Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 8
vííví jVv^ir^F ** iéB\Ai'* ‘íiOU •'t’e r‘ n i ii -r i (VJI -■">.' f : i-lnn-i! " ‘ Í1§3Ö« LS'Váh 1' 536 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ UPPHAF OG ENDALOK NÝJU-SVÍÞJÓÐAR Á seytjándu öld var það eiti af trúaratriðum stjórnmála- manna a Vesturlöndum, að all- ar þjóðir, sem eitthvað kvæði að, yrðu að eignast nýlendur og koma sór upp verzlunarfélögum með staðfestu í fjarlægum álf- um. Hugmyndin var sú að sækja gull og gróða í greipar frumptreðra þjóða með góðu eða illu — samningum eða vopnavaldi. Tvennt var það, sem efldi þessar hugmyndir. Hinn mikli straumur dýrra málma frá Vesturheimi til Spán ar, og gróði verzlunaifélaga þeirra, sem Hollendingar og Englendingar höfðu komið á laggirnar með bækistöðvum í Austurálfu og Vesturheimi. Meðal þeirra þjóða, sem vildu fara að dæmi þeirra, voru Dan- ir og Svíar. Á þriðja tug seytjándu aldar gerðist þáð, að hollenzkur kaup- maður, Willem Usselin, kom til Svíþjóðar og gekk á fund kon- ungs, Gústafs Adólfs. Þessi mað ur hafði átt þátt í að festa Hol- lendinga í sessi í Vestur-Indí- um, en þóttist ekki hafa borið þar úr býtum auð og frama í samræmi við framlag sitt. Nú var það erindi hans við Svía- konung að leggja fyrir hann ráðagerð um myndun sænskr- ar nýlendu í Vesturheimi. Kon- ungur veitti honum áheyrn, og þóttu honum hugmyndir Hol- lendingsins álitlegar. Var upp úr þessu stofnað verzlunarfélag, er hafði það markmið að græða á frumstæðum þjóðum. En við það sat um hríð, enda hafði Gústaf Adólf mörgu að sinna, þar sem hann háði á þessum árum stórstyrjöld í Póllandi, en hóf litlu síðar herför mikla suð- ur Þýzkaland Þar féll hann að lokum, því að þá var ekki enn orðin tízka, að þeir, sem hleyptu styrjöldunum af stað, sætu ó- hultir heima. Hugmynd Hollendingsins um sænska nýlendu í Vesturheimi, féll þó ekki í gleymsku. Stjórn- arherrarnir í Stokkhólmi unnu annað veifið að því, að til fram- kvæmda kæmi, og verzlunarfé- lagið var endurskipulagt og sameinað nýjum félögum, er stofnuð voru. Hollenzkir kaup- menn lögðu Svíum r'áð og fjár- muni, og loks kom þar haustið 1637, að fyrsta sporið var stig- ið. Tvö skip voru mönnuð til vesturfarar, og hét sá Pétur Minuit, er var foringi leiðang- ursins. Skyldu leiðangursmenn leita landa við Delawarefljót á austurströnd Norður-Ameríku, og var það ákveðið að tilvísan hollenzkra kaupmanna, er kom- ið höfðu á þær slóðir. Þessi skip komust loks á leiðarenda í marzmánuði 1637 eftir margra mánaða útivist. Allfjölmennir Indíánaþjóð- flokkar bjuggu á landi því, sem Svíamir girntust. En höfðingj- ar Indíánanna stóðú lítt á verði, þrátt fyrir beisk kynni sín af öðrum hvítum mönnum, er setzt höfðu að á austurströnd- inni. Þeir létu Svíunum falt stórt landsvæði meðfram fljót- inu báðum megin og seldu þeim loðskinn fyrir axir, öngla, klæði og alls konar skran, er notað var sem agn meðal frumstæðra þjóð'a. Auk þess tókst Svíum að kaupa nokkuð af tóbaki. Með þetta sneru skipin heim úr þess- ari fyrstu Vesturheimsför. Menn þeir, sem eftir urðu, voru fáliðaðir, tuttugu og fimm alls, flest hermenn. Þeir nefndu landið Nýju-Svíþjóð, og reistu þar vígi, er þeir kenndu við drottningarefni sitt, Kristínu, dóttur Gústafs Adólfs, hins fallna herkonungs. Næsta skrefið var að flytja vestur landnema. En það gekk tregt, þvi að menn voru ófúsir til ævintýrisins. Sú var þó bót í máli, að stjórnarvöld þeirra tíma kunnu ráð við slíkri tregðu. Þau tóku brotamenn, jafnvel stórglæpamenn, og fluttu þá nauðuga til nýlendn- anna og létu þá gjarna fylgja með hæfilegan hóp portkvenna, er giftar voru glæpamönnunum eftir hlutkesti. Svíar fóru þó frekar vægt í þessar sakir. Þeir sendu til Nýju-Svíþjóðar lið'- hlaupa úr her sínum, bændur af finnsku kyni, er brennt höfðu Framhald á 548 siSu. Teikning, sem gefur hugmynd um lífið í Nýju-Sviþjóð um miðbik seytjándu aldar Neðst á henni eru sýndir samfundir forsjármanna sænsku nýlendunnar og höfðingja Indíána. Ofar er sýndur bardagi Indiánakynflokka og efst útfararsiðir þeirra. )

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.