Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 9
í janúar breyttist liturinn á himn- inum. Hann varð öskugrár, og loft- ið varð allt þungbúnara. Fólk fór aðeins út til vinnu. Göturnar, eink- um hliðargöturnar, voru oft auðar og mannlausar. Nú var enginn undir eikartrjánum í húsagörðunum — á leiksvæðum barnanna sást nú enginn. Hjá. vatnsbólinu var aldrei alger- lega mannlaust. Nær hvern dag varð einhver að fara og sækja vatn til dagsins. Drengur nokkur hafði verið við vatnsbólið þennan eftirmiðdag, og hann kom hlaupandi eftir götunni, móður og másandi, og sagði við þann fyrsta, sem hann hitti: „Dursun Agha er dáinn!“ Dursun Agha var þekkt persóna í götunni. Hann var maður um fimmt- ugt; þrekvaxinn o,g með mikið, svart skegg. Hann var vatnsberinn, og hon- um hafði gengið erfiðlega að hafa ofan í sig og sína, en hann átti eigin- konu og tvö börn og smá húskofa. Eignir hans voru aðeins tvær vatns- tunnur og stöng. Hann brá stönginni um öxl dag hvern, tók hann um höld- in á vatnskönnunum, og síðan lagði hann af stað til að sinna fyrstu pönt- un sinni, í hans eigin götu. „Vatn. Vantar einhvern vatn?“ Lág, einbeitnisleg rödd hans heyrð- ist alveg að húshorninu í götunni. Þeir, sem þurftu á vatni að halda, kölluðu til hans: „Dursun Agha, einn dropa“, eða „tvo dropa“, eða „þrjá dropa“. Einn dropi þýddi tvær tunnur af vatni. Þá paufaðist Dursun Agha upp hæðina að vatnsbólinu og fyllti könn urnar og þannig labbaði hann til og frá milli vatnsbólsins og húsanna, frá morgni til kvölds. Hann fékk þrjá kurusa fyrir hverja ferð; og því er ekki að neita, að þetta Iífsstarf gaf jafnmikið í aðra hönd og bora i steinvegg með stoppunál. Ef þau hefðu ekkert annað haft til að reiða sig á. en tekjur hans, þá hefði þeim orðið ofviða að fæða fjóra munna. En guði sé lof fyrir það, að kona hans, Gulnaz, var þvottakona og var kölluð til starfa þrisvar eða fjórum sinnum í viku. Þá reyndi hún að hjálpa eiginmanni sínum aðeins með því að nota kannski einum dropa meira en nauðsynlegt var í þvottana, kannski ekki meira en eina eða tvær könnur, svo að eiginmaður hennar gæti unnið sér inn fáeina kurusha í viðbót. En nú hafði allt fengið skjótan endi. Dauðaorsök Dursuns Agha kom bráð- lega í ljós. Hann hafði dregið upp tunnurnar, en skrikað fótur og lent með höfuðið á brunnbarminum. Hver hafði búizt við því, að hann færi svo skyndilega? Lítum bara á hann Dursun Agha: maður hefði heldur trúað, að brunnurinn hefði rotazt effa að minnsta kosti komið í hann skarð. En HANN? Hver hafði getað ímyndað sér, að hann gæti brotið á sér hauskúpuna? En svona var það, þótt maffurinn væri nógu hraust- ur og hress, þetta gat komið fyrir alla að fara svona skyndilega. Þegar Gulnaz heyrði fréttirnar, fór um hana kuldahrollur. Gat þetta verið refsing fyrir smábrögð hennar? Ó, nei, nei, Guð gat ekki verið svo grimmur. Þetta var ekkert annað en slys. Víst voru vitni að slysinu: hann rann, datt, dó. Það gat komið fyrir alla að detta og deyja. Ef til vill hefðu þeir verið þess megnugir að láta eitthvað eftir sig til þess að hafa ofan í fjölskyldur sínar. Dursun Agha lét eftir sig tvær vatnskönnur og stöngina. Hvaff átti Gulnaz að gera núna? Hún hugsaði og hugsaði, en hún gat ekki tekið neina ákvörðun. Það var ekki auðvelt að standa ein uppi með tvö ung börn, annað níu ára gamalt, hitt sex. Hvernig átti hún að fæða þá með því einu að þvo föt aðeins tvisvar eða þrisvar í viku. Hún minnt- ist nú alls vatnsins, sem hún hafði bruðlað. Kannski var bezt að reyna ekki að hugsa um vatn framar. Á einu andartaki hafði allt breytzt. Nú skipti engu máli, hvort notað var lítið vatn eða mikið. Og vatnið, sem henni hafffi þótt svo undur vænt um, var níi orðið óvinur liennár og hún hataði það. Það voru svik í því, and- styggð í bylgjum þess. Hún vildi hvorki sjá vatn né heyra framar. Þegar maður deyr í húsi, hugsar enginn um að elda mat. Það fyrsta, sem gleymist, er matur. Slíkt ástand varir í um það bil þrjátíu og sex klukkustundir, allt upp í fjörutiu og átta stundir, en jafnskjótt og hungrið fór að sverfa að þeim eða máttleysi að sækja á líkamann, sagði einhver í húsinu: „Nú verðum við að fá eitthvað að borða“, og þann veg, — með því að eta — hefst aftur ferðin til hversdagsleikans Það var múhammeðskur siður, að nágrannar senda fæðu fyrstu dagana CEVDET KUDRET er fæddur 1907 í Istanbul í Tyrklandl. Hann mlsstl föður sinn I heimsstyrj- öldinni fyrri, en vegna frábærrar atorku og dugnaðar móður sinn- ar komst hann tii mennta. Hann hefur verið prófessor í bókmennt- - um við ýmsa háskóla og hefur sömuleiðis starfað sem lögfræð- Ingur. Hann gat sér fyrst frægð- ar fyrir skáldskap og leikrit, en síðustu árin hefur hann einkum fengizt við að rita í óbundnu máli. Tvær skáldsögur, sem gefn- ar hafa verið út í Tyrklandi, BEKKJARFÉLAGAR og HIMINN INN ER HEIÐUR, ásamt einni, sem í undirbúningi er ,,Þið þekk- ið hana frænku", eru talin aðal- verk hans. til fjölskyldu, sem misst hefur. Fyrsta máltíðin kom frá hvíta húsinu við hornið á götunni, þar bjó Raif Ef- endi, verzlunarmaður. Það var sýni- legt í langri fjarlægð, aff í því húsi ríkti mikil velmegun. Um nónbil dag- inn eftir að Dursun Agha andaðist, kom þjónustustúlkan frá hvita hús- inu með stóran bakka í höndum að húsi Gulnaz og hringdi dyrabjöll- unni. Á bakkanum voru slíkar kræs- ingar, að þau höfðu aldrei séð annað eins. Ef satt skal segja, hafði engum dottið í hug að snæða þann dag, en jafnskjótt og stykkið var tekið ofan af bakkanum, gáfust þau upp. Þegj- andi söfnuðust þau kringum borðið. Kannski var það vegna þess, að þau höfðu aldrei bragðað annað eins hnossgæti eða kannski hafði kvölin skerpt skynjun þeirra, en öllum fannst þeim maturinn einkar Ijúf- fengur. Og þar sem þau voru nú komin á bragðið, hvað var þá eðli- legra en setjast aftur kringum borð- ið og seðja hungrið aftur um kvöld- ið með leifum frá hádeginu? Annar nágranni sá þeim fyrir mat daginn eftir. Þannig hélt það áfram í þrjá eða fjóra daga. Að sjálfsögðu jafnaðist engin hinna síðari send- inga á við fyrstu máltíðina úr hvíta húsinu, en allt var þó betra en nokkru sinni hafði verið matreitt í pottum GuLnaz. Ó, ef þessu hefði bara haldiff áfram! Þá hefðu Gulnaz og börn hennar geta borið sorgina ríffllNN SUNNUDAGSBLAÐ 537

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.