Pressan - 09.06.1994, Síða 2

Pressan - 09.06.1994, Síða 2
Eg hrekki alla og hef verið HREKKJUSVIN FRA FÆÐINGU PALL Upplifun sem enginn hetur efni á að missa af! Listahátfö Upphítarar! Sú staðreynd að besta poppband samtímans er að spila í Kolaportinu annað kvöld ætti að vera farin að sí- ast inn í hausinn á fólki. Þeir sem hita upp íyrir Saint Etienne eru HH heldur ekki af verri endanum. Upp- - hitunaratriðin eru Scope, með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi, nýtt band Sigurjóns Kjartanssonar, íyrr- um Ham-ara, og Páll Óskar, sem byrjar upphitunina og endar hana einnig þegar hann tekur lagið með mB 3? Svölu. PRESSAN náði upphitunar- | atriðunum saman á mynd. iiil Hvað œtlarðu að gera á tónleikun- um, Palli? „Ég stuðast og stuða liðið, og svo hlakka ég mikið til að fá að syngja með Svölu.“ Palli flytur lög af stuðplötu sinni „Stuð“, sem kom út fyrir síðustu jól. „Ég hafði ekki ætlað mér að disk- ast neitt meira í sumar til að kæfa ekki alveg Milljónamæringana en þetta er samt gaman. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hita upp, sem er bara allt í lagi þegar eiga í hlut jaínmerki- legir menn og ein kona og Saint Eti- enne.“ Hljómsveit Sigurjóns heitir Ólympía og á lagið „Hvert sem er“ á nýútkominni safnplötu, „Smekk- leysa í hálfa öld“. 1 hverjufelst þittsjó, Sigurjón? „Það felst í einum gítar, einum bassa og DAT-tæki.“ Verðurðu í kjól? „Nei, af hverju ætti ég að vera í kjól? Ég hef ekki ákveðið ennþá í hverju ég verð.“ Verðurðu í öðruvísi stuði en þú varst í með Ham? „Nei nei, ég er alltaf í sama stuð- • u mu. Auk Svölu eru í Scope tölvu- og tækjakarlarnir Grétar, Bjarki og Margeir. Sá síðastnefndi varð fyrir svörum. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem þið komiðfram? „Jú, en Svala hefur komið fram tvisvar með Dat-tæki.“ Verður þetta allt „niðursoðið“ hjá ykkur líka? „Nei, þetta verður mest allt „læf‘. Við erum með kongóleikara, blást- ursleikara og bassaleikara.“ Er hljómsveitin Scope komin til að vera? „Já, mér sýnist það að minnsta kosti á viðtökunum." Alaugardag, 11. júní, hefst yfirlitssýning á verkum þýsk/sviss- neska listamannsins Dieters Roth í Nýlista- safninu í tengslum við Listahátíð. Dieter, sem fæddist í Þýskalandi 1930, er viðurkenndur sem einn frumlegasti og afkastamesti lista- maður aldarinnar. Hann er til- raunamaður í listinni og hefur sýslað við margt, unnið í óvenju- leg efhi og komið nálægt flestum formum listarinnar. Hann gæti jafnt kallað sig rithöfund, ljóð- skáld, listmálara, útgefanda, hönnuð, grafíker, tónsmið, kenn- ara, gjörningamann/dansara, myndhöggvara og kvikmyndaleik- stjóra. Dieter var giftur Sigríði Björnsdóttur listmálara um árabil og átti með henni þrjú börn. Koma hans hingað hafði mikil áhrif á íslenska listamenn og hann kom m.a. með hreyfilistina (Ki- netic og Optical art) inn í íslenska myndlist. A sýningunni í Nýlista- safninu verður kastljósinu beint að þeim verkum Dieters sem höfðu afgerandi áhrif á yngri lista- menn þjóðarinnar í kringum 1960 og einnig sýnd ný verk. Sýningin er fjórskipt: Strangflatarverk og myndhljóð, hreyfi- og sjónhverfil- ist, litskyggnuverk af húsum í Reykjavík og endurvinnsla hluta sem leiðir til innri hreyfingar efn- isins (hér er t.d. átt við úldnun og rotnun). Dieter Roth kom til landsins í vikunni en ædar „að forða sér úr landi áður en sýningin verður opnuð“ eins og haft var eftir ná- skyldum ættingja. Hann hefur ekki veitt viðtöl í mörg ár — „vill standa utan við fjölmiðlafúskið“ — og því fékk PRESSAN fjóra ís- lendinga, sem þekkja Dieter mis- mikið, til að rifja upp kynni sín af honum og meta hann sem lista- Einar Bragi skáld „Ég kynntist honum mjög fljót- lega eftir að hann kom hingað til lands og með okkur tókst ágætis kunningsskapur. Við áttum tölu- vert samstarf á hans fýrstu tíð hér, stofnuðum m.a. forlag sem við kölluðum Forlag ED. Á nafhi þessa forlags kom út talsvert af verkum eftir Dieter, þessar sér- kennilegu bækur sem síðar urðu töluvert umræddar og höfðu mik- iJ áhrif á slíka list hjá ungum mönnum. Útgáfan var aðalinn- takið í samstarfi okkar því við rer- um hvor á sínum bátnum; hann var myndlistarmaður og ég í ljóð- listinni — nema hvað hann hann- aði tvö ljóðaplaköt sem við gáfum út. Þetta voru ljóð eftir mig en uppsetningin hans. Það var ný- stárlegt á þeirri tíð að gefa út ljóð sem plaköt og það varð töluverð rimma út af þessu í blöðum. Ég tel Dieter hiklaust meðal fremstu myndlistarmanna Evrópu á þeim tíma sem hann hefur starf- að — afskaplega hæfileikaríkur og fjölhæfur myndlistarmaður sem fer eigin götur. Hann hefur aug- ljóslega haft töluvert gaman af því að ganga ffam af smáborgurunum og tekist það oft og iðulega alveg prýðilega. Níels Hafstein myndlistarmaður Nfels hefur haft veg og vanda af yfirlitssýningunni í Nýlistasafhinu. „Mér finnst Dieter mjög hug- rakkur maður í myndlist. Hann þorir bæði að tjá sig í efni og í orð- um, sem er hlutur sem maður rekst ekki oft á hjá myndlistar- mönnum — hann er svo hrein- skilinn. Það nýjasta frá honum er verk sem er litskyggnur af öllum húsum í Reykjavík, samtals um 27 þúsund myndir. Hann hefur verið með þetta verkefni í gangi meira og minna í tuttugu ár og þetta er það sem honum þykir einna vænst um. Við sýnum part af þessu á sýningunni, verðurn með tíu vélar í gangi. Hann hefur sjokkerað fólk með þvf að gefa út mjög vandaðar bækur — kannski í geitaskinns- bandi —- en setur svo inn í þær kjötsneið í plastpoka, eða jafnvel bláberjasultu. Hann hefur búið til lyktarhljóðfæri og ef hann var óánægður með mynd þá hellti hann kannski súrmjólk yfir hana og þá kom eitthvað alveg nýtt í ljós.“ Oddný Eir Ævarsdóttir heim- spekinemi Oddný var barnapía hjá syni Dieters, Karl Roth, eitt sumar í Sviss þegar hún var þrettán ára. Dieter kíkti stundum inn. „Uppáhaldsmálshátturinn hans var „þolinmæðin þrautir vinnur allar“, sem hjá honum var „þolin- mæðin besti vinur mannsins“. Hann var ótrúlega skemmtilegur, fannst mér, fýndinn. Hann kom bara nokkrum sinnum og sat á meðan við teiknuðum. Ég man að hann vildi alltaf geyma allt, það mátti aldrei henda neinu. Þó að maður krotaði bara eitthvert smá- drasl vildi hann eiga það og það var nýtt fýrir manni — hann kenndi manni nýtt gildismat.“ Flosi Ólafsson leikari „Ég vil ekki segja annað en það að við kynntumst þegar hann var nýkominn til landsins og með okkur Lilju og honum tókust af- skaplega góð kynni sem haldist hafa óslitið síðan. Ég met hann meira en flesta aðra sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, bæði sem listamann, en þó sérstaklega sem mann. Mér finnst Dieter ekki hafa verið gefinn nægilegur gaumur hérlendis, ekki síst þegar haft er í huga að tilvera hans hér markaði tímamót í íslenslcri myndlist." Myndirnar í greininni eru teknar úr bók- inni Dagbók (frá árinu 1982), sem Roth Verlag gaf út 1984. Hún hefur vakið athygli í morg- unþáttum Bylgjunnar Island öðru hvoru, en hinn helmingur þáttarins er Gunnlaugur Helgason, sem vakti kannski hvað mesta athygli í fýrra- sumar í þáttunum Tveir með öllu. Carola lýsir íslandi öðru hvoru sem léttum og skemmtilegum þætti með smá hrekkja- og kynlífsívafi. „Við tökum kynlífið upp á okkar arma og ræðum um það. Við erum að opna þessa umræðu, því öll höfúm við jú sömu þörfina og öll gerum við það sama, þannig að þetta á ekki að vera neitt feimnismál." Island í dag er óneitanlega svolítið í samræmi við „Tveir með öllu“ en Carola sagði að ísland öðru hvoru væri „til hliðar við þá þætti en kannski í einhverju viðmiði“. Carola er frökk og lætur allt gossa en þrátt fyrir það segist hún aldrei rífa kjaft. Hún er lærður tannsmiður en starfar nú sem „hrekkjusvín“. Þetta er ekki frumraun hennar sem dagskrárgerðarmanns því hún hefur verið f kvöldþáttum Kristófers Helgasonar auk þess sem hún tók þátt í morgunþáttunum Tveir með öllu í fýrrasumar, en þá sá hún um að taka upp hrekki fyrir þá félaga. „Ég er agalegt hrekkjusvín en kann illa við að fólk hrekki mig til baka. Ég hrekki alla og fólk tekur þessu yfir- leitt mjög vel,“ sagði Carola, sem notast ekki við föðurnafn sitt. 2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.