Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 5
var harður í kröfum og tók ekki í xnál að láta skipið sigla til hafnar í Noregi, nema hann fengi fyrir það fimm hundruð ríkisdali, auk fargjalds og fæðispeninga. Stóð í löngu þjarki um þetta. Bjarni vissi, að yfirvöldun- um var í mun, að ekki drægist lengur að koma þeim Sjöundárhjúum á högg- stokkinn, og harð'neitaði hann að slaka til, enda fór sem hann uggði, að geng- ið var að kröfum hans að síðustu. En ekki varð komizt hjá enn frek- ari tilkostnaði Ekki hlýddi annað en íslenzkur prestur fylgdi föngunum til Noregs og veitti þeim hina síðustu huggun við höggstokkinn. Sá, sem fór slíka ferð, varð að hafa vetursetu cr- lendis, og hlutverk prestsins var þess eðlis, að fáir fíktust eftir því. Kom því ekki annað til mála en greiða hon- um ríflega þóknun, þrjú hundruð rík- isdali, auk fargjalds og matarpeninga. Loks þótti liklegt, að traustur gæzlu- maður yrð'i að vera með í förinni. En hér stoðaði ekki að horfa í skild inginn. Utanferð Bjarna og Steinunn- ar var undirbúin af kappi siðustu viku ágústmánaðar, og Geir biskupi Vídalin var falið að velja prest þeim til fylgdar. Um þessar mundir var ungur prest- ur, séra Hjörtur Jónsson, kennari í Hólavallaskóla, á hálfum launum. Slíkum manni veitti ekki af að drýgja laun sín, enda leitaði Geir biskup til hans. Séra Hjörtur var þetta sumar hjá foreldrum sínum í Akurey í Rang- árþingi, og lét biskup senda eftir hon- um í skyndi, svo að hann væri ferð- búinn, þegar skipið léti úr höfn um miðbik septembermánaðar. Séra Hjörtur gaf kost á sér til far- arinnar. Þó vildi hann fá viðbótar- þóknun vegna viðhafnar í klæðaburði og annarra slíkra útgjalda í ókunnu landi. En þá var stiftamtmanni nóg boðið. Hann aftók að fallast á slíkt bruðl, nema til kæmu fyrirmæli stjórnardeildarinnar í Kaupmanna- höfn. Það sætti séra Hjörtur sig við í þeirri von, að úr rættist siðar. En það rak hann sig á, þegar til kom, að ekki var gott að eiga eftirkaup við stjórnarherrana. XXVII Mitt í öllu þessu umstangi gerðist óvæntur atburður Að morgni laugar- dagsíns 31. ágústmánaðar 1805 lcorn Waldbohm, tukthúsráðsmaður, á fund Frydensbergs bæjarfógeta og sagði honum andlát Steinunnar frá Sjö- undá. Kvað hann hana hafa geis-pað golunni í fangahúsinu þá um morg- uninn klukkan níu. Ekki er kunnugt, með hvaða hætti dauða Steinunnar bar að. En hún hafði aðeins verið sjúk einn dag og dó snögglega. Hún hafði fram að þessu verið hin hraustasta, og svo vill til, að heimild hefur varðveitzt um það, að aldrei voru nein meðul keypt handa henni árið 1805. Frydensberg, bæjarfógeti, skrifaði landlækninum, Tómasi Klog, þegar í stað og krafðizt þess, að lík Stein- unnar væri krufið og rannsakað, hvort hún hefði dáið eðlilegum dauðdaga eða af annarlegum orsökum. Héðan af verður naumlega um það dæmt, hvort heldur þetta eru viðbrögð emb- ættismanns, er hefur grun um, að ekki sé allt með felldu um dauða fanga, eða varúðarráðstöfun, gerð þess að firra grun og getsökum. Hitt er alkunnugt, að ýmsar sögur komust á kreik um það, þá þegar eða siðar, með hvaða atburðum Steinunn hefði dáið, og eflausl hefur orðalagið á bréfi Frydenbergs og sjálf líkskoðun in frekar magnað þær sögur en slævt þær. Ein sagan er á þann veg, að sjálfur Friðrik Trampe, er um þessar mundir var orðinn stiftamtmaður, hafi af vorkunnsemi hlutazt til um það, að hún fengi eitur til þess að fyriifara sér á, þegar sýnt var, að lífi hennar yrði ekki borgið. Það mun að sönnu rétt, að Trampe kenndi í brjósti um þau Bjarna og Steinunni, en hitt er fjarri lagi, að hann hafi farið að stofna embættisheiðri sínum í hættu með slíku tiltæki, enda hefði þá lík- inu sennilega veiið holað í jörðina ókrufðu. Önnur saga hermir, að Stein- unn hafi verið þunguð eftir fangavörð inn, og var honum eignað það, að hann hefði fyrirfarið henni. Við' þessa sögu var síðar tengt nafn fangagæzlu- manns, er látinn var, þegar þessir at- burðir gerðust. Vafalaust er þetta ekki heldur annað en þjóðsaga. Það hefur þótt bezt við hæfi í frásögum, að endalok Steinunnar væru sem sögu- legust. í þrið'ja lagi komst það á kreik, að Steinunn hefði drepið höfði við vegginn í hegningarhúsinu og rot- að sig með þeim hætti. Landlæknir brá fljótt við. er honum barst bréf Frydensbergs. Iíann mælt- ist til þess við Geir biskup Vidalín, að krufningin mætti fara fram í skrúð húsi dómkirkjunnar, og veitti biskup undir eins leyfi til þess. Frá þessu ráði var þó horfið, og likið flutt i svo- nefnt Nýjahús, er ætlað verður, að hafi verið hús það, er ísleifur Einars- son háyfirdómari hafði fyrir skömntu látið reisa og varð síðar stiftamt- mannsbústaður, 'yfirréttarhús og prestaskólahús. Var svo rösklega að þessu öllu gengið, að krufning hófst klukkan þriú uni daginn. aðeins stundum eftir að Steinunn dó. Ungur læknanemi, Ólafur Lofts- son, sem síðar varð kunnari fyrir útbreiðslu sjúkdóma en lækningu þeirra, aðstoðaði landlækninn við krufningu, en vitni voru Waldbohm tukthúsráðsmaður og annar af lög- regluþjónum bæjarins, Hinrik Krag. í líkskoðunarvottorðinu segir, að líkið hafi verið fært úr öllum klæð- um og þvegið, og hafi engir áverkai sézt á því útvortis. Síðan var höfuð- kúpan opnuð, og þar á eftir brjósthol og kviðarhol. Er frá því greint, að smáæðarnar í höfðinu hafi verið mjög þandar af blóði, sem og heilabörkur- inn. Um sjöttungur únsu af blóðvatni seytlaði úr þeim. Sjálfur heilinn var með eðlilegum lit, og engra missmíða varð að öðru leyti vart, hvorki í heila- hólfinu né litla heilanum. í brjóst- holinu voru æðar einnig þandar af blóði, einkum kransæðarnar, en hjart- að sjálft var eðlilegt. Sama gilti um lungun. Öll liffæri í kviðarholi voru heilbrigð, enginn annarlegur vökvi í maganum, sem var galtómur og sam- anskroppinn, og engin sjúkleg ein- kenni á þörmum. Sama var að segja um munn og háls. Sú var ályktun landlæknis, að Steinunn hefði fengið slag af hugar- angri, eins og átt gæti sér stað um konur, sem taugaveiklaðar væru, svo sem hann vissi, að Steinunn hefði verið. Að loknu þessu dagsverki Klogs landlæknis var ekki annað eftir en husla hræ Steinunnar. Var rekin sam- an kista úr óvönduðum fjölum, þriggja álna löng, og líkið látið i hana, og síðan voru nokkrir fangar sendir með hana upp á Arnarhólsholt til dysjunar, þar eð dauðadæmt morð- kvendi var að sjálfsögðu ekki kirkju- græft. Dysinni var valinn staður við al- faraleið út úr bænum, þar sem nú kallast Skólavörðuholt. Grófu fang- arnir þar grunna gröf, er sneri austur og vestuh. á að gizka . jú kvartil að dýpt. og settu kistuna í hana. Röðuðu þeir steinum í hring kringum gröfina, mokuðu möl og mold að kistunni og báru að henni grjót, unz þarna myndaðist dys, um tíu fet i þvermál og nokkur fet á hæð. Á dysinni var svo reistur stjaki, sem höfúð Steinunnar hefði átt að festast á, ef böðullinn hefði ekki misst af bráð sinni. Var þá fullkomnaður sá umbúnaður, er legstað Steinunnar Sveinsdóttur var veittur. Þó safnaðist talsvert af smásteinum á dysina, þegar stundir liðu. Það var forn siður, að ferðamenn stigu af baki við dysjar sakamanna þær, er voru við alfaraleiðir, og vörpuðu á þær nokkrum steinum. Margir áttu leið r kaupstaðinn, og margir köstuðu steini í dys Steinku, því að vaninn var ríkur. XXVIII Meðan þessu fór fram, var sem óð- ast verið að búa De tvende Söstrc, skip Bjarna Sívertsens, til brottsigl- ingar í Hafnarfirði. Hinn 11. septem- bermánaðar var séra Hirti látið í t<’ vegabréf, og voru honum þá greiddi matarpeningar sínir til loka marzmán aðar, tveir ríkisdalir á dag, og við skipstjórann á De tvende Söstre, Hans T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 293

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.