Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 27.05.1962, Blaðsíða 19
fjandmannanna til sjós og lands á þessu svæði. Hann var orðinn þessum njósnaferðum vanur og fannst hann ekkert þurfa að óttast í sambandi við þær. Einn góðan veðurdag í lok marz- mánaðar lætur hann setja skipsbátinn á flot og rær við tíunda mann til lít- ils þorps, sem er í nágrenni Bástad á vesturströnd Hallands. Wessel er að- eins vopnaður sverði og félagar hans léttum öxum. Það er kyrrð yfir öllu og samtaka áratogin bera bátinn fljótt að ströndinni, þar sem Wessel og menn hans stíga á land. Þegar þeir eru komnir góðan spöl áleiðis til þorpsins, kemur flokkur sænskra ridd- ara þeim í opna skjöldu. Við þetta tækifæri kemur áþreifanlega í ljós, að hásetarnir, félagar Wessels, kunna fleira en hifa í segl: Þeir taka sem sagt til fótanna, hver sem betur get- ur, en Wessel bregður sverði sínu og snýst til varnar. Þegar hann sér, að liðsmenn hans eru runnir í átt til strandar, ætlar hann að grípa til sama ráðs, en það er of seint: Þrír sænskir riddarar hafa umkringt hann og hon- um virðast allar bjargir bannaðar, en þá tekur hann eftir, að Svíarnir eru ekki vopnaðir skotvopnum. — Þeir hafa bersýnilega hraðað ferðinni svo mjög, að þeim hefur láðst að stinga byssunum undir belti sér. — Og þótt þeir séu þrir á móti honum einum, ákveður hann að freista þess að leika á þá. Hann læzt gefast upp og réttir sverðið að einum riddaranna, en í því að riddarinn teygir sig eftir sverðinu, heggur Wessel sverðinu í handlegg hans, og riddarinn rekur upp sárs- auka- og reiðiöskur, en Wessel smeyg- ir sér á milli hinna tveggja riddar- anna og hleypur til strandarinnar, allt hvað af tekur, með riddarana á hælum sér. Þótt ótrúlegt sé, tekst honum að komast til strandarinnar og leggur þegar til sunds með sverðið milli tannanna og er dreginn um borð í bátinn af undirmönnum sínum, sem höfðu brugðizt honum svo smánar- lega. — Hann er öskureiður yfir hug- leysi þeirra, og þegar þeir koma um borð í Lövendals Galej, lætur hann binda þá hvern af öðrum við skips- mastrið og hýða þá. Fátt er um það vitað, hvernig sam- bandi Wessels við undirmenn sína var háttað. Stundum berjast þeir ótrauðir með honum og standa við hlið hans í einu og öllu, og stundum klaga þeir hann fyrir flotamálastjórninni. Ahöfn- in á freigátunni „Hvíti örninn“ neit- aði að sigla undir hans stjórn árið 1715 og bar því við, að hann ynni þeim aldrei stundlegs friðar. Flota- málaráðuneytið tók þessa ákæru ekki til greina og þeir, sem stóð'u að ákær- unni, voru fluttir á annað skip. Hvað sem þessari ákæru líður, er það vitað með vissu, að aðbúnaður áhafnanna á skipum danska flotans var á þessum tímum fyiir neðan allar hellur, svo að þetta mun ekki vera eina dæmið um, að skipshafnir hafi borið fram kvart- anir: — Vistir þær, sem áhöfnunum var ætlað að lifa af, meðan skipið var í hafi, voru bæði rýrar og illa fram reiddar, launin afar lág og ríkiskass- inn reyndi allt, sem hann gat, til þess að minnka þann hlut í herfangi, sem áhöfnunum bar að fá samkvæmt samn- ingum. Danska ríkið átti við mikla fátækt og fjárhagsörðugleika að stríða um þessar mundir, ríkiskassinn var gal- tómur, og það var því mjög þýðingar- mikið fyrir afkomu þjóðarinnar, að hún yrði ekki fyrir miklum skipstöp- um eða mannskaða. — Það hafði nær kostað Wessel bæði titil og frama, þegar hann eitt sinn árið 1714 tók ekki nægilegt tillit til þessara veiga- miklu atriða í þjóðarbúskapnum: í lok júlímánaðar, þegar hann var á leið- inni til Bergen, lenti hann í orrustu við sænska freigátu, sem var miklu stærri en hans skip og hafði á að skipa tíu fleiri fallbyssum. Orrustan stóð samfleytt í tvo daga, fallbyssu- skotin þrumuðu og kúlurnar grófust í öldurnar eða boruðust inn í skips- skrokkana. — Bæði skipin voru illa löskuð, þegar Wessel fékk tilkynningu um það frá undirmönnum sínum, að púður og skotbirgðir skipsins væru því sem næst á þrotum. En ósvífnin, sem virðist hafa verið rikur þáttur í fari hans, verður hon- um enn einu sinni að vopni: Hann sendir lúðrasveina sína um borð í sænsku freigátuna með þá orðsend- ingu, að því miður geti hann ekki haldið orrustunni áfram, þar sem skot- færi hans séu á þrotum! Skipin sigla nú hvert að öðru, svo að þau komist í kallfæri, og skipstjórarnir taka tal saman, og í skýrslu af atburðinum, farast Wessel þannig orð: „Ég bað' hann um að skila kæiri kveðju til vina minna í Gautaborg, þar sem hann ætti leið þangað, og hann bað mig að skila kveðju til vina sinna í Kaup- mannahöfn. Ég bað hann líka að vera á sömu siglingaslóðum, þegar ég legði aftur úr höfn, eftir að hafa sótt mér meiri skotfærabirgðir. Við drukkum minni hvors annars við húrrahróp á- hafna beggja skipanna og síðan hélt hvor sína leið.“ En í þetta sinn ofbauð Friðrik IV., þótt Wessel notað'i kænsku sína og lyki skýrslú sinni með smjaðuryrð- um: „Ég gef mig miskunn yðar há- tignar á vald sem fátækur norskur drengur, og mun lifa sem slíkur og_ sýna herra mínum og erfðakonungi tryggð sem einn af hans auðmýkstu þjónum allt til dauðadags." Wessel var kvaddur til Kaupmanna- hafnar og stefnt fyrir herrétt, ákærð- ur fyrir slæma skipsstjórn og lélega hermennsku, og skyldi hann svara til saka fyrir þessi atriði samkvæmt sjó- og herlögum. Rannsóknardómarinn krafðist þess, að Wessel yrði lækkað- ur í tign, en með framúrskarandi varnarriti, sem hann sendi konungin- um, tókst honum að snúa málinu sér í hag, og málalok urðu þau, að hann var hækkaður í tign! Þótt þetta væri ekki i síðasta skipti, sem Wessel var stefnt fyrir herrétt, virðist hann hafa haft furðulegt lag á því að halda hylli konungsins. Hann var aðlaður og fékk aðalsnafnið Tord- enskjold árið 1716 fyrir frábæra frammistöðu i sjóorrustunni við Ryg- en, og ári seinna var hann gerður •yfirhöfuðsmaður, þegar honum tókst með miklu áræði að eyðileggja sænska birgðaflotann í Dynekilen, og tveim árum seinna er hann enn hækkaður í tign og verður þá næst æðsti maður alls danska flotans, varaflotaforingi. Þessi síðast nefndi tignarframi voru laun úr hendi konungs fyrir hertöku Marstrand og virkisins Karlsten. Mar- strand er á klettaeyju við strönd Svíþjóðar, sem er á svipaðri breiddar- gráðu og Skagen, Nokkrum mánuðum áður en Tord- enskjold tók þessa staði berskildi, hafði Karl XII fallið fyrir skoti í um- sátinni um norska virkið Frederiks- sten, en Svíar héldu áfram að berjast, þrátt fyrir það, þótt þeim hlyti sjálf- um að vera ljóst, að bardaginn var orðinn vonlaus. Marstrand var ein af þýðingarmestu flotastöðvum sænska flotans, og hafði löngum verið talið, að virkið á eynni væri óvinnandi. Til varnar auk virk- isins, sem hafði það hlutverk að verja bæinn, lá fjöldi herskipa í höfninni, tvær freigátur og nokkur smærri orr- ustuskip. Þessi viðbúnaður hræddi þó ekki Tordenskjold. Hann hafði nú fyrir að ráða heilli flotadeild og tók herskildi eina af eyjunum, sem lágu andspænis Marstrand, skipaði nokkr- um stórskotaliðsfylkjum á land, og innan fárra daga hafði hann hernum- ið Marstrand. — En herflokkarnir í virkinu neituðu að gefast upp. Tord- enskjold reyndi að tala um fyrir þeim og fá þá til að gefast upp, en án árang urs. Að lokum sendi hann sænska hershöfðingjanum bréf, þar sem hann bauð sænskum liðsforingja grið til þess að líta með eigin augum dönsku herdeildirnar, svo að Svíum mætti Ijóst verða, að mótspyrna var þýð- ingarlaus. Það væri öllum fyrir beztu, að Svíarnir gæfust upp strax án bar- daga: „Kæri vinur — skrifaði hann — þú getur reitt þig á það, að ég held ekki héðan á braut, fremur en ég svík konung minn og herra eða gef upp von mína að líta auglit guðs, þegar ég dey ......“ Bréfið hafði tilætluð áhrif, og sænskur liðsforingi var sendur til þess að kynna sér styrk dönsku her- deildanna. Tordenskjold tekur á móti liðsforipgjanum með kostum og kynj- T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 307

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.