Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Qupperneq 2

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Qupperneq 2
r Giiomundur B. Arnason: Minn.in.gar frá síðasta fimm.tu.ngi 19. aidar Þegar ég læt hugann reika til þess tíma fyrir rúmum 80 árum, er ég fyrst tók að skynja og muna það, sem gerðist í kringum mig, virðist mér því líkast, að þá hafi ég verfð i öðrum heimi. Svo miklar eru breyt- ingarnar. Efnahagur fólksins, bygg- ingar, samgöngur, skip og önnur flutninga- og farartæki, stjómarfar, trú, siðir, menntun, vinnubrögð, tækni og skemmtanir er allt ger- breytt frá því, sem var. Það er að- eins hið frumstæðasta f eðli okkar, sem lítig eða ekkert hefur breytzt. Það væri efni í stóra bók, ef skrá ætti og lýsa nákvæmlega öllum hin- um miklu breytingum, sem orðið hafa hér á landi á nokkrum síðustu áraíugum og flestar eru, sem betur fer, til bóta. En það er ekki á mínu færi. Ætla ég því aðeins að minnast lítið eitt á síðasta atriðið: Skemmt- anirnar á uppvaxtarárum mínum frá 1880—93. Það var dauflegt og ömurlegt hér á landj um áramótin 1880—1881. Eftir eitt hið bezta sumar, er menn mundu hér á Norðurlandi og vegna hita og þurrka var kallað „hitasum- arið mikla“, kom vont haust og ein- hver grimmasti frostavetur, sem yfir þetta land hefur gengið. Hann hlaut gagnstætt nafn hinu undangengna sumri og var nefndur „frostaveturinn mikli“. Um þessi áðurnefndu áramót hafði hafisinn spennt Norðurland helgreip- um sínum, og hörkufrost voru komin um land allt. — Þótt mönnurn þætti veturinn 1917—18 kaldur, varð frost ið þá aldrei jafnmikið og 1881 og stóð skemur, þar eð ísinn fór fyrr frá landinu. Er mér enn í fersku minni kuldinn í Lóns-baðstofunni 1881. Hún var að sjálfsögðu óupphit- uð eins og allar baðstofur á landinu á þeim árum. Skarsúðin undir þakinu var loðin af hélu. Og á gluggarúðurn- ar settist svo mikil héla, að smám saman varð að skafa hana af þeim, til þess ag birta héldist f baðstof- unni. Köldustu dagana var ein vinnu- konan látin liggja í rúmi sínu allan daginn og hafa okkur krakkana hjá sér undir sængum og brekánum. Með frostavetrinum mikla hófst eitt hið mesta og samfelldasta harð- indatímabil, sem sögur greina frá hér á landi. Sjö næstu ár máttu öll teljast mjög hörð, þótt ekká væru þau öll jafnslæm. Fjárfellir varð þó ekki nándar nærri eins mikill og á harðindaárum fyrri tima, meðan ein- okunarverzlun Dana hvíldi sem mara á þjóðinni og fólk féll í þúsundatali en fénaður svo tugþúsundum skipti. En þröngt var í búi hjá mörgum og víða sultur. Og svo mikill óhugur greip þjóðina, að fólkið flúði landið í stríðum straumum og fluttist til Vesturheims svo að þúsundum skipti. Þessir miklu fólksflutningar juku enn meir kvíða þeirra, er eftir sátu. GUÐMUNDUR B. ÁRNASON En þeir létu þó ekki hugfallast, held- ur börðust harðri baráttu við erfið- leikana. Tóku allir, er gátu, þátt í þeirri baráttu, jafnvel börn á ungum aldri. Lítið var um skemmtanir fyrir fullorðið fólk á þessum hörðu árum, sem eðlilegt var, þegar þjóðin strit- aði fyrir lífi sínu. Lífið var mjög fá- breytt í sveitum landsins, en þá var •meginþorri landsmanna í sveitunum. Helztu tilbreytingamar voru kirkju- ferðir og veizlur. Kirkjusókn var mjög góð á þeim árum. Einkum voru haldnar fjölmennar brúðkaupsveizl- ur, er það fólk, sem bezt var stætt, •giftj sig. Var vel veitt í þeim veizl- um, fágætir og gómsætir réttir á borð um, svo sem steikt sauðakjöt, sæt- súpa með rúsínum og sveskjum, kaffi og súkkulaði, vín og púns. Oft var Guðmundur B. Árnason á Akureyri er nírœður, og man hann tvenna tímana. Fátt er nú sem áður var, þegar hann var að alast upp l Kelduhverfi á átt- unda og níunda tug aldar (( innar. í greinarlcorni því, )) sem hér birtist, rekur hunn nokkuð minningar sínar um líf og hœtti fólks ncrð ur þar á harðindaskei&i því, sem gekk yfir landið ) upp úr 1880. þá glatt á hjalla: Mælt fyrir mmnum, sungið og dansað. Vanalega var flest- um hjónum sveitarinnar boðið í þess- ar stórveizlur og oft nokkrum hjón- um úr næstu sveitum. Af vinnufólki og börnum var oftast fátt í þejm Kaupstaðarferðir á sumrum voru eftirsóttar og þóttu mjög skemmtileg- ar. Fóru húsfreyjurnar vanalega með bændum sínum til þess að kaupa vör- ur til ársins, er þeir fóru með ull sina i kaupstaðinn til selstöðuverzl- ana eða lausakaupmanna, því að kaup félögin voru þá í bernsku. Elzta kaup- félag landsins — Kaupfélag Þingey- inga — var ekki stofhag fyrr en 1882. Mikil var tilhlökkun og eftirvænting okkar barnanna í Lóni, þegar fólkið var að koma úr kaupstaðnum. Þá fengum við ætíð fágætt sælgæti: rúsínur, fíkjur, tvibökur eða haglda- brauð, og stundum líka kandísmola. Það var sem ein af stórhátíðum árs- ins. Vinnufólk fékk stundum ag fara í kaupstaðinn, en börn sjaidan. Þó fengum við Björn Guðmundsson, frændi minn og uppeldisbróðir, síðar hreppstjóri Keldhverfinga um langt skeið, að fara kaupstaðarferð, er vig vorum sjö ára. Voru það verðlaun, er okkur voru veitt fyrir þraut, er við höfðum unnið. Vig vorum bundn- ir í kvensöðul og ein vrnnukonan látin fara og teyma hestinn, er kapp- arnir sátu á, yfir Tunguheiði til Húsa- víkur, sem var næstj verzlunarstaður þá. Auk þess sem hér hefur verið talið, var það einkum þrennt, er fólki varg til ánægju á þessum hörðu árum. Það voru réttarferðirnar á haustin, sögulesturinn á hinum löngu kvöld- vökum vetrarins og, þótt ólklegt virð- ist, vinnugleði fjöldans, bæði bænda og vinnufólks, þrátt fyrir langan og erfiðan vinnudag. Og að lokum skal telja hina svikulu gleði, er Bakkus veitti mörgum karlmanni þeirra tíma skamma stund og oft hefndi sín illa. Kvenfólkinu til verðugs sóma vil ég geta þess, að á öllum uppvaxtarárum 578 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.