Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 21
S JÖUNDÁRMÁL Framhald af bls. 295 hann sat á vagninum, umkringdur svo miklu föruneyti, sennilega berhöfðað- ur, með snöru um hálsinn og hendur bundnar á bak aftur. Tveir bátar voru til reiðu við bryggju. Var Bjarni fluttur yfir Otru á öðrum þeirra, ásamt því liði, er hon- um fylgdi, en Lahn bæjarfógeti á hin- um. Steig bæjarfógetinn síðan á hest- vagn við lendinguna hinum megin ár- innar og ók til aftökustaðarins á hæð- inni. En ekki verður séð, að neinn til- kostnaður hafi verið hafður við að koma Bjarna þangað. Hann hefur sennilega verið látinn ganga þennan siðasta spöl til Gálgahæðarinnar, enda oft boðizt brattara á Barðaströnd og Rauðasandi. Hvergi er þess getið i embættisskjöl um, hvernig aftakan fór fram, nema hvað ráðið verður af reikningum böð- ulsins. En liklegt má telja, að hann hafi reynzt embætti sínu vel vaxinn, og engum getum þarf að því að leiða, að margmenni hefur verið á Gálga- hæð á slíkum degi. Róðrarkarlarnir á Kristjánssandi hafa drjúgum hagn- azt á bóndanum frá Sjöundá. En þótt skjallegar heimildir um af- tökuna séu fáorðar, má eigi að síður gera sér glögga hugmynd um það, er fram fór. Aftökur fóru fram eftir ná- kvæmum fyrirmælum. Það var skylda séra Hjartar að tala við fangann, svo að síður setti að honum kvíða og hug- arangur. Hann átti að segja honum, að nú gengi hann í spor frelsarans til sinnar aftökuhæðar og minna hann á að biðja með Davíð konungi: „Vertu ánægð, sála mín, því drott- inn veitir þér hið góða. Sálu minni hefur þú útrykkt úr dauðanum, aug- um mínum af táraföllunum og fótum mínum frá hrösuninni. Nú vil ég ganga fyrir drottin á landi enna lif- andi.“ Á milli þess, sem presturinn talaði þvílíkum orðum, átti hann að syngja sálma og þylja bænir. Þegar á aftökustaðinn kom, átti fanginn að krjúpa á kné, géra þar sína síðustu játningu og þylja trúar- játninguna í heyranda hljóði. Síðan spurði prestur hann sex spurninga — hvort hann vildi fúslega láta hér lok- ið lífi sínu, kannast við að vera stór- syndari, er hefði móðgað guðr og verð skuldaði að deyja, hefði fundið náð hjá guði og vissi, að aftakan væri inn ganga í sælurxkið, fyrirgæfi öllum, sem hann hefði átt við að skipta, yfir völdum jafnt sem öðrum, og loks hvort hann væri reiðubúinn að deyja í Jesú nafni fyrir drýgðar syndir. Þeg ar fanginn hafði játað þessu öllu, lagði prestur hönd á höfuð honum og mælti: „Svo vil ég þá í herrans Jesú nafni, til enn meiri styrkingar þessarar yðar trúar og frekari vissu og staðfestu um guðs náð, eftir þeirri makt og mynd- ugleika, sem guð sjálfur hefur gefið mér hér að ofan, að hvað ég fyrirgef hér á jörðu, skuli á himnum fyrir- gefið verða, tilsegja yður þessara yðar drýgðra morðsynda, og allra annarra yðar synda, fyrirgefningu í nafni guðs föður, sonar og heilags anda.“ Síðan var flutt stutt bæn, og að henni lokinni reis fanginn á fætur. Söng þá prestur sálm, en mælti síðan við fangann: „Látið þér nú sjást, að þér fyrir kraft anda drottins svo huggið og háldið yður, að þér forsmáið alla van- virðu veraldarinnar, sem þér hér meg- ið útstanda, en festið hugann við þá eilífu himnaríkisgleði, hvar þér með yðar Jesú dýrðlegir verða munuð, þegar þér fyrir sáluhjálplegan dauða eruð laus við þetta mæðufulla líf.“ Enn var sálmur sunginn, og á- minnti prestur þá fangann að syngja með sér. Að svo búnu mælti hann enn fáein orð: „Svo vona ég þá, að þér séuð nú tilreiddir að ganga til móts við yðar guð, en hræðizt ekki dauðann, sem liggur á vegi fyrir yður. Tilreiðið yðar sinni, sál og hjarta fyrir guði og meðtakið blessun guðs. Drottinn sé með yður, drottinn blessi þig og varðveiti . . . Gakk héð- an í friði drottins. Amen.“ Þessu næst bjó böðullinn fangann til aftöku, en prestur hélt áfram á- minningum til hans um það að „auð- sýna sig sannan Samson og sundur- rykkja dauðans fjötrum og segja: Dauði, hvar er þinn broddur? Helvíti, hvar er þinn sigur?“ Þá átti prestur einnig að áminna alla um að biðja fyrir hinum auma syndara, og áður en aftakan fór fram var að síðustu lokabæn yfir fanganum, krjúpandi á kné. Á meðan böðullinn vann verk sitt, hrópaði presturinn svo hárri röddu: „Herra Jesú, miskunna þú þig yfir mig. Heilagur herra guð — heilagur herra guð — heilagur herra guð — miskunna þú mér. Herra Jesú, ég fel mína sálu í þínar hendur." Þau orð, sem séra Hjörtur Jónsson mælti á Gálgahæð 4. októbermánað- ar 1805, hafa verið öllum sem he- breska, er þar voru staddir, nerna Sjöundárbóndanum. Og þegar hin síðustu angistarköll hans bárust í haustkyrrðinni út yfir granítklappirn ar norsku, var þar ekki framar nein hlust, sem nam, hvað þessi liempu- klæddi Rangæingur var að hrópa. XXXI I Næstu daga fóru þeir, sem sýsiað höfðu um mál Bjarna á Kristjáns- sandi, að semja reikninga sína. Allir vildu þeir fá nokkuð fyrir snúð sinn, jafnt bæjarfógeti og böðull, tukthús- ráðsmaður og fangaverðir, næturverð ir og lögregluþjónar. Böðullinn var að sjálfsögðu frekastur til fjárins, enda hafði hann mest lil matarins unnið. Auk efniskaupa og verkalauna við undirbúninginn, fékk hann átta dali fyrir að höggva af Bjarna höfuð- ið, fjóra fyrir höndina, sjö fyrir að láta líkamann á hjól og steglu, fjóra fyrir að setja höfuð og hönd á stjaka og loks sjö dali fyrir ýmist handarvik á aftökustaðnum eftir fullnægingu dómsins. Enn má geta þess, að hann fékk matarpeninga þá daga, er hann vann að undirbúningnum, og nokkra dali í uppbót sökum þess. að hér hafði verið höggvinn maður, sem ekki átti heima i embættisumdæminu, „hvað ég fyrr í slíkum tilfellum hef fengið“. Budeson stiftamtmaður var strang- ur herra. Hann rengdi að sönnu ekki reikning böðulsins, en á reikningum bæjarfógetans og tukthúsráðsmanns- ins lækkaði hann marga liði, svo að alls varð komizt af með um sjötíu dali. Samt þótti stjórnardeildunum í Kaupmannahöfn nóg um kostnaðinn við að senda Bjarna til höggs í Nor- egi, enda narn hann talsvert á annað þúsund ríkisdala, er var stórfé. Er þá ótalinn allur kostnaður við mála- tilbúnað, varðhald og gæzlu a íslandi. Þótti ekki fært að leggja kostnaðinn við aftöku Bjarna á íslendinga, held- ur var sú ráðstöfun gerð, að hann skyldi greiddur úr konungssjóði. XXXII Sagmr herma, að Bjarni hafi borizt vel af og orðið karlmannlega við dauða sínum, enda vanur válegum hlutum. Konungur hafði og fellt nið- ur pyndingar þær, sem sagt var fyrir um í dómnum, svo sem þá var títt orðið, að hann gerði, þótt þeim á- kvæðum refsilaganna, er gerðu ráð fyrir slíku, hefði ekki enn verið breytt. Við höfum fyrir satt að Bjarni hafi hvorki bliknað né blánað við höggstokkinn, heldur tekið hörð- um örlögum sínum með mæðuró þess manns, er hefur sætt sig við allt. Séra Hirti varð aftur á móti tals- vert um það, er hann tók þátt í á Gálgahæð við Otrumynni. Honum mun hafa þótt sem fullkeypt væru þau þrjú hundruð dala, er hann bar úr býtum fyrir Noregsförina. Það er sagt, að hann hafi lengi síðan ekki verið samur maður, og alla ævi var honum minnisstæð morgunstundin, er hann mælti hin síðustu orð við morð- ingjann Bjarna frá Sjöundá, og sá svart höfuð hans velta undan öxinni með blóðugan strjúpann. T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 309

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.