Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Side 12

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Side 12
r Herkúles klæddur Ijónsskinnl. — Tré- kkurðarmynd. Árið 1625 gaf Gústaf Adolf II Svíakonungur, hinni konunglegu skipasmíðastöð í Stokkhólmi, skipun um að smíða fjögur orr- ustuskip. Hann þarfnaðist góðs herskipaflota til þess að hrinda áformum sínum í framkvæmd, en þau miðuðu að landvinningum við Eystrasalt. Hann hafði átt i stöðugum styrjöldum síðan hann tók við völdum árið 1611, fyrst við Dani og Rússa, þá við Pól- verja, og ekki leið á löngu, áður en hann var orðinn þátttakandi í þeirri langvinnu styrjöld, sem kölluð hefur verið „Þrjátíu ára stríðið“. Hann réð yfir góðum landher, en sjóher hans var langt frá því að fullnægja kröfum hafði það helmingi fleiri fallbyssur en nokkurt skip, sem sézt hafði fyrr og síðar í höfn Stokkhólms. Aðalorru^tu- máttur skipsins var fólginn í fjörutíu og átta þungum falibyssum, 24 punda, sem komið var fyrir í tvejm stórskota lyftingum, og voru tuttugu og tvær fallbyssur í þeirri efri, en tuttugu og sex í þeirri neðri. Auk þess hafði skip ið sextán kanónur: Átta þriggja punda tvær eins punds og sex stórar fall- byssur. Þessum byssum var komiö fyr ir á skutpalli og þilfari Allai voru þessar byssur úr bronzi og samanlögð þyngd þeirra hefur verið nálægt 80 tonn. Aðalmastrið hafði verið tekið úr öðru skipi, sem einnig hét Vasa, og nokkur akkeri og tvær byssur höfðu verið fepgnar úr eldri skipum, en af þessu var mjög óverulegur sparnaffur. Áætlað var, að Vasa léti úr höfn í jómfrúferð sína strax eftir að morgun guðsþjónusta hafði farið fram í Stokk NIÐUR ÍÐJÚPIÐ Fjöldi tréskurðarmynda prýddu Vasa. — Þetta er Kerúpl, sem leikur á hljóSpípu. hans. Þessx fjögur skip myndu hins vegar bæta mjög úr og gefa sjóhernum aukinn orrustumátt. Hollendingur, að nafni Henrik Hyberson, var fenginn til þess að standa fyrir smíði þessara skipa. Fyrsta skipið, Vasa, hljóp af stokk unuin árið 1627. Vorið 1628 var Vasa dregifj inn á lægi sitt fyrir framan konungshöllina, og þar var síðasta hönd lögð á útbúnaðinn. Þetta ár hafði reynzt sænska sjó- 'ternum þungt í skauti. Mörg skip uifðu hlotið hvílu á botni Eystrasalts. En það voru miklar vonir bundnar .ið þessar nýju skipasmíðar. Vasa var ekkcrt venjulegt herskip. Konungur- inn sjálfur hafffi samþykkt bygging- aráætlunina og lýst yfir ánægju sinni með hana. Vasa hafði fleiri fallbyssur og gat siglt fyrir fleiri seglum en nokkurt annað sænskt herskip, og hinn mjói og rennilegur skrokkur þess átti að hafa þau áhrif, að það yrði hraðskreiðasla skip flotans. Stokkhólmsbúar þyrptust að þúsund um saman til þess að leiða þennan fagra og stórglæsiiega farkost sjónum, þar sem hann lá á skipalæginu með hvítmalaffar tréskurðarmyndir og rað ir fallbyssna, sem glömpuðu í sumar- sólinni. Vasa hafði þrjú þilför og var 170 fet á lengd, og jafnvel larrdkrabbi gat ekki komizt hjá því að sjá, að skip ið var ákaflega vel vopnum búið, enda hólmi, sunnudaginn 10. ágúst 1628. En um morguninn var vindur lítill, svo að skipstjórinn ákvaö að bíða kvöldkulsins, sem venjulega lét ekki á sér standa. En kvöldkulið reyndist ekki nóg til þess að hreyfa skipið af læginu. Tveir langbátar voru þá settir á flot og þeir réru með þjtta glæsilega skip í togi út úr mjóu hafn armynninu. Öll segl á skipinu voru uppi, en þau blöktu vart. Á skipinu voru 50 menn, þegar það lét úr höfn; sjálf áhöfn skipsins og skyldmenni einstakra skipsmanna, sem höfðu fengið leyfi til þess að sigla með skipinu að Stokkhólms-skerjagarð inum. Þetta fólk stóð flest á efsta þil farinu og horfði til lands, þar sem fjöldi manna stóð og fylgdist með ferð um skipsins. Fólk hafffi safnazt sam- an strax um morguninn á peim stöð- um, þar sem bezt sást til ferða skips ins. Því hlýtur að hafa fundizt biðin frá því snemma um morguninn og fram á kvöld hafa varað heila eilífð. Það er því ekki að undra, þótt fagnað- aróp brytist út á vörum þess, þegar vindurinn blés í segl þessa volduga skips. En fagnaðarópið dó á vörun- um, þegar skipið hallaðist skyndi- lega geigvænlega á hliðina. Það glaðn aði þó heldur yfir fólkinu aftur, þeg- ar skipið rétti sig við og allt virtist í lagi. Þegar Vasa sigldi úr vari við hina háu kletta Södermalm í syðri hluta hafnarinnar, kom snöggur dalagustur 564 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.