Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 6
Frá Kristjánssandi í Noregi. Bátar í röðum við bryggjur, einmitt á þeim sióðum, þar sem farið var með Bjarna frá Sjöundá tii höggs yfir Otru. Einhvers staðar frammi á nesinu, handan árinnar, var aftökustaðurinn. (Ljósmynd: Lars Björk) Andersen Kordt, voru gerðir þeir hag- kvæmu samningar, að hann tæki sjálf- ur ábyrgð á fanganum gegn tiu ríkis dala þóknun og sjö mörkum á dag til fæðis þeim manni, sem hann setti t.il þess að' gæta hans. 4 þurrabúðarmönnum í Rvík, Guð- mundi Bergssyni í Svartaskóla, Gunn- ari Einarssyni í Nýjabæ, Ölafi Jóns- syni í Suðurbæ og Eiríki Hjartarsyni í Landakoti, var skipað að flytja Bjarna til skips í Hafnarfirði, og var þeim fyrirfram hótað hegningu og sektum, ef þeir hlýðnuðust ekki þeim fyrirmælum eða gerðust sekir um ein- hverja vanrækslu. Virðast þeir meira hafa verið valdir eftir afli og áræði en metorðum og mannvirðingum. Höfðu sumir þeirra jafnvel komizt í kunningsskap við gapastokk kaupstað- arins sökum lítt fágaðra hátta og róstufengins lífernis. Klukkan átta að morgni hins 12. dags septembermánaðar stóðu þessir fjórmenningar ferðbúnir á stétt hegn- ingarhússins. Þar voru þeim látnar í té reglur, er þeir áttu að fylgja við fangaflutninginn. Síðan var Bjarni frá Sjöundá leiddur út og seldur þeim 1 hendur. Ekki fer neinum sögum af ferða- laginu til Hafnarfjarðar. Það hefur trúlega gengið greitt. Var Bjarni þeg- ar fluttur fram í skipið og falinn um- sjá Kordts skipstjóra, er skuldbatt sig til þess að skila honum í hendur Budeson, stiftamtmanni á Kristjáns- sandi á Ögðum, nema því aðeins að veður hömluðu, að hann næði þar höfn. Bæri hann af þeim sökum að landi fjarri Kristjánssandi, hét hann því að koma Bjarna í hendur þess yfirvalds, er næst væri. Skipið lét í haf samdægurs. .'ar- þegar voru þrír, auk þeirra fangans og prestsins, er honum fylgdi — Frið- rik Abraham Kolvig, sem hér hafði verið amtskrifari, og þeir kaupmenn tveir, er eljusamastir drykkjumenn þóttu í Reykjavík á fyrstu árum nítj- ándu aldar, Hans Brynning og Erland Boye. Það er varla fjarri lagi að i- mynda sér, að kaupmennirnir hafi blótað Bakkus dyggilega á sjónum, svo sem vandi þeirra var á þurru landi, enda fátt til afþreyingrv á langri sjóferð. Og hver veit, nema þeir hafi eitthvað hýrgað Bjarna, þeg- ar þeir voru sjálfir vel reifir. Á nítjánda degi sigldi skipið fyrir Lista og Líðandisnes og hélt til hafn- ar á Kristjánssandi, þar sem fanginn var jafnskjótt fæ'rður á land að ráð- stöfun þarlendra yfirvalda, Budesons stiftamtmanns og Lahns bæjarfógeta, og settur í fangelsi bæjarins. XXIX Bjarni átti fjórar nætur ólifað, er hann steig á land á Kristjánssandi. Tveir menn voru settir til þess að vaka yfir honum, og verður ekki bet- ur séð en þeir hafi setið við spila- mennsku og púnsdrykkju í fangelsinu þsssar nætur, því að meðal kostnaðar- ins við vökuna voru keiti, fjórar flösk- ur af víni og sykur. Bjarni hefur aft- ur á móti verið neyzlugrannur, þvi að svo taldist til að lyktum, að matur sá, er hann fékk, hefði ekki verið nema þrjátíu og tveggja skildinga virði, og var það tæpur sjöttungur þess, sem tukthúsráðsmaðurinn norski reiknaði vökumönnunum vínið og syk- urinn. Er sennilegast, að Bjarni hafi verið sjúkur maður og lítt neytt matar. Séra Hjörtur hefur vafalaust vitjað Bjarna iðulega í fangaklefa hans þessa daga, enda var það bein skylda presta, sem gegndu því embætti, að telja um fyrir dauðadæmdum mönnum og hug- hreysta þá. Nákvæm fyrirmæli voru til um það, hversu þeir skyldu haga ræðu sinni, þegar svo stóð á, og beita til skiptis ögun og umvöndun, fyrir- 294 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.