Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 11
BarkarbrauS úr Herdal frá hungurárinu mikla 1868. „Heima hjá foreldrum mínum var anikil fátækt. Þar varff að spara. Það var yfirgengilegt, hvemig mamma gat svelt börnin og haldið svo á, að aldrei varff þrot. Hún var svo fastheldin á matinn, að hún tók aldrei fram síð- asta bitann. Margir, sem voru jafn- fátækir og við, gátu þetta ekki. Þeir nærffu sig, á meðan maturinn entist Með staf í hönd og poka á baki gekk farandfólkið byggð úr byggð og baðst beininga á hverju heimili. —Sænskur beiningamaður árið 1850. og gáfu börnum sínum bita, er þau voru hungruð. Það þola ekki allir að hlusta á börn sín gráta af hungri, án þess að gefa þeim bita, á meðan ekki er algert matarþrot. Jói og Eiríkur voru elztir, og þá lét mamma hjálpa sér við vinnuna. Hún spann fyrir aðra á veturna. Það gerði hún á kvöldin, og þá lét hún Jóa og Eirík kemba fyrir sig. Hún lét okkur Stínu, sem vorum minnst, í rúmið matarlaus, áður en hún byrj- aði spunann. Við áttum ekki að fá kvöldmat. Ég man, að hún átti gam- alt sjal, sem hún vafði um fæturna á okkur, áður en hún breiddi ofan á okkur. Svo sagði hún, að við skyld um sofna, en sjálf settist hún við rokk inn og lét þá Jóa og Eirí'k kemba. Og þeir fengu ofurlítinn bita með henni, áður en þeir fóru í rúmið. En við fengum ekkert, og við þorð- um ekki að segja neitt eða láta á því bera, þó að við værum vakandi og sársvöng, heldur steinþögðum. Stund um grétum við, en við þorðum ekki að láta mömmu verða þess áskynja. Ég man enn, þegar ég fann brauð- bita, viðlíka stóran og fimmeyring, hve mikill fengur mér þótti það“. Hungursneyðin í lok sjöunda tugs nítjándu aldar var síðasta hallærið í Svíþjóð, sem kallazt gat þjóðarplága. Oft svarf að eftir það á ýmsum svæð- um, og um síðustu aldamót var mjög hart í ári í sumum fjallabyggðum Norður-Svíþjóðar, en almenn sam- hjálp forðaði því, að það misæri ylli búsifjum, er væri neitt í líkingu við það, sem algengt var áður og raunar var talið hreint og beint náttúrulög- mál. GLENS OG GAMANSÖGUR Hafði geri skyldu sína Þessi saga er um gildan bónda í sveit, sem búið hafði í áratugi með konu sinni við gott samlyndi. Á efri árum þeirra gerðist það, að karl átti barn með stúlku á næsta bæ. Mislík- aði húsfreyju þetta stórlega, og krafðist hún lögskilnaðar við mann sinn. Nú kom til kasta sóknarprestsins að tala milli þeirra hjónanna og freista þess að koma á sættum. Þar var þó þyngt fyrir, því að bæði voru stórlynd. • Loks vannst presti þó það, að kon- an kvaðst láta málið niður falla, ef hinn brotlegi eiginmaður bæðist fyrir gefningar. Bóndi svaraði, þegar hann heyrði þessi skilyrði: — Fyrirgefningar? Að ég fari að biðja hana Guðrúnu fyrirgefningar — nei, ónei og aftur nei. Það geri ég aldrei. Eg er búinn að eiga fjórtán börn með henni Guðrúnu, svo að hún hefur ekkert upp á mig að klaga. Orö án meiningar Gamall harðneskjubóndi var lagzt ur á sóttarsæng og þótti sýnt, að hann ætti stutt eftir. Hann hafði ver i?S lítill vinur prests síns, og ekki fór af honum neitt guðræknisorð. Prestur taldi eigi að síður skyldu að koma að banabeð gamla mannsins, enda ekki seinna vænna ag tala u.m fyrir honum. Bóndi var mjög þungt haldinn, þegar prestur kom, og í einu þrauta- kastinu heyrði hann, að sjúklingur- inn nefndi nafn guðs. Hugði prest- ur, að nú væri hörð lurid hans tekin að meyrna og segir feginsamlega: — Þú biður þá gu.ð ag hjálpa þér, Jón minn. — O-já, svaraði karl, — það hrökk upp úr mér. Þetta er bölvað- ur barnsvani. Ég meina ekkert með því. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 299

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.