Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 9
Sunnudagskvöld á bændabýli í Dölum, þegar vel áraði og allt lék i lyndi. vel verið norsk eða finnsk. í öllum skógarbyggðum þessara landa var það barkarbrauðið, er tók við, þegar önn- ur matvæli þraut, og varð til þess að bjarga flestum frá horfelli. íslending- ar fóru upp um heiðar til grasa, þeg- ar engin björg var í byggð, en frænd- ur þeirra á Norðurlöndum fóru út í skóg og rifu börkinn af trjánum. Svo sjálfsagt var, að hverfa þyrfti að þessu ráði, að barkarfleygur var ná- lega jafnnauðsynlegt búsgagn og am- boðin og sigðin, að minnsta kosti í hinum ófrjórri bygðarlögum. Með þessum fieygum var börkurinn flísað- ur af furum og jafnvel grenitrjám og lauftrjám, hin innri lög hans skilin frá, og möluð í brauð. Slíkt brauð var þurrt á tungu og ekki gómsætt. En það setti enginn fyrir sig, þegar hungrið þrýsti á og neyðin svarf að. Þó þurfti ekki ævinlega neyð til þess, að börkur væri notaður til mjöl- drýginda. Sumir gerðu það, þótt sæmi lega áraði, af nýtni og ótta við matar skort. En erfitt var að kyngja barkar- brauðunum, ef lítið sem ekkert mjöl var í þeim. Aftur á móti þóttu þau sæmilega . saðsöm, en það varð ekki sagt um allt, sem fólk lagði sér til munns í hallærum. En margt var þáð fleira en börkur, sem notað var til þess að blanda með mjölið — á meðan það varð treint með íblöndun. Á dögum Linnés var mjög algcngt, að fræ kornpunts væri notað á Skáni á þennan hátt. Löngu síðar voru súrur notaðar til mjöl- drýginda. Á Smálandi voru beyki- hnetur malaðar til brauðgerðar árið Víða var málum svo skipað í sveitum á Norðurlöndum, að bændur í þorpum og byggðarlögum skiptust á um að veita beiningamönnum umbun. Var spjald fest á hús þess, sem átti þeirri skyldu að gegna þann daginn eða vik- una. — Myndin hér að ofan er frá Hallandi. Spjaldið skorið árið 1782, 1832, og heimildir eru um, að safnað hafi verið illgresisfræi til manneldis í Herdal, flughafrafræi í Dölum og akörnum á Gotlandi. Sums staðar voru soðnir ungir sprotar af hesli- runnum og furu, og var þá skammt til þess, að fólkið freistaði þess að bjarga lífi sínu á grasi, enda talað um lyngbrauð og grasbrauð á Verma- landi, og frásögn er varðveitt um það, að lauf af linditrjám hafi verið notað til mjöldrýginda á Smálandi. Skófir ýmsar voru ekki heldur for- smáðar í hinum miklu hallærum. í Austur-Gautlandi var safnað hrein- dýramosa. Og að sjálfsögðu voru grafnar upp rætur til manneldis, líkt og gert var hérlendis. En þá var hungrið farið að sverfa fast að, er fólk tók hálm, jafnvel úr rúmfletum sínum, og saxaði hann lianda sér til matar. 0 í hinum hálendari byggðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands voru nætur- frostin á sumrin skæðasti óvinur. Kornið kól, og uppskeran varð lítil og léleg. Þegar slíkt gerðist sumar eftir sumar, var hungursneyðin óum- flýjanleg, og þegar aftur batnaði í ári, átti fólkið ekki neitt útsæðis- korn. Laust fyrir miðja átjándu öld gerðist það fimm eða sex sumur í röð, að kornið náöi ekki að mynda kjarna í Herdal, og við viðlíka neyð var oft að stríða [ niöigum héruðum. Fólkið fór á vergang, dó úr lmngur- sóttum og Vilt út af örmagna. Þjófn- aður og hnupl færðist jafnan stóriega í aukana ' slíku árfcrði, og stoðaði þá ekki, þótt hálfu harðar væri á því tekið þá en endranær. Saga um bónda konu á Jamtalandi, er sótt var til saka fyrir að stela fáeinum öxum á akri, talar sínu máli um það, hversu vakað var yfir eignarréttinum í harð- ærunum. Mikil harðindi voru í Svíþjóð upp úr 1770, og hefur dánartalan þar síð- an aldrei orðið jafnhá og hun var árið 1773, er meira en átjándi hver maður í landinu dó. Staðbundin hungursneyð varð þó oft langt fram á nítjándu öld, en þó ekki hallæri með slíku mannfalli sem áður. Það var einkum tvennt sem þá bjargaði: Útbreiðsla kartöfluræktar og tilkoma samhjálpar, sem þó var örðugleikum bundin, unz járnbrautir komu til sögunnar. Eftir að líður að lokum átjándu aldar eru til sænskar lýsingar á borð við þessa: „Fundust einnig margar ekkjur dauðar í haganum með ýmiss konar grös í munni. Heima í húsunum, í hlöðum og eldstóm og hvar sem men^ gátu troðið sér, fundust lík, svo aí guð líkni oss, nóg verk var að vinr > að færa þau til kirkna, enda þó.t mörg ætust upp af liundum. Börn sultu í hel á brjóstum mæðra, því að þær gátu ekki nært þau. Karlar sem konur, ungir og gamlir, neyddust til þess að stela sér lífsnæringu, svo að enginn fékk haldið eignum sínum, hvort heldur þær voru undir lás eða ekki. Þó voru reistir gálgar í hverju héraði og hengdir fullir“. En þó skortir ekki átakanlegar sög- ur firá síðari tímilm. Stundum dó fólk hópum saman af því, að það ætlaði að seðja hungur sitt með graut T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 297

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.