Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Page 9
Halldór Stefánsson hvarf frá bú- skapnum a3 skrifborðinu, en alltaf hefur hann þó verið bóndi í hug og hjarta, eins og margur, sem fetað hefur svipaða slóð. — Ertu Austfirðingur, Halldór? — Eg er fæddur á Desjarmýri í Borgarfirði eystra 26. maí 1877, en foreldrar mínir voru Stefán prestur Pétursson og Ragnhildur Metúsal- emsdóttir frá Möðrudal. Ég ólst fyrst upp sjö ár á Desjarmýri og fjögur á Hjaltastað. Þá dó faðir minn eftir fjögra ára þjónustu þar. Fram undir skólagöngu var ég með móður minn; j Geitagerði í Fljótsdal. — — Hvað varstu gamall, þegar þú fórst í skóla? — Ég var 18 ára, og lá þá leiðin í Möðruvallaskólann. Þá voru ekki til aðrir alþýðuskólar. Eg kom þangað haustið 1895, og þá var Iljalta lín skólastjóri og Stefán og Halldór Briem kennarar. Þar var ég svo tvo vetur. Skólinn var þá tveggja vetra skóli. — Og þegar þú varst búinn á Möðruvöllum? — Næsta ár var ég verkstjóri á búi Jóns Bergssonar á Egilsstöðum og Margrétar Svejnsdóttur, konu hans. Hann rak þar stórbú með mesta myndarskap, en hafði auk þess póstafgreiðslu og verzlun. Um vetur- inn var ég kennari og verzlunar- maður, kenndi strákunum hans, Þor- steini og Sveini. Þá þóttu Möðru- vellingar tilvaldir kennarar, þegar þeir komu út í sveitir — eða það bezta, sem hægt var að fá, fyrir utan prestana. Jón hafði aðallega fjárbú, — og hann hafði margt sauðfé á tveim beitarhúsufn. Ég var bara þetta ár hjá Jóni. Þá fór ég að Skriðu- klaustri til Halldórs Benedik'tssonar Halldór Stefánsson, fyrrver- andi alþingismaður, tók á móti mér í garðinum við Flókagötu 27 í glampandi sólskini, þegar hann hafði fallizt á að veita viðtal. Leið hans lá forðum frá Austur- landi til Reykjavíkur, þar sem á hann hlóðust margvísleg félags- mála- og trúnaðarstörf, þó að hann geti nú með góðri samvizku sezt í helgan stein, af því að þeim er lokið. Enn mundar þó gamli maðurinn pennann í tóm- stundum sínum og segisf ekki vita, hvernig farið hefði, ef hann hefði ekki átt hann fyrir vin. og Arnbjargar Sigfúsdóttur og var þar einnig verkstjóri á búinu, því að Halldór gekk ekki að venjulegum úti- verkum fremur en Jón Bergsson. — Halldór rak stórbú á Skriðuklaustri. Hann var hagsýnn smiður, bæði á tré og járn og húsasmíði og vann búi sínu ekki minna gagn á þann hátt en þeir bændur, sem gengu til bú- verka. — Var ekki margt fólk í heimili? T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 561

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.