Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 19
velta nú fyrir sér eftir að kenning Bowens kom fram, eru þó einkum merki um deilurnar á sviði nútíma- veðurfræði. Sumir halda því fram, að veðrið sé óhjákvæmileg heildar- niðurstaða, sem leiði af tilvist og starfsemi margra þátta, sem hver um sig eigi hlut að þessari lokaniður- stöðu. Við getum ekki enn spáð alveg rétt um veðrið vegna þess, að við vitum ekki enn til hversu margra þátta við þurfum að taka tillit, né hver eru tengsl þeirra innbyrðis. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að loftið sé í eðli sínu mikið, hvikult efnis- magn, sem hinar smávægilegustu or- sakir, svo sem dálítið ryk í nálægð eða fjarlægð, getur haft þau áhrif á, að rigna tekur. Ef seinni skoðun- in reynist rétt, er það alvarlegt áfall fyrir veðurspárnar. En fræðilegur skoðanamunur er ekki nema ein hlið -vandamálsins. Sannleikurinn er sá, að á þessu sviði vaða uppi hvers konar svik og fálm og gefnar eru út yfirlýsingar algjör- lega út í bláinn. Þetta þykir mörg- um leikmanninum furðulegt. Annað hvort hefur skýdreifingin einhver á- hrif eða ekki. En eins og þeir vita, sem við hana hafa fengizt og málum eru kunnugir, er þetta ekki svona einfalt. Aðalhindrunin er í því fólgin, að þeir geta aldrei vitað með vissu, hvað gerzt hefði, ef skýdreif- ingin hefði aldrei verið reynd. Þar eð þeir geta ekki spáð fyrir um veðr- ið með fullri vissu, geta þeir heldur aldrei saftnað, að þeir hafi haft áhrif á það á betri eða verri veg. Með aðstoð línurita og staðtölu- legra upplýsinga geta þeir samt sem áður spáð fyrir um veðrið, svo að spár þeirra reynast í flestum tilfell- um næstum réttar. Til allrar óham- ingju er þó notkun tölfræðilegra skýrslna banvænt og allt of algengt vopn í höndum samvizkulausra og mis viturra manna. Og það, sem verra er: flestir veðurfræðingar vita jafn- lítið um tölfræðilega skýrslugerð og hagfræðingar vita um veðrið. Framleiðsla regns hlaut í fyrsta sinn vísindalega viðurkenningu, þó að takmörkuð væri, da.g einn í júlí- mánuði 1946, þegar loftið var mátu- lega rakt, og ungur vísindamaður, Vincent J. Schaefer í Schenectady, lýsti því fagnandi yfir, að hann gæti látið snjóa, hvenær sem honum sýnd- ist. Úr því að það sýndi sig, að bráðn- aðar snjóflygsur urðu að óaðfinnan- legum regndropum, lyftist brúnin á veðurfræðingum um allan heim. Sér hver regndropi, sem fellur til jarð- ar, er mjög flókinn að gerð. Flest ský eru sett saman af örsmáum vatns dropum, sem þéttast, þegar rakt loft stígur upp og kólnar. Þrátt fyrir smæð sína safnast allt, þegar saman kemur, og droparnir stækka og falla til jarðar í samræmi við lögmálið. En fallhraði þeirra er ekki meiri en svo, að þeir1 verða að lúta í lægra haldi fyrir uppstreymi loftsins. Hvernig getur þá rignt úr nokkru skýi? Milljónir örsmárra dropa verða með einhverju móti að renna saman í einn regndropa, sem er nógu þung- ur til að falla í gegn og sigrast á upp streymi loftsins. Ein af aðferðum náttúrunnar er sú, að safna saman snjóflygsum kringum örsmáa ískrist- alla í skýinu. Kristallarnir myndast stundum sjálfkrafa, þegar skýin eru orðin „ofkæld“ niður í —40 gráður á Fahrenheit. Smæstu droparnir frjósa ekki fyrr en talsvert neðan við eðlilegt frostmark vatns h-32 gráður Fahrenheit. En oftar er það svo, að óendanlega smáar rykagnir valda því, að nokkrir skýdropanna taka að frjósa við -r-15 gráður F. En hvernig sem þessu er varið, fyllist skýið af ískristöllum. Og þó að hinir örsmáu dropar geti ekki runnið saman, með- an þeir eru í formi fljótandi efnis, geta þeir runnið saman við ískrist- allana, sem stækka þá fljótt og verða að snjóflygsum. Þegar þær eru svo orðnar nógu þungar, falla þær niður í hlýrri loftlög, bráðna þar og verða að regndropum. Schaefer, sem notaði þurran ís, ef svo mætti segja, fann þ ..mig leið til að búa skýin þeim regnkjörnum, sem náttúran sjálf lætur þeim ekki ævinlega í té. Örlítið af ís, sem dreift er inn í nógu kalt ský, nægir til að framleiða hundrað milljón af snjó-' flygsum. Ekki leið á löngu frá því að Schaefer hóf sína tilraun, unz maður að nafni Bernard Vonnegut fann upp gerviefni, sem er hagkvæm- ara í notkun en ísinn og jafnframt áhrifaríkara en rykið — hið svokall- aða silfuríódíð. Silfuríódíðagnir, sem framleiddar hafa verið í sérstakri vél, geta fryst ský, sem náttúrunni hefur reynzt um megn. Það er að allri gerð svo líkt ísnum, svo smágert og flókið að sam- setningu, að þegar það er notað, frjósa vatnsdropar skýjanna rétt við -j-32 gráður F. Silfuríódíð er nú aðal hráefni þeirra, sem eru að gera til- raunir til að „búa til veður“. Undirstöðurannsóknum, sem miða að því að fá manninum vald yfir veðrinu, er enn haldið áfram, og síð- ustu þrjú árin hafa þær notið styrks frá þjóðlegu vísindastofnuninni í Bandaríkjunum. Ein slík styrkveit- ing hefur gert Louis Battan og A. R. Kassander við Arizonaháskólann kleift að hefja vel undirbúnar rann sóknir í suðausturhluta 'fylkisins. — Byrjunarniðurstöður benda til þess, að skýdreifing hafi aukið rigning- una og gefig þrumuveðrunum undir fótinn. Nú líður óðum að því, að eld- ingarnar, óvinir skóganna, verði tekn ar til rannsóknar. Vísindamennirnir dreifa §kýjum, sem hafa að geyma silfuríódíð, í þeirri von, að dreifing- in breyti skýjunum nægilega mikið til að hindra eldingar. Enn aðrir reyna að eyða þokunni og fyrirbyggja rigningu. Bernard Vonncgut og Charles Moore eru um þessar mundir að^gera tilraunir með áhrif rafmagns a ský- myndanir með því að strengja fjög- urra mílna langan rafmagnsvír um 30 fet yfir jörðu og hlaða hann 10.000 voltum af rafmagni Vírinn hleður þær agnir loftsins, sem næstar 'eru, rafmagni, og loftmælingar sýna að hlöðnu agnirnar sópasl upp í loftið í átt til skýjanna. Vísindamenn hafa lengi velt því fyrir sér. hvernig tengsl séu milli rafmagns og veðurs. Tilraunir eins og þessar ættu að sýna, hvaða áhrif þetta rafmagn, sem maö- urinn hefur framleitt, hefur á regn og skýjamyndun. Þess má geta. að ný tækifæri til rannsókna eru þegar farin að draga ag sér unga og hug- myndaríka vísindamenn, sem taka vilja þátt í þessum veðurrannsókn- um. Enginn vafi leikur á því, að deil- urnar hafa ekki verið kveðnar niður, og þeir mega búast við, að glefsað verði í hælana á þeim Sjálfsagt vakna í þessu sambandi bæði lögfræði legar og siðfræðilegar spurningar, sem svara verður. Hver hefur einka- leyfi á að láta rigna? Ef of mikið er látið rigna í einu héraðinu og það hefur þau áhrif, að þurrkurinn ætlar alla að drepa í því næsta (eins og virðist hafa gerzt í Suður-Kaliforníu), er það þá nægileg ástæða til mál- sóknar? Ef svo er talið, hver er þá refsingin fyrir að skipta sér af skýj- unum? Vorið 1950, þegar vatnsforði New York-borgar var að verða í- skyggilega lítill, gerðu forráðamenn borgarinnar samning við skýjadreif- ingarfyrirtækið W.E.Houswell Asso'" iates um að örva úrfellið í grennd við Catskill-vatnsgeymana Forráða- menn Catskill-skemmtigarðanna urðu æfir og mótmæltu, og skýrsla skýdreif ingarfyrirtækisins var læst inni á skrifstofu borgarráðs, og enginn hef ur enn fengið að hnýsast i hana. Þetta er áreiðanlega ekki síðasta deil an af þessu tagi, sem við heyrum getið um. Vandamál þeirra, sem ætla sér a? ná valdi yfir rigningunni, eru marg vísleg. En þeirri staðreynd verðui ekki mótmælt, að þeim hefur tekizl að láta rigna. Vatnsmagnið er kann- ski ekki mikið, - og rigningunni get- ur skeikað um nokkrar mínútur, er þetta er rigningin þ e i r r a . Og þó að þeir verði rægðir, geta þeii samt sem áður staðið stoltir úti í sinn eigin rigningu og fundið dropans falla í lófann. T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 54>

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.