Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Side 10
— Jú, jú — það voru um tuttugu manns í heimili eða ríflega það. Það voru ekki aðrir bændur á Héraði, sem ekki gengu til útiverka en þeir Jón á Egilsstöðum og Halldór á Klaustri, en ástæðan til þess, að Hall- dór gekk ekki að erfiðisvinnu eða gegningum var sú, að hann hafði áð'ur en hann kvæntist kennt brjóst- veiki og leitað til Þorvarðar lækms Kjerúlfs, sem ráðlagði honum að stofna til hjúskapar og búskapar, drekka seyði af fjallagrösum og haga búrekstrinum þannig, að hann þyrffi hvorki að sinna erfiðisvinnu eða gegn- ingum. Og þetta ráð tók Halldór og framkvæmdi og kenndi ekki brjóst- veikinnar síðan. Halldór naut ekki bókmenntunar í uppvexti, en kunni vel til búskapar, átti ma. búfræði- ritið Atla og hélt Búnaðarritið og önnur tímarit. sem út komu á þeim tíma, og studdist við það. Auk þess var hann frábærlega hagsýnn og hug kvæmur í öilum búskaparframkvæmd um. — Hverjir voru mestir stórbænd- ur austan lands á þessum áium? — Gunnar Pálsson á Ketilsstöðum, Halldór á Klaustri og Jón á Egils- stöðum voru mestir bændur á Hér- aði. Eiríkur á Karlsskála bjó bæði við sjó og land, og nefna mætti Hjálm ar á Brekku í Mjóafirðí og Sölva Vigfússon á Arnheiðarstöðum. Mikill búskapur var líka á þessum árum rekinn á Jökuldal, en ég vildi nú gjarnan fá betri tíma til að átta mig á því, hverja nefna skal, ef talað er um allt Austurland í þessu sam- bandi. — Hvað varstu svo lengi á Klaustri? — Fjögur ár. Þar kvæntist ég Björgu, dóttur Halldórs, aldamóta- árið, og þar bjuggum við í fyrstu. Frá Skriðuklaustri réðst ég forstjóri fyrir sölgdeild Pöntunarfélags Fljóts dalshéraðs á Seyðisfirði og gegndi því starfi til vors 1909. — Hvernig féll þér þetta starf? — Ég var nú þá og hef alla tíð verið kaupfélagsmaður í eðli mínu. Það var þá ekkert kaupfélag fyrir austan, nema þetta pöntunarfélag, og það var eina verzlunarfélagið á Aust- urlandi á þessum tíma. Helztir kaup- r enn á Seyðisfirði voru Stefán Th. .’ónsson, Þórarinn Guðmundsson og Sigurður Johansen, sem var norskur, og svo var verzlun Örum og Wulf á Vopnafirði og einnig verzlanir á Djúpavogi og Eskifirði. — Hvenær var pöntunarfélagið stofnað? — Það er talið stofnað ári síðar en Kaupfélag Þingeyinga, eða 1884. Það höfðu verið verzlunarsamtök austanlands frá miðri 19. öld, en ekki komizt í fast form fyrr en þetta. Það var formið, sem Jón Sigurðsson átti eiginlega upptök að: verziun við á- kveðna kaupmenn gegn loforði um vöruvöndun. Áður höfðu Austfirð- ingar átt mikinn þátt í stofnun og rekstri Gránufélagsins. Helztu for- göngumenn að stofnun pöntunarfé- lagsins voru Þorvarður iæknir Kjer- úlf á Ormarsstöðum, Páll Vigfússon í Hrafnsgerði og síðar Hallormsstað, Sæbjörn Egilsson bóndi á Hrafn- kelsstöðum og séra Bergur Jónsson í Vallanesi, en þar var félagið stofn- að. — Hvað tók við, þegar þú fórst frá Seyðisfirði? — Þá efndi ég til búskapar á Hamborg í Fljótsdal, og þar bjó ég samfellt til vors1921. — Það var vegna þess, að félagið lagðist niður, að ég breytti þarná” ráði mínu. Sam- hliða því, sem pöntunarfélagið lagð- ist niður, var efnt til kaupfélags á Fljótsdalshéraði. Það var Kaupfélag Héraðsbúa, sem stofnað var á Skeggja stöðum í Fellum 19. apríl árið 1909. Komdu hérna og sjáðu, sagði Hall- dór, og teymdi mig inn í annað her- bergi, þar sem innrammað heiðurs- skjal hangir á veggnum. — Þetta skjal hafá stjórn og framkvæmda- stjóri Kaupfélags Héraðsbúa undir- ritað og afhent Halldóri, en á 50 ára afmæli þess var hann kjörinn heið- ursfélagi kaupfélagsins, þar eð hann hafði á öðru starfsári félagsins gerzt formaður þess og verið það síðan, meðan hann átti dvöl á Fljótsdals- héraði, til 1921 — að áxi undanskildu — og lagt félaginu þá og síðan marg- víslegt liðsinni. — Tókstu mikinn þátt í ópinber- um málum og félagsstarfi fyrir aust- an? — Oddviti Fljótsdalshrepps var ég fjögur ár og sýslunefndarmaður önn- ur fjögur; í stjórn Búnaðarsambands Austurlands á tímabili, starfaði í Hros'saræktarfélagi Fljótsdalshéraðs og sat í stjórn sjúkrahússins á Brekku um tíma, auk þátttöku minn- ar í kaupfélagsskapnum. — Frá Hamborg fluttist ég að Torfastöð- um í Vopnafirði 1921 — um vorið. — Hvað geturðu sagt mér um ver- una þar? — Konuna missti ég það sama haust. Sjö árum síðar kvæntist ég aftur og gekk þá að eiga Halldóru Sigfúsdóttur frá Hofströnd. — Nú — þarna var ég strax kosinn oddviti hreppsnefndar og gegndi starfinu í fjögur ár. Eg var þá ekki gefinn fyrir opinber störf, og ég sagði þeim af mér, þegar þegnskyidutímanum var lokið, bæði í Fljótsdal og Vopna- firði. — En samt varstu kosinn á þing. — Haustið 1923 réðst ég til fram- boðs í Norður-Múlasýslu vjð almenn- ar þingkosningar og bauð mig fram með Þorsteini M. Jónssyni fyrir Fram sóknarflokkinn og náði kosningu. Þorsteinn gat ekki sótt fundina, bað mig að skila kveðju sinni til hátt- virtra kjósenda og vísa til kunnug- leika þeirra á sér, en náði ekki kosningu. Aðrir frambjóðendur voru Björn Hallsson á Rangá, Jón Sveins- son, bæjarstjóri á Akureyri og Árni Jónsson frá Múla. Og Árni hlaut kosningu með mér. — Hvernig höguðuð þið kosninga- baráttunni? — Við Björn Hallsson höfðum sam eiginlega framboðsfundi, og Jón Sveinsson var á tveimur fundum með okkur. Framboð Árna Jónssonar var þá ekki komið fram, og fór hann einn til fundarhalda um sýsluna, nema við höfðum sameiginlega fundi á Vopnafirði og í Skeggjastaðahreppi. — Hvernig þótti þér við þá að eiga? — Því er erfitt að svara. Kosninga- baráttan var heiðarleg og málefnaleg. Það var sagt um einn framboðsfund, sem seinna var haldinn á Egilsstöð- um, að enginn hefði mátt annars máli halla. Svona var nú okkar barátta. En það var erfiðast að eiga við Árna. Hann var langgáfaðastur og kunni bezt að snúa snældunni sinni, enda var hann sá stjórnmálaritstjóri hér í Reykjavík, sem öllum þótti erfiðast að eiga við meðan það var. — Hvernig kunnirðu svo við þig í þinghúsinu? — Ég kom inn í þingið í flokki Framsóknarmanna, og ég vil ekki annað segja en ég hafi kunnað sæmi- lega við mig við þingstörfin. — Hvað saztu lengi á þingi? — í tíu ár, eða fram til kosninga 1934. — Hverjir samþingmanna þinna eru þér minnisstæðastir? — Tryggvi Þórhallsson. Ég held ég geti líka nefnt Guðmund Ólafs- son, Ingvar Pálmason, Pétur Þórðar- son og Lárus á Klaustri. Þetta voru allt bændur, eins og ég, og líklega einna málstirðustu mennirnir í þing- inu. Um annarra flokka menn ætla ég ekki að tala, hvorki til góðs né ills. — Hver voru örlagaríkustu málin, sem afgreidd voru á þingi í þinni þingmannstíð? — Það voru stjórnarskrárbreyt- ingin 1933 og kjördæmamálið. — í hverju var þessi stjórnarskrár- breyting fólgin? — Hún var nú eiginlega ekki fólg- in í öðru en því, að kjördæmaskipun- in var færð inn í stjórnarskrána, landskjörið afnumið og ákveðin allt að 11 uppbótarþingsæti í skiptum milli þingflokka. — Gekkstu ekki í Bændaflokkinn, meðan þú sazt á þingi? — Jú, Bændaflokkurinn var stofn- aður 1933, og ég var einn af stofn- endum flokksins. — En svo hættirðu þingmennsku Framhald á 573. síðu. 562 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.