Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Page 19

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Page 19
með því, hvenær Regúlus hvarf á bak við Venus og hvenær hann birt- ist á ný. En þar varg þó að hafa i huga ljósbrotið í gufuhvolfi Venusar, og þess vegna urðu að fara fram um- fangsmiklar athuganir, svo að unnt væri að ákvarða það réttilega. Niðurstaða af athugunum, gerðum í tuttugu og fiórum stöðvum, var sú, ag geisli Venusar sé 6089 kflómetrar, og getur þó sá reikningur verið sex kílómetrum of eða van. Venus er því lítið eitt minni en jörðin. Hiti í eitt hundrað og fimmtíu kílómetra hæð frá yfirborði Venusar er 170 stig á Celsíus, en lækkar, þegar nær dreg- ur yfirborði hnattarins. í hundrað kílómetra hæð er hann 24 stig, en sjötíu kílómetra hæð er 33 stiga frost. Síðan hækkar hann ört og er 307 stig við yfirborðið, LífgeÉgi fræ Fyrir áttatíu árum gróf vísindamað- ur í jörð tuttugu lukt ker, og voru í hverju keri fimmtíu frækorn af tuttugu og þremur tegundum jurta, mest illgresisfræ. Kerin hafa síðan verið grafin upp meg ákveðnu milli- bili og fræi úr þeim ság. Er þetta gert til þess ag kanna, hve fræ þess- ara jurta halda lengi frjómagni sínu. Fræ ellefu tegunda hætti að spíra, þegar fimm ár voru liðin, og eftir fjörutíu ár voru eftir fjórtán tegund- ir, sem spíruðu. Að sextíu árum liðnum héldu aðeins þrjár tegundir velli, og af einni þeirra óx aðeins upp ein jurt. Það var súrutegund, rumex crispus. Tíu af hundraði af fræi annarrar tegundar, oenothera biennis, nág; þá að spíra, en kónga- ljósategund eina, verbascum blattaria, munaði ekki meira en svo um þessa sextíu ára vist f jörðu niðri, að spír- unin var full sjötíu af hundraði. Því miður vantaði margs konar fræ, sem menn vita, að mjög er lífseigt, svo sem fræ ýmissa ertublóma. •- Jafnvægi náttúrunnar Nýlega hefur komið glöggt í ljós, hve lítig þarf til þess að raska jafn- vægi náttúrunnar. Síðan svonefndir froskmannabúningar komu til sög- unnar hefur köfun á grunnsævi mjög færzt í aukana. Við strendur hlýrra landa er mjög títt orðið, að menn kafi sér til skemmtunar, og þar eru nú einnig stundaðar veiðar í slíkum búningum. Með þeim hætti er mjög auðvelt ag safna skeljum og kröbb- um og veiða ýmiss konar fiska, sem áður voru tiltölulega óhultir í skúmaskotum á botni grunnsævis. Þessi nýbreytai hefur þegar. valdið mikifli rýrnun margra stofna slíkra fiska og skeldýra. Bandaríkjamenn hafa fyrstir orðið til þess að sporna gegn þessu. Þeir hafa friðað stórt svæði við Flórída- skaga, þar sem kóralrif eru á grunn- sævi. Þar má enga lífveru veiða, hvorki fisk né skeldýr, sem safnarar höfðu reynzt býsna skæðir. inafffarir Liffræðingar hafa áhyggjur af því, hvað gerast kann, ef maðurinn kemst einhvern tíma með tæki sín til annarra hnatta. Þá er viðbúið, að þeir flytji með sér margs konar ör- smæðarverur, og enginn getur séð fyrir, hvað af því kynni að hljótast. Það er raunar vafasamt, að nokk- urt líf sé á þeim hnöttum, sem lík- indi eru tfl, að menn geti kanna’ náinni framtíð. En sé lif á þeim hnött- um, er sennilegt, að því sé á allt ann- an veg farið en við eigum að venjast hér á jörðu. ÖUu lífi á jörðunni eru sameiginleg nokkur líffræðileg undirstöðuatriði, og má þar nefna eggjahvítuefni, kjarnasýrur og hvatakerfi. Vera má, ag líf á öðrum hnöttum hafi leyst vanda sinn á allt annan hátt, og þar getur til dæmis verið líf, sem er með öllu óháð vatni. Við vitum þetta ekki. Við getum velt vöngum, álykt- að og getið í eyðurnar, en við kom- umst ekki að raun um þetta, fyrr en við höfum sannreynt það. En ef við flytjum með okkur ókjör af jarðneskum lífverum, getum við spillt lífheimum fjarlægra hnatta, áð- ur en við höfum kannag þá, og glopr- að úr höndum okkar einstæðum möguleika til þess að komast nær lausn hinnar miklu gátu um uppruna lífsins. Það er ekki óhugsandi, að örsmæðarverur frá jörðu kæmust 1 svo góð lífsskilyrði á öðrum hnött- um, að fjölgun þeirra yrði óskapleg á skammri stundu. Og ef við snúum dæminu við: Hvag hefði það í för með sér, ef vig flyttum kynstur af veirum frá ögrum hnöttum til jarð- arinnar? Þetta er stórfellt vandamál, og þess vegna er það ekki út í bláinn, hve ákaft er nú leitað aðferða til þess að dauðhreinsa geimför. Farfiðrildi Það er nú kunnugt, að fiðrildi fara langar, árstíðabundnar ferðir, líkt og farfuglarnir. Svo virðist sem margt fiðrilda þeirra, sem alkunn eru á Norðurlöndum, komi sumar hvert frá suðlægari löndum. Frægast farfiðrilda er þó konungs- fiðrildið ameríska. Um það hefur ný- lega verið skrifuð þykk bók. Vísinda- menn hafa merkt þessi fiðrildi þús- undum saman og af þeirri hjörð hafa níutíu og átta náðst aftur á haust- ferðalagi sínu til vetrarheimkynn- anna í Mið-Ameríku og þrettán á sumarferðaiagi norður á bóginn. Tuttugu og átta fiðrildi höfðu far- ið meira en fimm hundruð kílómetra suður á bóginn, þegar þau veiddust, og átta meira en fimmtán hundruð kílómetra. Lengst hafði þó farið fiðrildi, sem merkt var í Ontario 18. ágúst 1957, en náðist aftur í San Luis Potosi í Mexíkó 25. janúar árið eftir. Vegalengd á milli þessara staða er sem næst þrjú þúsund kílómetrar. DeySing skeldýra í íslenzkum matreiðslubókum er svo fyrir mælt, að skeldýr, krabba og humar, er matreiða skal, eigi að láta í sjóðandi vata. Það virðist satt að segja hroðaleg aðferð. Nú hefur veiðimálastofnun Texas- fylkis látið rannsaka, hvernig deyða megi krabba og skeldýr, svo að sem minnst þjáning fylgi. Niðurstaðan er Regúlus í þann veginn að hverfa bak við Venus. 41% af kringlunni baðað Ijósi. Myndin tekin f Suður-Afríku. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 571

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.