Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 3
T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ í NÁTTÚRUNNAR RÍKI Hvert barn þekkir sóley á túni. En hafið þið séð hana með kúlulaga blóm og 15—-20 smá krónublöð? Þá er hún kölluð ofkrýnd, líkt og margar ræktaðar rósir. Frævlar og frævur hafa breytzt f krónublöð, sem verða við þetta óvenju- lega mörg. Jurtin leggur allt í fegurðina, en þroskar þá ef til vill fá eða engin fræ. Ofkrýnd holtasóley, með um 20 krónublöð, fannst norður á Melbreið í Fljótum. í Reykjavík fannst fyrir nokkrum árum mjög einkennilegur dvergfífill (bellis) í garði. Upp úr körfu hans uxu stönglar, sem báru smáar körfur f toppinn. Svipað fyrirbæri þekkist hjá fjalldalafífli. Blágresi ber venjulega blá blóm. En stöku sinnum finnst blágresi með hvít eða jafnvel rósrauð blóm. Til eru líka hvít krækiber. Allir þekkja baldursbrá. En hafið þið rekizt á baldursbrár með flata stöngla og körfur? Þannig lagaðar hafa þær fund- izt hér og hvax í Reykjavík og á Akranesi, að minnsta kosti síðan um 1950. 13. júlí í sumar fundu börn nokkrar slíkar í Kópavogi. Sú stærsta mældist 41 sm. á hæð og breidd hins flata stönguls 8 sm., en þykkt aðeins 3 mm. Árið 1952 sá ég aðra flata, 65 sm. á hæð, en breidd stönguls 7 sm., þykkt 2 mm. Körfur beggja voru flestar aflangar eða jafnvel bugðóttar, líkt og ormur. Tvær körfur sums staðar vaxnar saman eins og myndin af Kópavogsbaldursbránni sýnir. Litlar, eðlilegar körfur bax hún neðan við flötu körfurnar, sem voru mjög Framhald á 549. síSo. 4 ÞESSAR einkennilegu baldursbrár fundu börn í Kópavogi 13. ÍúlH sumar. Sams konar baldursbrár meS flata sföngla og fjölda margar körfur, meira og minna samvaxnar, sá ritstjór! þessa á blaós þar fyrir nokkrum árum. — (Ljósmynd: Ingólfur Davíðsson). 531

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.