Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 12
y&WiF f r _.n V0 Pjw? IJ ^JMÍ é Kj 1J © y» ^ 11 W 4 m I. Presturinn á Miklabæ í Blönduhlíð, séra Oddur Gíslason, var orðinn meira en hálffertugur, en hafði þó ekki gengið að eiga konu, svo sem háttur var flestra presta, er höfð'u fengið brauð. Þess í stað hafði hann í mörg ár haft sér við hönd ráðskonu þá, er Solveig hét og hefur verið ættuð úr Fljótum. Verður þó vart dregið í efa, að hann hefði átt völ hins bezta kvonfangs, ef hann hefði eftir því leitað'. Hann var sonur biskupsins á Hólum, Gísla Magnússonar, og var slíkt ætterni þungt á metunum hjá foreldrum, sem áttu gjafvaxta dætur. Auk þess var maðurinn sjálfur föngu- legur, mikill á velli og karlmenni að burðum, fríður sýnum, spakur í geði og söngmaður góður. Hann hafði og lokið guðfræðiprófi við háskólann í Kaupmannahöfn, og um hans daga voru ekki á hverju strái prestar, er svo höfð'u framazt. Ætla verður, að hann hafi einnig verið sæmilega efn- um búinn. Af lærdómi hans og gáfum fór aftur á móti ekki mikið orð, þrátt fyrir Kaupmannahafnarnámið. Líkur benda til, að það hafi verið hjalað í héraðinu, að Miklabæjar- prestur ætti fleira saman við i'áðs- konu sína að sælda en við hæfi tald- ist. Ekki verður þó slíkt stutt neinum óhrekjandi rökum. Hinu mun mega fulltreysta, að ráðskonan hafi haft mikinn hug á presti, þótt hún væri ekki af þeim stigum, að aldarandi leyfði þeim að eigast. En þegar mörg ár liðu, án þess að hann festi ráð sitt, kunna að hafa vaknað hjá henni vonir um, að til frambúð'ar gæti við það setið, er var. En svo bar það til laust fyrir miðj- an maímánuð árið 1777, að prestur brá sér að Goðdölum, þar sem þá var prestur séra Jón Sveinsson, mik- ilsmetinn ráðdeildarmaður. Hann átti tvær dætur. Hafð'i hinni eldri orðið hált nokkuð á svelli mannlífsins, en hin yngri, Guðrún að nafni, beið ó- spjölluð sín brúðguma í föðurgarði. í þessari för séra Odds var drukkið festaröl hans og Guðrúnar prestsdótt- ur í Goðdölum, og mánuði síð'ar voru þau gefin saman í biskupsgarði á Hólum. Það getur verið, að til þessa hjóna- bands hafi verið stofnað af hvötum prests sjálfs. En þó er líka hægt að ímynda sér, að faðir hans, biskupinn, hafi illa unað því, að' ekki var skip- aður madddömusessinn í Miklabæ og haft raun af orðspori því, er kann að hafa farið af heimilishögum þar. Getur því verið, að langt þóf milli þeirr'a feðga hafi verið til lykta leitt með sigri föðurins, þegar festarölið var drukkið í Goðdölum. En það er þó getgáta ein, og mun aldrei fást um það full vissa. Si. Til eru fjórar heimildir helztar um það, er síðan gerðist, Sú þeirra, sem líklega er elzt, er í annálum Ilall- gríms djákna Jónssonar á Sveinsstöð- um í Þingi. Hann fæddist örfáum misserum eftir brúðkaup séra Odds á Miklabæ. Önnur er frásögn Jóns Espó- líns, sem gerðist sýslumaður í Skaga- firð'i árið 1802. Ilin þriðja var upp- haflega skráð af séra Páli Erlends- syni á Brúarlandi árið 1846 og er varð- veitt i handritum Gunnlaugs Jóns- sonar í Skuggabjörgum í Deildardal. Heimildarmaður að því, er þar segir, var Jón nokkur Bjarnason, vinnumað- ur Vigfúsar sýslumanns Schevings á Víðivöllum í Blönduhlíð í tíð séra Odds á Miklabæ. Kom Jón þessi sjálf- ur við þá sögu, sem síðar verður getið. Fjórða heimildin er í ritum Gísla Konráðssonar. skráð um svipað leyti og frásögn séra Páls, eðá litlu síðar. Allir þessir menn voru gagn- kunnugir í héraðinu og máttu hafa mjög glöggar spurnir af þeim stór- viðburðum, sem gerðust í Miklabæ, þótt allir væra þeir uppi nokkrum áratugum síðar en séra Oddur nema Jón Bjarnason. Nokkrir annálaritarar, er eigi voru jafnkunnugir í Skagafirði, víkja einn- ig að öð'rum þætti þeirra atburða, er urðu á Miklabæ, og er þó vitnisburð- ur þeirra sumra ekki ómerkur. Loks er að ýmsum sögnum að hverfa, en þar er að sjálfsögðu margt málum blandað. Að vitni séra Páls á Brúarlandi hafði Solveig verið ráðskona á Mikla- bæ í níu ár, er séra Oddur kvongað- ist, og áður búið með honum frammi í Skagafjarðardölum. Þó getur það ekki hafa verið lengur en tvö ár, því að hann lauk ekki prófi í Kaupmanna- höfn fyrr en um mitt sumar 1765, en fluttist að Miklabæ 1768. Öllum heimildum ber saman um, að henni hafi fallið nýbreytni prests mjög þungt. Samt fór hún ekki frá Mikla- bæ, en tók brátt fásinnu svo mikla, að allt var frá henni tekið, er orð'ið gat voði i hendi hennar, og hennar sjálfrar gætt. Segir Gísli Konráðsson, að til gæzlunnar hafi verið fengin tvítug stúlka, Guðlaug að nafni, syst- ir séra Snorra Björnssonar á Ríp í Skagafirði. Verður af þessu sú álykt- un dregin, að Solveig hafi fljótlega Ieitazt við að fyrirfara sér, þegar prestur hafði fest sér konu, eða að minnsta kosti engum blandazt hugur 540 T I M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.