Pressan - 09.06.1994, Page 8
íslenskir úfflagar
í London
Stærsta samsýning íslenskra myndlistarmanna erlendis
hingað til var opnuð í síðustu viku. Gestir flykktust á
sýninguna - og sáu fleira en þeir áttu von á.
í síðustu viku var opnuð í
London samsýning sautján ungra
íslenskra myndlistarmanna. Sýn-
ingin er liður í viðamikilli dag-
skrá fimmtíu ára lýðveldishátíð-
ar íslands í Bretlandi, sem
menningarfulltrúinn Jakob Frí-
mann Magnússon hefur komið af
stað. Samsýningin ber heitið
Outlawed sem útleggst útlagar
eða útlæg, þar sem myndlistar-
mennirnir eru búsettir meðal
annars í Hollandi, Englandi,
Skotlandi, Frakklandi og á ís-
landi. Stærstur hluti þeirra
stundar nú framhaldsnám í þess-
um löndum eftir að hafa lokið
námi hér heima. Sýningin er í
hinu glæsilega hverfi Butler's
Wharf, sem er nokkur skref frá
Tower Bridge.
Þótt myndlistarfólkið sé allt
á svipuðu reki og hafi stundað
nám á svipuðum tíma eru verkin
sem sýnd eru hvert öðru ólík;
málverk, skúlptúrar, kvikmyndir,
teikningar, innsetningar, Ijós-
myndir, hreyfiverk og bækur, svo
eitthvað sé nefnt. Á opnuninni,
þar sem mættur var fjöldi fólks
ásamt breskum blaðamönnum,
voru fluttir tveir performansar
sem vöktu mikla athygli.
Meðal verka má nefna að
Elsa Gísladóttir sýnir gróðurhús
með rotnandi mat í gifskúlum;
G.R. Lúðvíksson er með 202 línur
sem fylla rými og er hver lína
jafnlöng landamærum viðkom-
andi þjóða árið 1989 og línurnar
málaðar í fánalitum; Spessi sýnir
Ijósmyndir af mönnum í jakka-
fötum og eru myndirnar í réttum
stærðarhlutföllum við persón-
urnar; Magnús Sigurðsson sýnir
myndir af fiskum málaðar á
spónaplötur; Haraldur Karlsson
sýríir' gólfverk unnið með ís-
lenskum hveraleir og neonljósi;
Pétur Örn er með rafknúin
hreyfiverk; Gunnar Straumland,
Bokki, Þórarinn Blöndal og Sól-
veig Thorbergsdóttir sýna mál-
verk unnin hvert á sinn mátann;
Guðrún Hjartardóttir er með litla
objekta í hornum sýningarpláss-
ins; Helgi Hjaltalín sýnir Ijós-
myndir og veggverk; Hlynur
Helgason er með innsetningu;
Finnur Arnar hvít veggverk; Jó-
hann Valdimarsson sýnir teikn-
ingar á striga; og loks sýnir Sól-
rún Lilja tvær kvikmyndir á 8 mm
filmu með Elvis Presley.
Sennilega er þetta stærsta
samsýning íslenskra myndlistar-
manna sem haldin hefur verið á
erlendri grund. Þátttakendur og
gestir virtust á einu máli um að
menningarfulltrúinn og annað
starfsfólk sendiráðsins hefðu
unnið frábært verk í kynningu á
íslenskri menningu og í raun
verið ótrúlega vel staðið að hlut-
unum.
Outlawed-sýningin stendur
til 1. júlí og er ástæða til að
hvetja íslendinga, sem leið eiga
um London, til að leggja leið
sína þangað. Hverfið er einnig
glæsilegt; þarna eru góðir veit-
ingastaðir sem vert er að gefa
gaum og útsýnið erfrábært.
G.R. Lúðvíksson afhendir Jakobi Magnússyni þakklætisgjöf frá
listamönnunum
Haraldur
Sólveig
Pétur Örn
'
i
!
f
I
I
I
i
!
Fátt vakti meiri athygli á
opnun sýningarinnar en þessi
performans G.R. Lúðvíkssonar.
Hann hafði keypt sér forláta
jakkaföt fyrir sýninguna sem
hann klippti svo niður í búta þar
til ekkert stóð eftir. Bretarnir
eru ekki vanir uppákomum á
borð við þessa en bútarnir hurfu
eins og dögg fyrir sólu að per-
formansinum loknum — áhorf-
endurtóku þá með sér heim.
i 8B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 9.JÚNÍ 1994
I
I
o.b.1994 16:41 Page 1
Portreftið
Óttarr Proppé um myndina af sjálfum sér:
„Þetta er ákaflega alvarlegur maður. Kannski
siglir hann að einhverju leyti undir fölsku flaggi
og reynir að vera eitthvað sem hann er kannski
ekki alveg. Hann er ekki mjög vanur þessum fínu
fötum, gæti verið fjárglæframaður eða fjölda-
morðingi... eða bara heimskasti maður í heimi.
Ég efast ekki um að hann siglir undir fölsku
flaggi. Snyrtimennskan gæti verið fölsk og ég er
hræddur um að hún sé ekkert voðalega genúín.
Hárgreiðslan er annaðhvort svona illa misheppn-
uð eða úthugsuð til að villa um fyrir fólki. Hann er
mjög kalkúlerandi maður og lítur út fyrir að sigla
hægt og sígandi.
Hann er staddur á þannig stað að hann hlýtur
að vera að þykjast eitthvað. Einhver gáfumenni
hafa hleypt honum inn fyrir misskilning. Ef hann
tæki niður gleraugun yrði hann sennilega mjög
saklaus á að líta, hvað þá ef hann losaði sig við
skeggið, þá er þetta farið að líkjast mömmustrák."
Rauður dregill með statista um borð
„Ég fékk hugmyndina í fyrra
úti í Los Angeles, þar sem ég
hitti nokkra kvikmyndaframleið-
endur. Nokkrir þeirra töluðu um
að hér væri ekki nein „Film
Commission" sem gæti m.a. séð
um forval á tökustöðum. Þeim
fannst þetta stór galli og smám
saman hættu þeir að líta til
landsins. Þeir höfðu haft sam-
band við samgönguráðuneytið
og Ferðamálaráð en þar gekk
allt mjög treglega. Þessa þjón-
ustu höfum við hugsað okkur að
bæta," sagði Róbert Róbertsson
sem nýlega hefur lokið námi í
kvikmyndagerð. Hann hefur
ásamt sex öðrum ungum mönn-
um sett á stofn fyrirtækið Rauð-
an dregil og er fyrirtækinu skipt
niður í þrjár deildir; lcelandic
Film Commission, umboðsskrif-
stofu og tæknideild.
„Icelandic Film Commission
mun skrá ísland erlendis sem
tökuland og jafnframt reyna að
draga hingað fleiri erlenda að-
ila. Umboðsskrifstofan er nokk-
urs konar gagnabanki þar sem
statistar, leikarar og fagfólk í
kvikmyndagerð verð-
ur haft á skrá og
tæknideildin mun sér-
hæfa sig ítölvubúnaði
sem tengist kvik-
myndagerð eða mynd-
bandavinnslu."
Sigurjón Sighvats-
son er einn af aðal-
stuðningsaðilum
Rauðs dregils og er
sonur hans, Þórir
Snær, einn af sex-
menningunum sem
munu sjá um fyrirtæk-
ið. Hann verður yfirmaður lce-
landic Film Commission næsta
vetur, en sem stendur er hann
staddur í Frakklandi.
„Sigurjón var mjög jákvæður
á þetta og sagðist ætla að hjálpa
okkur á allan hátt. Ef við hefðum
hann ekki er miklu ólíklegra að
við hefðum farið út í þetta,"
sagði Róbert að lokum.
FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ1994
PRESSAN 9B