Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 4
XXV Haustið 1804 hugkvæmdist yfirvöld- unum, að kannske fæii ekki illa á því, að þau Bjarni og Steinunn yrðu höggvin í grennd við Reykjavík. Var þá embættisskylda bæjarfógetans, Ras musar Frydensberg, að hafa umsjón með aftökunni. Hann vantreysti aftur á móti böðli Norðlendinga. Þorleifi Andréssyni, sökum þess hve aldur- hniginn og lasburða hann var sagður, og öxin á Espihóli þótti honum ekki heldur metfé eftir lýsingu að dæma. Aftur á móti urðu menn nokkurn veg- inn sammála um það, að hentugt myndi að reisa höggstokkinn á Arnar- hóli. Nú var svo komið, að Bjarni og Steinunn höfðu hvað eftir annað kraf- izt frelsis frá þjáningum sínum. Þau voru með öðrum orðum farin að reka á eftir því, að þau yrðu leidd á högg- stokkinn. Þau virðast jafnvel hafa verið reiðubúin að hætta á það, hversu Þorleifi bödda tækist verkið. Svo er að sjá, að þau hafi einkum ámálgað þetta við Friðrik Trampe greifa , er þetta haust gerðist amt- maður í Vesturamtinu og bjó hinn næsta vetur í hegningarhúsinu í sam- býli við fangana. En yfirvöldunum fannst nóg hafa yfir þau dunið, þótt ekki bættist það ofan á, að aftakan færi í handaskolum hjá gömlum og stirðvirkum manni. Frydensberg bæjarfógeti hélt því mjög uppi spurnum um það, hvar væru menn, er kynnu að vilja taka að sér verkið. Honum bámst líka fljót lega fregnir af mönnum, er látið höfðu á sér skilja, að þeir væru ekki með öllu frábitnir því að gera þetta handarvik fyrir yfirvöldin. Og nú kom Frydensberg auga á mann, sem hann treysti. Það var handiðnarmaður i Reykjavík. Ilans Vingaard Richdal — skósmið'ur að atvinnu, en fékks-t einn ig við smíðar og múraravinnu — hand laginn maður og líklegur til áræðis. Hann hafði nokkuð komið við sögu í máli Gríms kaupmanns Ólafssonar, því að hann hafði kennt honum, hvernig átti að blanda saman eldfimum efn- um í pott og gera af brælu, en raunar var ætlun Gríms að kæfa tengdamóð- ur sína og mann hennar, Pál Brekk- mann, þegar þau gengju til náða drukkin. Richdal hafði einnig blandað mönnum skeiðvatn og púns til lækn- inga, og grunur mun hafa leikið á, að hann hafi einhver ráð gefið til þess að eyða fóstri. En frá þessu slapp hann þó, án þess að til refsingar kæmi. Nú kvaddi bæjarfógetinn þennan mann á fund sinn og fór þess á leit, að hann hyggi þau Bjarna og Stein- unni. Gaf hann kost á því, og mun gjaldið hafa freistað hans. En nú urðu óvænt veðrabrigði i Reykjavík. Jafnskjótt og það spurðist, að Richdal hefði tekið að sér böðuls- störfin, fór fólk að sneiða hjá honum með sýnilegum viðbjóði. Það var bert, að enginn vildi hafa samneyti við hann Iengur. Fólk steinhætti sam- stundis að koma til hans með skó, og enginn bað hann að gera handarvik fyrir sig. Það voru ekki liðnir nema tveir dagar, er Richdal kom aftur til Fiydenbergs bæjarfógeta og tjáði honum, að afkoma sín væri í veði, og væri hann því horfinn frá því, er hann hafði áður um þetta talað. Frydensberg var svo heppinn, að ná- lega samtímis frétti hann af manni einum á Eyrarbakka, er látið hafði í ljós, að hann vildi taka verkið að sér. Sá hét Sigurður, kallaður hlaupari. Brá Brydensberg við og bauð honum fimmtíu dali fyrir ómakið. En Sigurð- ur hlaupari vildi ekki ganga að því. Hann setti sig á háan hest og krafð- ist þess, að hann yrði ráðinn böðull og næturvörður í Reykjavík með svo ríflegum árslaunum, að hann gæti lif- að af þeim. Við nánari eftirgrennslan sannfærðist Frydensberg um, að Sig- urður hlaupari var óhæfur til þess- ara starfa beggja sökum ills innrætis og fáheyrðs drykkjuskapar. Eftir allar þessar umleitanir sáu menn loks fram á, að leita yrði nýrra úrræða. Var því tvennt gert samtimis sótt um náðun fyrir þau Bjarna og Steinunni með skírskotun til þess, hve aftakan hafði dregizt og þess farið á flot, að böðull yrði sendur frá Dan- mörku til Reykjavíkur, ef náðun feng- ist ekki. Þar með var málinu skotið á frest til vorsins 1805. Þá var loks af- ráðið í Kaupmannahöfn, að þau Bjarni og Steinunn skyldu send til Noregs til aftöku. XXVI Það var komið langt fram á sumar, er þessi fyrirmæli bárust hingað. Engar skipaferðir voru á milli Noregs og íslands, nema hvað nokkrar fiski- skútur frá Farsundi komu hingað flest ár. Ekki þótti fært að treysta á það, að föngunum yrði komið í slíkar skút- ur, en á hinn bóginn voru kaupför flest, sem komu á Faxaflóahafnir, far- in af stað til Danmerkur. Þó lágu enn tvö skip í höfn. Annað þeirra átti Patrekur kaupmaður, en hann neitaði algerlega að annast fangaflutninginn. Hitt hét De tvende Söstre og var eign Bjarna Sívertsens, kaupmanns í Hafn arfirði. Var því leitað samninga við hann. Það kom fljótt í ljós, að þetta myndi verða kostnaðarsamt fyrirtæki. Bjarni 292 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.