Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Blaðsíða 5
um ritstörf og verkamannavinnu, enda er ég að hætta þessu. Eg er að ganga frá ýmsum drögum, sem ég hef safnað að mér, og svo hætti ég þessu — ég er orðinn gamall. — Ertu búinn að skrifa lengi? — Nei, ég hef gert þetta, frá því að ég kom hér suður. Upptökin að þessu voru nú, held ég, þau, að liér á árunum, það var víst 1942, kom út Barðstrendingabók, og Kristján Jóns- son á Garðsstöðum fór að hvetja mig til að skrifa í hana nokkra þætti, og ég gerði það fyrir hann. Það held ég, að hafi nú verið upptökin að þessu pári. — Hafa ekki komið út eftir þig tvær bækur? — Jú, það voru Sögur og sagnir úr Breiðafirði 1950 og Breiðfirzkar sagnir 1959. — Þetta er sem sagt þjóðlegur fróð- leikur. — Já, það er eitthvað svoleiðis. — Hvað mundirðu segja, að væri mest einkennandi fyrir það líf, sem lifað hefur venð í Breiðafjarðareyj- um og þá menningu, sem þar hefur þróazt? — Fjölbreytni í atvinnuháttum var þar ákaflega mikil, miklu meiri en gætti í venjulegum búskap til sveita. Landbúnaður var stundaður í öllum þessum eyjum, meðan búið var í þeim, en þó var sá galli á gjöf Njarðar, að búskapur varð ekki stundaður þar, iiema eyjabændur ættu ítök í landi. Öllu sauðfé var komið á land til haga- göngu yfir sumarmánuðina, bæði vegna landþrengsla og eins þótti það styggja æðarvarp og spilla frekar fyrir. Hestar voru þar ekki, en land- hændur fengu oft að koma hestum út í eyjar til eyjagöngu, en þá voru þeir alltaf fluttir í land aftur fyrri- partinn á vorin. — Gat þá ekki hagagangan og eyja- gangan mætzt að einhverju leyti? — Stundum kom það nú fyiir. Ann- ars var ekki mikið gert að því að Icoma hestum þar fyrir, — nema eftir að ég fór. Og þarna norðan við fjörðinn er nú ekki mikið um hesta, aðeins nauðsynlegustu brúkunarhest- ar. — Það hefur verið sagt, að Breiða- fjarðareyjar séu óteljandi. Hvað viltu segja um það? — Breiðafjarðareyjar hefur oft ver- ið reynt að telja, en engum tveimur mönnum borið saman, svo að þær mega haita óteljandi. Maður taldi þetta þannig, að sérstök eyja var allt talið, sem sjór féll á milli um flæðar. En þarna er svo mikið útfiri og grunnsævi, að margir tugir eyja verða fastar saman um fjöruna, svo að ganga má á milli þeirra. Það er t. d. sagt um Hvallátur, sem er nú ein af stærstu eyjunum, að undir hana liggi 300 hólmar og eyjar, sem sjást alltaf, en um fjöru, þá fjarar milli þeiira langflestra. í Svefneyjum hefur verið talað um, að eyjarnar væru um 60, og ég held, að megi ganga í þær allar um fjöru, nema eina, sem er lítill hólmi suður í flóa og heitir Fótur. Flestar eyjar liggja víst undir jörðina Hvallátur. 90 munu liggja undir Skáleyjar og færri und- ir flestar hinar. Áður voru sumar eyjajarðir metnar í sjó, sem kallað var. Þá var verðmætið að nokkru mið- að við veiðiskap og fiskveiðar sér- staklega. Bjarneyjar voru eina ver- stöðin, sem ég man eftir, en áður var Oddbjarnarsker mikil verstöð, en þar var aldrei föst byggð allan ársins hring. — Og hverjir voru þá þarna í veri? ' — Það voru eyjamenn og svo menn úr landsveitum, eiginlega öllum sveit- unum við innanverð'an Breiðafjörð. Þegar ég var að alast upp, voru hús- menn fleiri og færri í hverri einustu ey, en það voru menn, sem heima áttu í eyjunum, höfðu þar ekki jarðnæði, en stunduðu sjómennsku og reru úr þessum verstöðvum, vonr oft formenn og réðu sér háseta. Fyrst þegar ég man eftir, stunduðu margir þeirra sjóróðra undir Jökli vetrarvertíðina, sérstaklega reru þeir frá Sandi, komu svo heim um sumarmál og hófu þá róðra í Bjarneyjum og stundum á Oddbjamarskeri og fóru líka endr- um og eins vestur í svokallaðar Vík- ur og þurftu þá vestur fyrir Bjarg- tanga. Um sláttinn voru þeir oft í kaupavinnu hjá bændum eða til sjós á skútum. — Voru gerðar út skútur á Breiða- firði? — Já, það var lengi gert frá Flatey. Eg held, að Guðmundur Scheving hafi verið fyrsti útgerðarmaður þar, sem gerði út skútur, og síðan hélzt þar útgerð fram yfir 1920 — að vísu misjafnlega mikil. Guðmundur Berg- steinsson var eiginlega síðasti útgerð- armaðurinn í Flatey og gerði út ein- ar fjórar skútur, sem hver var um 60 tonn, í lok skútualdarinnar. Síðan hefur verið lítið um útgerð þaðan. Búskapur þarna í eyjunum var tals- vert mikill á uppvaxtarárum mínum. Eg man nú ekki alveg, hvað bændur voru þá margir, eitthvað milli 20—30 í Flateyjarhreppi, en við manntalið 1703 eru taldir 42 bændur í Vestur- eyjum, og maður hefur ekki sagnir af því, ag.þeir hafi nokkurn tíma verið fleiri, en fráleitt hafa búin hjá þeim öllum verið stór. Vestureyjar tilheyr i Barðastrandarsýslu. Þá voru 21 bóndi í eyjum, sem tilheyrðu Snæfellsnes- sýslu, en 14 í þeim, sem voru í Dala- sýslu. í eyjunum var þá líka ákaflega þéttbýlt, og sennilega hefur aldrei verið fleira fólk þar. Þá voru 376 menn í Flateyjarhreppi einum og auk þess mikið af farandfólki. Til dæmis voru þá tveir bændur I Stagley, syðstu og minnstu ey af þeim, sem byggðar hafa verið í Flateyjarhreppi, en sam- tals voru þá 14 mahns í eynni. Henn- ar er síðast getið í manntali frá 1801, þá voru þar 13 manns. Fram af því mun hún hafa farið f eyði, enda er hún afar óbyggileg og lendingin slæm þar. Hún er jafnframt fyrsta eyjan, sem fer í eyði af Flateyjarhreppseyj- um. Nú er ekki fleira fólk á stærstu býlum í hreppnum en það var í Stag- ey 1801 og víða færra. Til saman- burðar má geta þess, að núna eru held ég ekki nema 9 bændur í öllum Vest- ureyjum. — Hvernig voru eyjaruar flokkað- ar? — Frá fornu fari og til skamms tíma hafa þær verið flokkaðar í tvo aðalflokka, Vestureyjar og Suður- eyjar. Svo voiu þær greindar í smærri flokka innbyrðis, t. d. Vest- ureyjar í Inneyjar og Úteyjar, en að- alskiptingunni milli Vestureyja og Suðureyja réð Bjarneyjaflói, flóinn milli Bjarneyja og Elliðaeyjar og Fagureyjar að sunnan. — Hvað eru til gamlar sagnir um byggð í Breiðafjarðareyjum? — Eg held, að þær hafi byggzt seint á landnámsöld og síðar en strendurn- ar kringum fjörðinn, en þær hafa ver- ið nytjaðar úr landi, áður en þar reis föst byggð, það höfum við sagnir um. Þrándur mjóbeinn, sem fyrstur bjó í Flatey og kemur út með Geirmundi heljarskinni seint á landnámsöld, var fyrstur landnámsmaður í Vestureyj- um og bjó í Flatey. Sonur hans var Hergils hnapprass, sem bjó í Hergils- ey og eyjan heitir eftir. — Hvernig er háttað byggðinni í Breiðafjarðareyjum nú? — Það hefur fækkað ákaflega mik- ið fólki þar og varla annað hérað ís- lenzkt goldið annað eins afhroð. Af Vestureyjum fór Stagey fyrst í eyði, en síðan Sauðeyjar, Bjarneyjar, Her- gilsey og Sviðnur, og nú er aðeins búig þar á 4 eyjum og 3 í Suðureyj- um, svo að þessar 7 eru nú allar eyj- RÆTT VIÐ BERG- SVEIN SKÚLASON T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 533

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.