Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 7
bænum og fögrum fyrirheitum. Fyrir þeim skyldi aðeins brýna orð Esekí- els spámanns: „Ég vil setja ásteytingu fyrir hann — hann skal deyja“. Við þá skyldi einnig talað' um gæzku guðs, sem af vizku sinni og náð hagar svo til, „að þeir fyrir pyndingar, þrúgan- ir, fangelsi og sjálfan dauðann skuli komast til réttrar þekkingar synda sinna, eins og hann forðum gerði við Manasses, Akan og ræningjann á krossinum". Gljúpnaði syndarinn við þvílíkar fortölur og gerði iðrun, var honum því heitið, að á honum skyldi rætast það, er Kristur sagði við ræn- ingjann: „í dag skaltu vera með mér í Paradís“. Átti prestur þá að veita honum sakiamenti. En þess átti hann ekki að njóta, ef hann lét engan bil- bug á sér finna. Bjarni hafði alla tíð verið kirkju- rækinn maður, og svo virðist sem hann hafi verið presti hinn ljúfasti. Enginn vafi er á því, að honum hefur verið veitt sakramentið. Síðasta kvöldið sat séra Hjörtur venju fremur lengi hjá honum við söng og bænalestur, og greindi hann svo frá síðar, að þá hefði Bjarni sagt sér, að nú ætti hann þess kost að strjúka, en vildi ekki sæta því færi. Þó er einnig haft eftir séra Hirti, að hann hafi ekki vitað, hvort Bjarni segði þetta satt, enda verður þess ekki dulizt, að litlar líkur eru til þess, að Bjarni hafi, félaus, hrakinn og dauðadæmdur, getað komið ár sinni svo fyrir borð á þessum fáu dögum í vörzlu útlendra manna, er hann skildi ekki einu sinni, að honum hafi staðið til boða liðveizla þeirra til und- ankomu. Hitt gæti frekar verið, að hann hafi misskilið drykkjugambur næturvarðanna. Lahn bæjarfógeti og böðull hans höfðu ærnu að sinna þessa daga. Böð- ullinn, FVoholt að nafni, stóð fyrir kaupum á efni í steglu og hjól, smíði á þeim gripum og hagræðingu ýmiss konar við aftökustað bæjarins, þar eð jafnan þótti nauðsyn bera til, að af- taka væri myndarlega sett á svið og svo um búið, að áhorfendur fengju notið hennar. Lá þar og við virðing réttvísinnar, fógeta og böðuls. Þar hæfði ekki að geia neitt frávik, þótt sá, sem höggva átti, væri aðeins nafn- laus útlendingur. XXX íbúar Kristjánssands voru nálægt fimm þúsundum á þessum árum. Bær- inn var þá allur á flatlendi milli strand arinnar og hæða, er þar rísa spölkorn frá sjó. Eyjar veittu sjálfri höfninni skjól, en austan bæjarins rann áin Otra til sjávar. Handan við mynni henn ar gekk fram nes, og framarlega á því var Gálgahæð'in, aftökustaðurinn. Var það venja, að gálgar og höggstokkar væru reistir skammt utan við bæina, þar sem hátt bar, svo að mannfjöldi mætti vel sjá, hvað þar fór fram, og engum aðvífandi dyldist til langframa, að hann var kominn á stað, þar sem menn höfðu lög og rétt í heiðri. Lahn bæjarfógeti var samvizkusam- ur embættismaöur. Hann lét tvívegis róa með sig yfir Otru, svo að hann gæti sjálfur litið eftir því, að böðull- inn og aðstoðarmenn hans köstuðu ekki höndunum til verka sinna. Ekk- ert virðist hafa skort á, að vandað væri til undirbúningsins. Að morgni hins fjórða dags októ- bermánaðar var Bjarni frá Sjöundá leiddur út úr klefa sínum. Svo var mælt fyrir, að á aftökudegi skyldi prestur koma árla til dauð'adæmds fanga og vera hjá honum í eina eða tvær klukkustundir, lesa vers og bænir, syngja sálma, biðja fyrir hon- um og rifja upp með honum höfuð- greinar trúarinnar. Skyldi því þó eink- um haldið að fanganum, að nú væri runninn „hans lausnardagur“ og í vændum væri „innganga til sælu- fullrar gleði á himnum“. Bólaði á ótta og angursemi hjá fanganum, skyldi prestur gefa honum vín, „því guð hef- ur sjálfur skipað að gefa syrgjendum vín, er líflátast eiga“. Séra Hjörtur hefur sjálfsagt fylgt þessum fyrirmæl- um nákvæmlega, þótt ókunnugt sé, hvort hann dreypti til muna á Bjarna. Þegar út kom, var Bjarni settur á vagn og ekið með hann niður að sjónum, þar sem bátur beið hans. Fylgdi prestur honum ásamt tólf næt- urvörðum, auk lögregluþjóna, er um- sjá höfðu með því, að allt færi fram með góðri skipan í þessari hinztu för hins svartskeggjaða Islendings. Ekki þarf að efast um, að hann hefur vakið mikla athygli í bænum, þar sem Framhald á bls. 309 Skólavörðustígurinn f lok nítjándu aldar, samkvæmt teiknlngu Jóns biskups Helgasonar. Á góðviðriskvöldum gengu Reyk- viklngar út úr bænum og lögðu þá gjarna leið sina upp að Skólavörðu eða að Steinkudys T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 295

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.