Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 15
Eðvarð þóttist þurfa að hefna ein- hverra hrekkja á Páli og hugðist nú að lúskra honum duglega. Móðir hans vildi aftra Eðvarð inngöngu, en sá piltur vissi, hvers hann mátti sín, hann lyfti bara löppinni með þungu járnklæddu stígvéli og spyrnti því fyrir brjóst konunnar, svo að hún — sem var lítil og veikbyggð — hálfféll við og rak upp vein. Gólf- fatan valt um koll, og skólpið flæddi um hvítskúrað gólfið, Við þessar að farir urðu yngri börnin svo hrædd, að þau öskruðu hvert í kapp við ann að. Runnu þá tvær grímur á Eðvarð, svo að lítið varð úr refsiaðgerðum við Pál í bili. Rétt á eftir kom hús- bóndinn heim og þótti aðkoman ó- fögur, reiddist hann mjög og vildi klaga Eðvarð fyrir kaupmanni, en kona hans aftók það með öllu, hún kvað þau ekki vera bættari við að komast í ónáð þar og gæti það varð- að vinnumissi og mættu þau sízt við þvi. Þau rök voru ómótmælanleg, og allt var látið kyrrt liggja. Kaupmannshjónin vildu þeim víst líka vel, því ag um haustið, þegar mamma var lasin, höfðu þau boðizt til að taka telpuna. Því boði var ekki unnt að neita, þó að það kostaði þær mæðgurnar mörg tár. Emilía iitla var augasteinn móður sinnar og eina dóttirin. Kaupmannshjónin áttu enga dóttur og vildu gjarnan taka telpuna alveg, en fyrst um sinn hafði það orðið að ráði, ag hún svæfi og borðaði í kaupmannshúsinu, en móð ir hennar hugsaði tim föt hennar. Vegna þess fékk hún að fara heim til móður sinnar einu sinni í viku. Það voru gleðistundir. Annars var engnn vondur við hana í húsi kaup- manns nema Jónína. Að vísu var frúin afarströng, enda dönsk og þótti lítið til alls koma á íslandi, hún reyndi einnig ag aga syni sína, en réð lítið við þá. Eitt var það, sem olli börnunum miklum kvölum — einkanlega Em- ilíu — sem var því óvön. Allur mat- ur var afar sterkur á bragðið og kjötið til dæmis svo salt, að börnin sveið í munninn, sótti þau því mikill þorsti, en var harðbannað að drekka. Það átti að vera heilsuspillandi!! og þar var frúin á verði og alltaf með laxeroliuflöskuna á lofti! Magi telp- unnar þoldi ekki þessa meðferð, og beið hún þess aldrei bætur. En þó hún léki sér lítið við drengina og væri raunar hálf hrædd við þá, naut hún góðs af, þegar þeir voru að hnupla bollum í eldhúsinu og stelast fram í „Bislagið“ — sem kallag var, þangað sem vatnstunnan stóð. Hún var ávallt full, það sá fjósakarlinn um. Þar fengu börnin sér að drekka og stóðu vörð hveit um annað. Kæmi einhver skyndilega, svo ag ekki ynn ist tími til að koma bollanum inn á eldhúsborðið, var eina ráðið að sökkva honum í tunnuna. Það kom því æði oft fyrir, þegar vatnstunn- an var hreinsuð, að nokkrir bollar fundust á botni hennar. Kenndi frú- in Jónínu um, en hún var ekki svo vel kynnt, að neinn tæki það sárt. Tíminn leið til næsta hausts, þá var það orðið að ráði, að kaupmanns hjónin flyttu með sína fjölskyldu til Kaupmannahafnar, og vildu þau taka Emilíu með sér, en það aftóku for- eldrar hennar. Þau vissu, að barninu leið þar ekki of vel og gátu ekki hugs að til þess að missa alveg sjónar á því — hvað svo sem við tæki fyrir þeim öllum hér. Og víst beið hungur vofan stöðugt við dyrnar hjá þeim, eins og fleiru þurrabúðarfólki á þeim árum. Andrés Magnússon, faðir Emilíu, var járnsmiður, hafði hann lært þá iðn á Akureyri, en þau ár var hann fastur heimilismaður í Hvammi í Hrafnagilssókn. í Hvammi kynntist hann Ingiríði Benediktsdóttur, sem var alin þar upp hjá móðurforeldrum sínum, Jósep Jósepssyni og Ingiríði Bjarnadóttur, sem lengi bjuggu á þeirri jörð. Kynsæl mun sú ætt hafa verið, því að langafi Ingiríðar Bene diktsdóttur — Jósep Tómasson var tvíkvæntur og átti ellefu börn með hvorri konu!! Bróðir þess Jóseps var Jónas, afi skáldsins Jónasar Hallgríms sonar. Mannmargt mun hafa verið í Hvammi, þegar Ingiríður var að alast þar upp, og engin búsvelta; auk þess að eiga 10 börn sjálf, ólu þau hjón upp nokkur fósturbörn. Ingiríður og Andrés giftu sig i kirkjunni á Hrafnagili þann, 10. júlí 1849, þá var brúðurin tvítug að aldri. Sjálfsagt hefur verið bjart yfir þeim sumardegi í hugum ungu brúð hjónanna, þótt skuggar neyðarinnar ættu eftir ag myrkva þeim marga stund síSar á ævinni — og slíta sam vistum þeirra að lokum. Fyrstu árin bjuggu þau á Akureyri, þar sem Andrés stundaði iðn sína, en afkvæmum söfnuðu þau fljótar en auði, og atvinnan var æði stopul. Bauðst þá Andrési atvinna á Isafirði, og hægt er að hugsa sér, að hann hafi ekki verið lattur faraiinnar að' norðan, frekar en aðrir ungir menn með vax- andi fjölskyldu í þá daga, ef tvísýnt þótti um afkomuna og hætt var kom- ið, að þeir ynnu sér sveitfesti! En Andrés var sonur Magnúsar Gíslason- ar frá Hvítadal og átti frændfólk sitt á Vestfjörðum. Fluttu þau Ingiríður því til ísafjarðar, en heimþráin til æskustöðvanna mun ekki hafa létt ungu konunni lífið þar vestra. Var hún líka heilsulítil, og ekki bætti það út, að atvinna Andrésar varð lélegri þarna en vonir stóðu til í fyrstu. Þegar Emilía, dóttir þeirra, var 8 ára, bauðst henni svo annar verustað- ur, en það var hjá föðursystur henn- ar, Moniku Magnúsdóttur, og manni hennar, Jóni Jónssyni, sem þá bjuggu á Lambeyrí við Tálknafjörð. Þessu boði var ekki hægt að hafna eins og á stóð, svo að Andrés bjó ferð sína til Tálknafjarðar með telpuna Henni var sagt frá skepnunum og öllu því skemmtilega, sem hún ætti í vændum hjá þessari efnuðu föðursystur sinni, og hún hlakkaði til fararinnar Að- eins eitt gat hún ekki skilið, hvers vegna tár móður hennar hrundu svo ótt niður á fátæklega fataleppana, sem hún tíndi niður i ferðapokann. Nú var þó allt gaman, — rrei, það var ósköp sárt að kveðja mömmu, þegar að því kom; en pabbi fór þó með henni, og allt hið óþekkta á ferðalag- inu tók brátt huga hennar fanginn. Að Lambeyri var líka gaman að koma, svo stóra baðstofu hafði barnið varla séð, þar sem fólkið sat í röðum á rúm- um sínum við tóvinnu, því að áliðið var hausts og farið að kveikja á kvöldin. Fyrir föðursystur sinni bar hún strax óttablandna virðingu, og herbergi þeirra hjóna var afþiljað frá baðstofunni. Tvo daga dvaldist Andrés á Lamb- eyri í þetta sinn, og þeir liðu fljótt fyrir kaupstaðarbarninu, sem margt hafð'i að skoða á þessu mannmarga sveitaheimili. Og svo kom morgunninn, þegar faðir hennar kvaddi hana á hlaðinu og hún horfði á eftir honum niður túnið. Nóttina áður hafði fyrsti haustsnjór- inn fallið á fjöllin, og köld norðaustan kæla elti gráar öldurnar inn fjörðinn og nísti þunnklædda telpuna að beini, þar sem hún stóð við bæjarvegginn og horfði á föður sinn hverfa úr augsýn, en hún fann varla til þess kulda, því að annar enn þá bitrari læsti sig að hjarta hennar. Nú fyrst skildi hún til fullnustu, hvað var að ske, barnshug- urinn skynjaði það óafvitandi, að bernskan var henni nú þegar í raun- inni glötuð, en alvara lífsins tekin við. Lof sé guði, að tuttugasta öldin býður íslenzkum börnum sínum ekki önnur eins kjör og þessi löngu liðni tími. Margt hafði amma mín — Emilía Andrésdóttir, séð og reynt, er hún kvaddi þennan heim, hundrað ára gömul og níu mánuðum betur. Blessuð' sé minning hennar. Emilía Biering. í næsia blaði birtisf viðta! við Sigríði Sveinsdóftur, sem feng izt hefur við margt um dagana, meðal annars klæðagerð, renni- og módelsmíðar og tónlist T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 303

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.