Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Qupperneq 2

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Qupperneq 2
ÞRJÚ ÍSLENZK SENDIBRÉF FRÁ NÍTJÁNDU ÖLD Hér birtast þrjú gömul bréf, mjög sitt úr hverrí áttinni og harla ólík ag efni og orðfæri. En þau hafa það öll sameiginlegt, að fólki kann að þykja gaman að þeim. Vegabréf vinnukonunnar Benedikt Gröndal lét vinnukonu sinni einni, Vilborgu Sigurðardótt- ur að nafni, í té svolátandi vegabréf, er hún fór úr vist frá honum og konu hans vorið 1886: Hér með kunngerist, að stúlkan Virborg Sigurðardóttir ætlar nú vist- ferlum héðan úr bænum norður í Húnavatnssýslu, og er hún til þess fullkomlega frjáls, hvort hún vill heldur fara norður. suður, austur og vestur og eftir öllum strikum kom- pássins, hvort hún vill heldur ganga eða hlaupa, stökkva, klifra, skríða, fara á handahlaupum, sigla eða fljúga. Áminnast hér með allir karl- menn um að fikta ekkert við hana, frekar en hún sjálí leyfir, og engar hindranir henni að gera, ekki bregða henni hælkrók né teggja hana á klof- bragði, heldur láta hana fara frjálsa og óhindraða, húrrandi í loftinu, hvert á land sem hún vill, þar eð hún hefur hvorki stolig né rægt,. ekki drepið mann né logið, ekki svikið né neitt gert, sem á verði haft. Lýsist hún því hér með frí og frjáls fyrir öllum sýslumönnum og hrepp- stjórum, böðlum og besefum, kristn- um sem ókristnum, guðhræddum sem hundheiðnum, körlum sem konum, börnum og blóðtökumönnum, heldur áminnast allir og umbiðjast að hjálpa nefndri Borgu og greiða veg hennar, hvort sem hún vill láta draga sig, aka sér, bera sig á háhesti, reiða sig i kláfum, reiða sig á merum eða múl- ösnum, trippum eða trússhestum, gæðingum eða graðungum, í hripum eða hverju því, sem flutt verður á. Þetta sé öllum til þóknanlegrar undirréttingar, sem sjá kunna þenn- an passa. Enginn sóknarprestur þarf að skrifa hér upp á. iteykjavík, 25. maí 1886. B. Gröndal Þingmaður skrifar bréf Gömlu þingmennirnir voru ekki allir miklir lærdómsmenn. Því til sönnunar er bréfagerð þeirra sumra. Þingmaður sá, sem skrifar bréf það, er hér birtist stafrétt, sat á alþingi samfleytt allan siðasta fjórðung nítj- ándu aldar. Bréfið skrifaði hann 1. júní 1895, og hafði hann þá sinnt þingstörfum í tuttugu ár: Herra, Bóndi. Jón Ólafsson. á Bú- stöðum. í tilefni af brieíi idar til min af 24 f.m. votta jeg idur ánægju mína ýfir þvi ad þier hafid sagt idur ur bunadar fielæi seltjarnar neshrepps þvi mier sem formanni fielagsins, er þad kært, að vera i öllu sem hag og sóma fjelagsins snertir Laýs vid þá menn sem anned hvert viljandi eda óviljandi , misskilja álegtanir Sem gjördar eru a adalfundi og þvi ekki kunna ad færa Sier i nit hlunnindi þaýg Sem fjelæid veitir Limum sin- um, T. a. m. tina tina verkfærum. hrekja frá sjer nitustu búfrædinga sem fielæid sendir þeim, til vinnu. Rótvelska Guðmundar bílds Guðmundur Pálsson bíldhöggvari virðist hafa verið mikill hagleiksmað- ur og enda hið mesta listamannsefni, en ekki giftudrjúgur að sama skapi. Mörg fögur handaverk hans eru enn til, svo sem útskorinn rósabekkur um 'altaristöflu í Þingeyrakirkju, vind- skeiðar, dyraskraut og veðurvitar. Hann skar meðal annars æðarfugla, sem voru yfir dyrum í Höfnum á Skaga, Efra-Haganesi i Fljótum og Laufási vig Eyjafjörð, og lax, sem prýddi bæinn á Laxamýri i Þingeyj- arsýslu. Guðmundur bíldur var lengi erlend- is og stundaði þar tréskurðarnám. Hann þótti þai „komisk personlig- hed“, eins og sagt er í bréfum. Málfar hans var hið furðulegasta. Eftir að hann kom heim til íslands, eignaðist hann bátkænu, sem hann var oft einn að svamla á meðfram ströndum Norðurlands á sumrin. Um skeið var hann í Svíþjóð, og segir Árni Jónssori frá Geitareyjum svo af honum i bréfi frá 1865: „Hann hefur verið hér hjá mér nokkrum sinnum Hann talar nú hreina rótveisku, og það er ómögu- legt að skiljá hana Eg hef skammazt mín mikið fyrrí hann, því allir, sem heyra hann eða sjá, halda. að hann sé einn komplett idíót. Hann er mik- ið lurfulega til fara og drekkur líka. Eg rég honum að fara heim. en hann sagðist forakta allt, hvað íslenzkt heitir. og þess vegna. að hann fékk ekki svo mikla peninga sem hann vildi hjá íslenzku stjórninni." í Kaupmannahöfn var Guðmundur um skeið í tygjum við danska stúlku, án sérlegrar blessunar vandafólks hennar. En þar kom, að hann skrif- aði henni uppsag?narbréf Nú átti stúlkan erfitt með að lesa bréfið og leitaði því meg það til Islendings, sem hún þekkti. Hann gerðj af því stafrétt afrit og þess vegna er þetta dæmi um „rótvelsku" Guðmundar bílds enn til: Det er mig óforglemelig deres hoffli og artiheider nór man besuger dem sjerdeilis, Mód ein som har gjört dem Litt gott i forveygen jæ kune nokk si det sidste gang, Man kune antage fra den furde kenskav vi hade paa deres Muers tale, heners Guslige hovnheid Man kune Sturte ved at hure paa de av soddan ein ofordanet jeg vil omtrent sigje SkarnbiTtte Man kune ende vere bekjent vid ad koma med dem nogen Steder Latteri og alleslags odanelse, jæ har saa mange orlie Meneske bekjendskav derfor vilde jæ aldrig nogensteder go med dem og de var aldrei mín meining ad gifte eda trulova mig dem jæ vil nu ende tale meire den gang til jomfru Mile Christensen Balsamgade 463 3 dje S GPsen. 554 T í 111 I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.