Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Page 20

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Page 20
sú, að séu dýrin látin í kalt vatn og það hitað jafnt ag hægt upp í fjörutíu stig, deyfist þau svo hægt og hægt, að aldrei verði vart neinna viðbragða, er bendi til þjáninga. Þess verður þó að gæta, að rist sé á botni pottsins. þar eð hann hitnar fljótar en vatnið Loðfílar í Noregi Sú var tíðin, að mammútar eða loðfílar áttu sér heimkynni í Guð- brandsdal í Noregi. Nú á nokkrum árum hafa þrem sinnum fundizt leifar beina úr slikum skepnum. Alls hafa þar ellefu sinnum fundizt þess konar minjar, oftast tennur, en aldrei annars staðar í Noregi. Árið 1955 var bóndi við Litlaham- ar að grafa brunn við bæ sinn. Þegar hann var kominn átta metra niður, varð eitthvað fyrir honum, er hann hélt vera stein. Hann bisaði við að ná þessu, en tókst það ekki. Greip hann þá sleggju og lét hana ríða á það. Það var ekki fyrr en hann hafði brotið það, að hann sá, að þetta var ekki steinn, heldur bein. Þegar beina- brotin komust í hendur vísinda- manna, var búið að steypa innan í brunninn. Við samanburð á beinum frá Asíu kom í ljós, að beinin frá Litlahamri voru brot úr vinstra herða- blaði úr mammút. Áður en þetta gerðist, höfðu aðeins fundizt tennur úr mammút í Noregi. Næst fundust leifar beina úr mammút í malarlagi í Fávang, sjö til átta melra í jörðu niðri. Við rann- sókn reyndist þetta vera brot aí sjötta, sjöunda eða áttunda hryggj arlið mammúts. Kambur þessara hryggjarliða er sem sé langur og mjög sérkennilegur og hallast aftur. Hvíla kambarnir svo þétt hver við annan, að aftan á þeim sést greini- lega laut eða far, er hinn næsti hvíl ir í. Þriðji fundarstaðurinn var -é svip uðum slóðum. Vegavinnumaður fann jaxl úr mammút, nokkuð skaddaðan af völdum jarðýtu, undir fimm til sex metra þykku jarðlagi. Mammútar Kambur af hryggjarlið úr mammút, fundinn í Guðbrandsdal. voru tenntir á sama hátt og filai þeir, sem nú lifa, og reyndist þetta vera sjötti jaxl — sá, er mammútum óx síðast. Fílar fá nú þessa tönn, þegar þeir eru fimmtíu ára gamlir AI lögun og slitlagi mátti ráða, að hann var úr neðri kjálka vinstra megin. Þvert um slitlag jaxlsins voru fimmtán bryggjur, en á hann vant- aði að aftan sem nam að minnsta kosti þrettán slíkum bryggjum. Sýnt er, að hann hefur eitt sinn setið í munni stórs og vel þroskaðs dýrs. sem orð'ið var nokkuð aldrað. Kosningín á Seyðisfirði Framhald af 560. síðu. ógild og skyldi kosning fara fram að nýju 9- marz 1909- IV. Eftir að úrskurður Alþingis var fallinn um réttmæti þingkosningar innar á Seyðisfirði frá 10. septem- ber 1908, hófst ný sókn vegna þing kosningarinnar, sem fram skyldi fara 9. marz 1909. Frambjóðendur við þá kosningu voru hinir sömu og fyrr, þeir dr. Valtýr Guðmunds- son og séra Björn Þorláksson á Dvergasteini. Var nú hafin grimmi leg barátta um atkvæði háttvirtra kjósenda, bæði á prenti, með funda höldum og óteljandi samræðufund um við einstaklinga. Jafnvel við unglingarnir, sem vorum á aldrin- um 12—18 ára, létum ekki okkar eftir liggja að taka virkan þátt í kosningaslagnum. — Meginhluti þeirra unglinga, sem þar gengu fram á orrustuvöllinn, fylktu liði gegn uppkastinu og unnu af fremsta megni að kosningu séra Björns. Daginn fyrir þingkosninguna (8. marz), fiutti Austri svohljóð- andi símskeyti frá Reykjavík: „Meirihluti þingmanna, 24, standa sem múrveggur. Forsetar fara 21. þ.m. á konungs fund. Meirihlutinn hefur afl atkvæða í báðum deildum, þótt forsetar fari. Allt gagnstætt þessu eru rangar fregnir. í þingbyrjun var dr. Valtýr Guð- mundsson gerður flokksrækur fyrir framkomu sína seinustu misserin, og samþykkt var einróma, að hann yrði ekki (aldrei) í vorn flokk tek- inn. í umboði meirihluta á þingi: Björn Kristjánsson, Sig. Gunnarsson". Að morgni hins 9. marz var bjart veður, frostlítið. eða frostlaust, en lítilsháttar snjór á jörðu. Kjörfund ur átti að hefjast klukkan tíu ár- degis og kjörstaðir voru í barna- skólahúsinu. Við unglingarnir höfð um vígstöðvar á ýmsum stöðum í bænum. Skiptum við okkur niður í hópa og jafnframt voru einstak- lingum faldar aðgerðir. Einn hóp- urinn tók að sér að moka þriðjung af tröppum barnaskólans. Þar ætl- uðum við liði séra Björns að ganga upp, en andstæðingarnir áttu að fá að kafa snjóinn- í þeim hópi voru meðal annarra tveir synir eins af aðalstuðningsmönnum dr. Valtýs. Þegar dr. Valtýr kom á kjörstaðinn í fylgd háttsettra herforingja í liði Slitlag iaxls úr mammút úr Guðbrandsdal. Jaxla, sem samsvara þessum, taka fílar, þegar þelr eru fimmtíu ára. £72 TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.