Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Qupperneq 13
áf landi og fyllti seglin. Þetta var það augnablik, sem áhorfendurnir höfðu verið að bíða eftir allan dag- inn, því að fegurð skipsins hlaut að njóta sín bezt, þegar skipið sigldi fyrir fullum seglum; — en því auðn- aðist aldrei að sjá þetta stolt þjóð- arinnar bnana úr höfn knúið hvítum vængjum sínum. Slysið varð með svo skjótum hætti, að á eftir áttu áhorfendur erfitt með að gera sér grein fyrir, hvað raun- verulega hafði gerzt. Þeir, sem stóðu næst skipinu, sögðu, að þeim hefði viizt skipið skyndilega hallast eins og áður, en í þetta sinn rétti það sig ekki við aftur. Fallbyissuopin fóru á kaf og sjórinn flæddi inn í skipið. Það, sem fyrir andartaki hafði verið glæsilegt skip, var nú fljótandi hrúg- ald, og seglin, sem áttu að fyllast fersku sjávarlofti, flöksuðust nú renn vot í sjónum. með guðs hjálp mun honum takast að ná skipinu upp. Við fullvissum yð ar hátign um það, að allt, sem stend- ur í mannlegu valdi, mun verða gert til þess að bjarga skipinu." Þetta slys olli þjóðarsorg i Sví þjóð, ekki eingöngu vegna þeirra manna, sem fórust, heldur og vegna þeirra vona, sem þjóðin hafði bund ið við skipið. Þær vonir hurfu i djúpið með því. Við herrétt var skipstjórinn sakað ur um að hafa átt sökina á slysinu. vegna vanrækslu. En hann bar það fram sér til varnar, að Vasa hefði ekki látið að stjórn. Þeir, sem áttu sæti í herréttinum, voru ófúsir til þess að aðhafast meira í málinu, vegna þess að konungurinn sjálfur hafði samþykkt byggingaráætlun skipsins. Það var náttúrlega ekki hægt að komast hjá því að veita því athygli, að skipið var miklu mjórra OG UPPAFTUR en tíðkaðist með herskip á þe^sum^ tímum. Herrétturinn lýsti því þó yf- ir, að skipið hefði haft óvenjuiega mörg segl og tvisvar sinnum fleiri fallbyssur, en eðlilegt mætti teljast. Hver var ástæðan fyrir þvi, að Vasa lagðist á hliðina? Það er varla nokkrum vafa undirorpið, að skipið hefur verið óstöðugt Byssuopin voru fast við sjávarmái og lengd þess var um fjórum sinnum meiri en breidd- in. en til samanburðar má nefna, að venjuleg hlutföll í herskipum þessara tíma voru 3:3 eða 3:5. Arið 1704 var annað sænsk skip byggt með svipuðum hlutföllum og Vasa, en þaá skip risti fjórum fetum dýpra og hafði miklu meira rúm fyrir kjölfestu. Þetta leiðir í ljós, að annaðhvon hef- ur Vasa verið of mjótt miðað við þyngd sína og lengd eða haft of lít- ið rúm fyrir kjölfestu. Hvað sem því líður, er augljóst, að skipið hefur 'irðið fórnarlamb tilrauna tii þess að fá fram meiri siglingahraða og vopnabúnað en heppilegt var. Á næstu árum, sem fóru í hönd, voru rnargar tilraunir gerðar til þess að ná skipinu upp, en án árangurs. En rúmum þrjátíu árum síðar vann Sví- Til allrar hamingju var meiri hlut inn af áhöfn skipsins og gestum ofan þilja, þegar slysið bar að höndum Þegar skipið lagðist á hliðina, kast aðist fólkið — eða fleygði sér í sjó inn. Vatnið hélt áfram að streyma inn í skipið og von bráðar hvarf það sjónum. Á leiðinni niður í ríki fisk- anna rétti það sig við og settist kjöl- rétt á botninn á 100 feta dýpi. Smábátar, sem höfðu ætlað að fylgja skipinu út að skerjagarðinum, komu hinu nauðstadda fólki til hjálp- ar. en samt sem áður drukkmuðu fimmtíu manns í þessu hörmulega sjóslysi. Meðal þeirra, sem björguð- ust, var skipstjórinn, sem var sam- stundis tekinn fastur. Næsta dag var sendiboði sendur til konungsins til þe=' að tilkynna honum slysið og jafnframt það, að skipstjórinn yrði dreginn fyrir sjórétt. Einnig var hon- um tilkynnt, að þegar væri hafinn undirbúningur að björgun skipsins. Skýrsla, sem síðar var send konungin- um, eftir að tilraunir höfðu verið gerðar til þess að bjarga skipinu, gef- ur nokkra hugmynd um, hve alvar- legum augum þessi atburður hefur verið litinn, og hve mikið kapp hef- ur verið lagt á að ná skipinu upp. í þessari skýrslu stendur meðal annars: „Við höfum af fullri atorku og kost- gæfni reynt að ná skipinu upp, og okkur til hjálpar höfum við fengið Englending, Bulmer að nafni. Hann hefur heitið að taka starfið að sér og Gustaf Adolf II Sviakonungur. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 565

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.