Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 20
NÝJA-SVÍÞJÓÐ - Framhald af 536. siðu. skóga í Norður-SvíþjóS, og menn, sem drýgt höfðu minni hSttar afbrot Við lok fjórða tugar aldarinnar var sænska ný- lendan við Delawarefljót þó enn mjög fámenn, TJm þetta leyti gerðist það, að auð'ugir, sænskir aðalsmenn tóku að renna augum til ný- lendunnar, og brátt rak að því, að þeir lögðu að mörkum fé til þess að efla hana — vitaskuld gegn von um gróða af þeim framlögum. í ársbyrjun 1743 var sendur þangað landstjóri, Jóhann Printz að nafni. Ýmsir skuggar hvíldu yfir fortið þess manns, því að hann hafði ver- ið við margt riðinn og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. En slíkir menn þóttu einmitt vel fallnir til forystu í nýlendun- um, auk þess sem æskilegt var að koma þeim brott af heima- stöðvunum. Þótt Jóhann Printz væri ekki neitt dyggðablóð. varð land- stjóratíð hans í Nýju-Svíþjóð blómaskeið nýlendunnar Verzl- un hafði ekki blómgazt þar með sama hætti og í nýlendum þeim, sem Hollendingar komu á stofn, en hinir sænsku landnemarnir höfðu hafið þar jarðyrkju og búskap, enda flestir ættaðir úr sveitum Svíþjóðar. En þessir bændur áttu við ramman reip að draga. því að þeim stóð sí- fellt ógn af nágrönnum sínum. Hættan stafaði samt ekki af Indíánum, því að Svíum samdi miklum mun betur við þá en öðrum hvítum mönnum, er söls að höfðu undir sig lönd þeirra. Englendingar voru verri við- fangs en þó voru það Hollending sem voru skæðustu óvinirnir. Þeir höfðu fyrr setzt að á þess- um slóðum og komið þar upp nýlendum sem voru miklu öfl- ugri, og þeir kærðu sig ekki um, að aðrir næðu fótfestu í grennd við sig. Jóhann Printz átti í miklum útistöðum við þá. Orða- lag þeirra sk.jala. sem gengu á milli valdsmannanna f nýlend- unum á Atlantshafsströndinni á þessum árum er Iaust við alla hirðmannlega kurteisi. Hlutverk landstjórans var hið örðugasta Það liðu langir tímar milli þess sem sænsk skip komu til hafnar í Nýju- Svíþjóð, svo að sjaldnast var hjálpar að vænta frá heima- landinu, þegar skærur urðu. Þetta var á síðustu árum þrjá- tíu ára stríðsins, og Svíar höfðu í mörg horn að líta. Ekki bætti úr skák, að drottningin tók að gerast afhuga landstjórsninni. Mönnum heima gleymdist, að þeir, sem sátu í litla víginu, er bar nafn drottningarinnar, áttu í vök að verjast. Auk þess voru sjálfir nýlendubúarnir þess kon ar fólk, að stundum þurfti setu- liðið. að beina geiri sínu að þeim. Að vísu bar það við á þessum árum, að menn fóru þangað til landnáms af frjáls- um vilja eða réðust til starfa þar í þjónustu Vestur-Indíafé- lagsins sænska. En flest voru þetta ævintýramenn af áþekku tagi og þeir, sem fluttir voru nauðugir vestur um haf. Þó risu á þessum árum upp ný byggðarlög, ný vígi voru reist og hafin var bygging kauptúns, er menn nefndu Nýju Gautaborg. Þar er nú borgin Fíladelfía. En jafnframt gerð- ist það, að Hollendingar tóku herskilði sneið af þyí landi, er Svíar höfðu keypt í öndverðu og settust í eitt vígi þeirra. Haustið 1653 var Jóhann Printz orðinn leiður á embætti sínu og hélt þá heim til Svíþjóð- ar. En þá hafði áhugi manna heima fyrir á nýlendunni aukizt á ný, og árið eftir héldii þrjú hundruð landnemar vestur yfír haf. En þetta varð ekki nein skemmtisigling, því að skipið hreppti hið versta veður og sjúkdómar hrjáðu farþega og Glettur og Styrbjörn mðinlætakarl Styrbjörn hét förumaður. ættaður austan af landi, en hélt sér lengi uppi á flakki á Norðurlandi. Tróð hann framan á sig og lézt svo mein lætafullur, að stundum varð að taka hann af baki og láta hann á bak. Eitt sinn kom hann á bæ, þar sem ekki voru aðrir heima en húsfreyja vanfær og stúlka um fermingarald ur. Þær urðu að hjálpa honum af baki, og staulaðist hann síðan inn gdngin. En upp á baðstofupallinn komst hann ekki, og voru konumar ekki svo sterkar, að þær kæmu karli þangað. Bóndi kom í bæinn, áhöfn. Þar að auki komst S'kip-- ið í kast við tyrkneska sjóræn- ingja. En að lokum náði það þó höfn i Nýju-Svíþjóð. Með þessu skipi fór vestur nýr landstjóri, Rising að nafni. Hann undirbjó þegar herför á hendur Hollendingum og her- tók eitt vígi þeirra. En þeim málalokum undu Hollendingar ekki. Þeir gerðu gagnárás með miklum liðsafla í september- mánuði 1655, og sáu Svíar þá þann kost vænstan að gefast upp án vopnaviðskipta. Hollend ingar lögðu alla nýlendu þeiira undir sig, og voru þá þegar send ir heim þeir landnemar í Nýju- Svíþjóð, sem ekki vildu gerast hollenzkir þegnar. Svo fór, að flestir þeirra manna, sem rutt höfðu skóg- anna við Delawarefljótið og hafið þar búskap, kusu frekar að ganga Hollendingum á hönd en hrekjast aftur heim, þar sem þeir áttu ekki að neinu að hverfa. Viðleitni Svía til þess að koma á fót nýlendu í Vestur- heimi, hafði því ekki annað en kostnað og manntap í för með sér. Litlar, sænskar byggðir héldust að vísu á þessum slóð- um alllengi, og voru sænskir prestar sendir að heiman til þess að þjóna þeim, allt fram til ársins 1786. En ekki bar sú viðleitni neina ávextina fyrir sænsku heimaþjóðina. Hollend- ingar urðu einnig fljótlega að lúta í lægra hald fyrir Englend- ingum, er hernámu Nýju-Sví- þjóð þegar árið 1664, en að lok- um var þeirra veldi einnig lokið með stofnun Bandaríkjanna. gamansögur 43 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.