Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Page 5
REYKHÓLAR og SKARÐ á Skarðsströnd voru lengi frægust höfðingjasetur á Vesturlandi. Meðal þeirra hlunninda, sem gerðu þessar jarðir eftirsóknarverðar, var selveiðin. — Efri myndin er af gamla bænum á Reykhólum, en neðri af Skarði. (Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson). ur maður, kom þar að, sem menn drógu upp veiðina, og kvað: „Veifaði hnellinn hvössum dör, hreifadrellir missti fjör“. Og bað þá botna stökuna. Ari Steinsson svarar samstundis: „Sveif að velli köld með kjör, kleif eru svell á feigra skör“. Nú eru menn hættir a<5 fara í slík- ar veiðiferðir, skinnin eru verðlítil af fullorðnum útselum. Kjötið fæst enginn til að eta nú orðið, síðan allt matarkyns er metið á útlendan móð. Lýsið er verðlaust að heita má. Þetta eru uppgangstímar hjá útselnum, enda fjölgar honum mikið. En mann- fólkið veikist af meltingarsjúkdóm- um vegna fjörefnaskorts. Ein sú veiðiaðferð við láturselinn, sem ég nefndi í upphafi, er nú einn- ig alveg lögð niður, nefnilega írekstr- arveiðin. Vonandi verður hún aldrej tekin upp aftur. Þess vegna ætla ég nú þeim til fróðleiks, sem lesa vilja þessar línur, að skýra nokkuð frá því, hvernig hún var framkvæmd, enda var ég sjálfur þátttakandi í þeirri ferð, sem frá verður sagt. Hergilsey er ein mesta selveiði- jörðin á Breiðafirði. Þar veiddust ár- lega kringum síðustu aldamót 180— 200 selir, kópar og fullorðnir. Það var á sjálfan kóngsbændadag- inn vorið 1925. Ég var þá nýfluttur í Hergilsey til búskapar, og voru tveir aðrir bændur í eynni, bróðir minn, Árni Einarsson, bátasmiður, og Snæ- björn Kristjánsson hreppstjóri, sem •kenndur er við Hergilsey, en hann var þá orðinn gamall maður, rétt sjötugur, en hafði búið lengi í eynni, orðlagður sjósóknari og aflamaður. Veðrið var yndisblítt þennan morg- un, logn og vor í lofti. Ég stóð á stéttinni fyrir framan bæinn minn og andaði að mér sjávarseltunni og ilmi jarðar. Sé ég þá, hvar Snæbjörn kemur heiman frá bænum sinum, en sá bær stóð, og stendur enn, uppi við brekkuna á sama stað og álitið er, að bær Hergils og Ingjalds hafi staðið. Karlinn gekk hraðar en hann var vanur og raulaði vísu fyrir munni sér. Það gerði hann einatt. Hann bauð mér góðan daginn um leið og hann gekk fram hjá mér og lét þess getið, að gott væri nú veðrið, og tók ég undir það. Síðan hélt hann áfram niður að hjöllum, sem stóðu nokkr- um föðmum neðar á tanganum, hvarf þar inn, en kom að vörmu spori út aftur og hélt á tveimur selakeppum, sem hann reisti upp við hjallvegg- inn. Síðan gekk hann heim aftur og sagði svona eins og af tómi um leið og hann gekk fram hjá mér: „Við erum að hugsa um að fara út í sker“. Gekk hann svo inn í bæ bróður míns, en sá bær var áfastur mín- um, — og kallaður Suðurbær. Fara út í sker. Það gat ekki þýtt annað en að fara í írekstrarferð, það vissi ég þó, því að ég var svo sem ekki ókunnugur í Hergilsey, þótt ég hefði ekki búið þar áður. Oddbjarnarsker er yzt allra hólma í Breiðafirði vestanverðum. Þar var mikil veiðistöð í gamla daga og róið þaðan haust og vor. Þaðan gengu til fiskjar þrjátíu og þrír bátar árið 1703. Og þangað var það, sem Eggert ríki í Hergilsey flutti sjötíu vesalinga í Móðuharðindunum og bjargaði þeim frá hungurdauða. Oddbjarnarsker er lítill sandhólmi um flæðar, einn til háJfur annar hektari að flatarmáli. En um fjörur er þetta geysimikið flæmi, því að grunnsævi er mikið þar í kring. Norðvestan við skerið er annað sker, sem nefnt er Laugasker. Þar sprettup heitt vatn upp, þegar fellur út. Svo er víöa á skerjum, sem tilheyra Hergilsey, en verður til engra nota. Sundið milli Oddbjarnar- skers og Laugaskers heitir Leiðar- T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 557

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.