Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Page 8
| þingi höfðu starfað þegar í heuini í þeir Þorvaldur víðförli og Friðrek j ur biskup. i Þótt Norðiendingum va'ri mikill j hagur í hinum nýja biskupsstóli, |! gekk fremur örðuglega að útvega stað ' handa biskupi. Bændur neiluðu að standa unp af jörðum sínum o.g víkja . af föðurieifðum sínum fyrir biskupi, 1 unz Illugi Bjarnason á Hölum í i Hjaltadal fórnaði ættleifð sinni og 1 lót kirkjunni jörð sína eftir. Illugi var prestur, og hefur því borið hag . kirkjunnar meir fyrir brjósti en 1 margir aðrir bændur. Um hann má 1 geta þess, að kona hans var náfrænka Ara fróða, og kemur hér fram sam- , band við sunnlenzku kirkjuna og. Breiðabólsstað, en það var einmitt að Breiðabólsstað, sem Illugi fluttist árið 1106. Má því nærri geta, að Hafliði hefur verið í ráðum um stofn- un biskupsdóms og val á biskups- setri. Jón helgi, hinn fyrsti biskup Norð- lendinga, lézt árið 1121, en Hafliði Másson réð mestu um það, hver eftirmaður hans varð. Það var Ketill Þorsteinsson á Möðruvöllum, og var hann tengdur Hafliða, því að konur þeirra voru bræðradætur, en föður- systir Ketils var gift bróður Hafliða. Auk þess hafði Ketill sýnt mikinn drengskap í deilu þeirra Hafliða og Þorgils frá Staðarhóli. 0 I annálum við áxið 1117 er þess getið, að þá hafi Bergþór Hrafnsson verið kjörinn til lögsögumanns. Um ætt hans er því miður ekkert vitað, en freistandi væri að gera ráð fyrir því, að hann hafi verið skyldur Haf- liða. Nafnið Bergþór er engan veginn algengt, en kemur fyrir í ætt Hafliða (svo hét meðal annarra bróðir hans), og á hinn bóginn vinnur Bergþór lög- sögumaður á Breiðabólsstað með Haf- liða, er lögin voru færð í letur. Flest- ir lögsögumennirnir voru annað tveggja, höfðingjar sjálfir eðá þá að minnsta kosti af höfðingjaætt. Á þessu tímabili er Hafliði Másson lang- voldugasti maður landsins og hefur að sjálfsögðu ráðið mestu um val lög- sögumanns. Og það er einnig eftir- tektarvert, að við næsta lögsögu-. mannskjör, árið 1123, er það mágur Þorgils Oddasonar, sem verður fyrir valinu, en þá var deilu þeirra Þorgils og Hafliða lokið fyrir nokkrum miss- erum. x Annálar geta þess einnig við árið 1117, að þá hafi lögfuntlur verið hald inn, og mun þá vera vikið að þeirri ákvörðun alþingis, að lögin skyldu vera færð í letur. Um þetta farast Ara fróða orð á þessa lund: „Hið fyrsta sumar, er Bergþór sagði upp lög, var það nýmæli gert, að lög vor skyldi skrifa á bók að Hafliða Mássonar um veturinn eftir að sögu og umráði þeirra Bergþórs og ann arra spakra manna, þeirra er til þess voru teknir. Skyldu þeir gera nýmæli þau öll að lögum, er þeim litist betri en hin fornu lög. Skyldi þau segja upp hið næsta sumar eftir í lögréttu, og þau öll halda, er hinn meiri hlutur manna mælti þá eigi í gegn. En það varð að framfara, að þá var skrifaður Vígslóði og margt annað i lögum, og sagt upp í lögréttu um sumarið eftir. En það líkaði öllum vel, og mælti því manngj í gegn“. Af ummælum Ara má sjá, að þeir Hafliði og Bergþór hafa haft aðra lög- spaka menn sér til aðstoðar. Þótt þeim hafi verið gefið mikið svigrúm til breytinga á hinum fornu lögum, var þó sá varnagli sleginn, að meiri hlutur manna gat ónýtt nýmæli þeirra. En þessir lögvitru menn hafa unnið starf sitt af mikilli prýði, því að enginn mótmælti þeim nýmælum, sem komu fram i Vígslóða, og öðrum lagabálkum, sem lesnir voru upp i lögréttu sumarið 1118. Svo farsæl- lega tókst þetta mikilvæga skref, sem íslendingar tóku með lagaritun- inni. Engar beinar heimildir eru fyrir því, hvernig fór með aðra þætti hinna fornu laga. Sennilega hefur lagarit- un verið haldið áfram á Breiðabóls- stað, og ef til vill hefur henni verið lokið, þegar Bergþór lögsögumaður féll frá árið 1122. Hitt er að minnsta kosti víst, að bókfesting laganna hefur verið unnin undir umsjá Hafliða Más- sonar. Þegar fram liðu stundir, og lögin höfðu gengizt eitthvað í upp- skriftum, gat orðið erfitt að skera úr um, hver hefði réttastan texta, en úr þessum vanda leystu fornlögin á þessa lund: „ Það er og, að það skulu lög vera á landi hér, sem á skrám standa. En ef skrár skilur á, og skal þaö hafa, er stendur á skrám þeim, er biskupar eigu. Nú skilur enn þeirra skrár á, þá skal sú hafa sitt mál, er lengra segir þeim orðum, er máli skipta með mönnum. En ef þær segja jafnlangt og þó sitt hvor, þá skal hafa sitt mál, er í Skálholti er. Það skal allt hafa, er finnst á skrá þeirri, er Ilafliði lét gera, nema þokað sé sfffan, en það eitt af annarra lögmanna fyrirsögn, er eigi mæli því i gegn, og hafa það allt, er hitzug leyfir eða gleggra er“. Orðið lögmaður er hér eins og víð- ar notað í merkingunni lögfróður maður. Hafliði hefur því ekki ein- ungis notið þess, að hann hafði fyrst1 ur látið rita lögin, heldur hefur lög- vizka hans valdið því einnig, að texti hans hefur verið tekinn fram yfir lögbækur annarra fróðra manna. í Þorgils sögu og Hafliða er honum svo lýst, að hann væri „bæði forvitri og góðgjarn og hinn mesti höfðingi“. Orðstír sá,, sem hér fer af vizku hans, hefur eflaust að einhverju leyti staf- að af lagakunnáttu. En hins má einnig minnast, að árið 1117 hefur Hafliði átt hægt með að koma fram því nýmæli á alþingi, að lögin skyldu vera færð í letur. Þá eru ýmsir vold- ugir menn landsins í mægðum við Hafliða. Biskupinn yfir Skálholtsum- dæmi, Gizur ísleifsson, er föðurbróð- ir konu Hafliða Einhver voldugasti höfðingi sunnanlands, Hallur Teits- son, var bróðir Rannveigar, konu Hafliða. Þórður Þorvaldsson i Vatns- firði, sem var í fremstu röð höfðingja á Vesturlandi, var tengdasonur Haf- liða. Hann átti Sigríði Hafliðadóltur. Sæmundur fróði í Odda var einnig tengdur Hafliðg, því að móðursystir Sæmundar var gift Bergþóri Mássyni bróður Hafliða. Og hafi Ari fróði farið með goðorð, þá mun óhætt vera að gera ráð fyrir því, að hann hafi stutt Hafliða. Eins og þegar er getið, var kona Hafliða fóstursystir Ara, en dóttir Hafliða mun hafa verið gift náfrænda Ara. Hafliði var í tengdum við Möðruvellinga, því að auk þess sem konur þeirra Ketils Þorsteinssonar voru bræðradætur, var Bergþór Másson kvæntur föður- systur Ketils. Auðvelt væri að benda á fleiri tengsl með Hafliða Mássyni og samtímahöfðingjum hans. en hér verður látið staðar numið. Fáum misserum eftir að lagaritun- in hófst á Breiðabólsstað skarst í odda með Hafliða Mássyni og Þorgils Oddasyni á Staðarhóli í Saurbæ. Þor- gils var ekki borinn til mannforráða, en Ingimundur Einarsson á Reykhól- um gaf honum erfðagoðorð sitt Övíst er, hvenær þetta hefur verið, en Þor- gils ræður auðsæilega goðorðinu 1118, því að heimildir telja hann í hópi voldugustu höfðingja landsins árið 1118. Heimildir greina heldur ekki frá því, með hverjum mætti Þorgils komst að höfuðbóli sínu. Nú hagar svo til, að sá maður, sem fyrstur byggði Staðarhól, var ekki með öllu óviðkomandi Hafliða Mássyni. Maður þessi hét Sturla Þjóðreksson og var uppi á fyrri hluta 11. aldar, en sonar- dóttir hans var fyrri eiginkona Hafliða Mássonar. í Þorgils sögu og Hafliða er ítarlega greint frá viðureign þeirra Þorgils og Hafliða, en í annálum er mál þetta kallað lögdeila. Það má heita undarleg tilviljun, að hinn góð- gjarni og vitri höfðingi, Hafliði Más- son, skyldi lenda í illdeilum við nýjan goðorðsmann, sem hvorki hafði erft mannaforráð né staðfestu, einmitt um það leyti sem Hafliði vinnur að laga- ritun. Hér ætla ég, að hinir orðfáu annálar vorir geymi gleggri mynd af deilu þeirra en Þorgils saga og Haf- liða. Deila þeirra hefur ef til vill fjallað um sjálfa lagaritunina. Þótt Ari greini frá því, að enginn mælti gegn nýmælum Vígslóða og annarra lagabálka, sem samdir voru á Breiða- bólsstað veturinn 1117—18, þá er Framhald á 597. siðu. 584 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.