en oft áður er ég hef átt samvinnu við hljómsveit.“ Verða þetta langir tónleikar? „Allt of langir. Við erum komnir með í kringum þriggja tíma prógramm en viljum ekki ganga fram af fólki og höldum okkur því við tæpa tvo tíma. Það verður eitt hlé og mannabreytingar. I einu sett- inu koma söngkonurnar úr Yrju við sögu og í öðru verður MEGAS. í poppvænu nýdönsku umhverfi. Gulli Óttars með sinn „júnik“ gítarleik.“ Verður boðið upp á sama prógrammið bœði kvöldin? „Þetta er sama sjóið að upp- lagi en ekki er óhugsandi að einhver lög hnikist til.“ Á að gefa tónleikana út eins ogsíðast? „Mér er ekki kunnugt um ákveðin plön í því sambandi, en ég held að það sé mikill áhugi á að hljóðrita efnið og gefa það út. Það er í það minnsta mjög freistandi, því þetta verður ekki endurtekið og við hverfum í sitt hvora átt- ina að tónleikunum loknum." Verðurðu með í jólaplötu- flóðinu í ár? „Ég hefði svo sem getað ver- ið með nýtt efni á plötu en markaðurinn þolir bara svo og svo mikið. Það er sjálfkrafa í tísku um þessi jól að gefa út BÓKMENNTIR Vandrœðaleg mistök BJÖRGÚLFUR ÓLAFSSON: KVENNAGALDUR ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ 1993 ® Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins hefur starfað með miklum ágætum það sem af er árinu og bók mán- aðarins hefur venjulega verið bók sem óhætt er að mæla með. En svo kemur bók eins og þessi. Og um leið verður fátt um hrós. Það er bæði sjálfsagt og æskilegt að gefa ungum mönnum tækifæri til að koma verkum sínum á prent, en um leið verða verkin að endurspegla einhvern vott af hæfileikum. Hér finnast þeir ekki. Þeir sem valið hafa bókina til útgáfu hafa horft á afþrey- ingargildið. Bókinni er greini- lega ætlað að vera létt og gamansöm saga um ástir, losta og misskilning. Sögu- hetjan er hinn tæplega fertugi Kjartan, kunnur fjölmiðla- maður, sem nýtur mikillar kvenhylli. I upphafi bókar eru ástkonur Kjartans tvær. önn- ur er hin tæplega tvítuga María, sem hefur það helst sér til ágætis að „líkami henn- ar var stórbrotið listaverk... Hún var í stuttu máli stór- kostlegasti líkami sem hann hafði nokkurn tímann séð“. Hin er menntaskólakennar- inn Melkorka, en „samtal við hana var þegar best lét lysti- reisa inn í völundarhús visk- unnar“. Þegar líða tekur á sögu fara fleiri konur að láta vel að Kjartani. Ein þeirra er Ást- hildur, talsvert augnayndi konan sú: „Líkami Ásthildar var alltaf jafn óaðfinnanlegur. Flestir karlmenn gæfu annað augað fýrir að fá að hverfa of- an í hyldýpið á milli brjóst- anna.“ Bókin einkennist af hæsta- stigslýsingum á borð við þær ffamangreindu og ekki dreg- ur úr þegar kemur að ástalífs- lýsingum, en þær eru í þess- um dúr: „Flóðbylgja unaðar fór um líkama hennar" og „flugeldarnir sprungu á sama tíma innan í þeim báðum“. „Hnyttnin“ er sömuleiðis á „Það er bœði sjálfsagt og œskilegt að gefa ungum mönn- um tœkifœri til að koma verk- um sínum á prent, en um leið verða verkin að endurspegla einhvern vott af hœfileikum. Hér finnast þeir ekki. “ þann veg að maður tekur um höfuð sér og andvarpar. „Hún bar höfuð, herðar, hné og tær yfir jafnaldra sína“ er dæmi sem er lýs- andi fyrir skopskyn höf- undar. Hvað eftir annað rekst les- andinn á furðulega kjánalegar og ófrumlegar líkingar á borð við: „Honum leið ekki ósvip- að og Palla þegar hann upp- götvaði að hann var einn í heiminum.“ Svo finnast einnig dæmi um hreinan subbuskap í orðavali: „Hún fattaði fídu- sinn í orðatiltækinu.“ Og það skal ítrekað að fýrir hvert ofangreint dæma má nefna tug annarra. Þessi bók er vandræðaleg mistök frá upphafi til enda. Það er næsta ófýrirgefanlegt af Almenna bókafélaginu að ætla sér að pranga henni inn á lesendur sína.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.