Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 9
Á horfinni öld fej'Saðist hún fimm ára gömul frá Sva'lbarð'i í Þistilfirði
suKur að Stöð í Stöðvarfirði og var reidd í kassa á re'iðingsliesti á móti
systur sinni — margar dagleiðir. Svo li'ðu árin og áratugirnir, en í liuga
prestsdótturinnar vakti alltiaf mynd'in af Svalbarði, heimili hennar í frum-
bernsku . . .
Hún jbe/c/cfí
h.verja fDúfu
eftir 74 ár
Ræit vi» frú Guðríði
Guttormsdótfur
Hestarnir fara feíið, kiyfja-
hestar og reiðhestar, sem þokast
hægt yfir ása og mýrar með bú-
slóð klerksins, sem var að flytja
búferlum frá Svalbarði í Þistil-
firði að Stöð í Stöðvarfirði. Þessi
saga gerðist austanlands fyrir
sjötíu og fjórum árum. Nú á dög-
um þætti lestinni miða seint, en
með viðkomu og töfum tók ferða-
lagið rúmlega hálfa þriðju viku.
Fljótt á litið virðist þetta ósköp
venjuleg hestalest, eins og ekki
var óalgeng sjón á þessum árum.
En á einum hestinum hanga tveir
litlir kassar sinn hvorum megin
hryggjar, eins og baggar á klakk.
Upp úr þeim báðum gægjast
barnshöfuð, og hnáturnar tvær,
fjögra og fimm ára, sem fá vart
skilið þetta undarlega ferðalag
né þessa stóru veröld, eru dæt-
ur prestsins.
Svo líða sjötíu og fjögur ár.
En fyrir nokkrum dögum er önn-
ur þeirra á ferð um Norður- og
Norðausturland í bíl með syni
sínum og kemur nú á bernsku-
heimilið á Svalbarði í fyrsta sinn,
síðan lestin góða þokaðist úr
hlaði tólf árum fyrir aldamót. En
minnið hefur ekki svikið Guðríði
Guttormsdóttur, og það er með
ólíkindum, hve vel hún man liðna
ævi og bernskudaga sína, en á
því fékkst bezt staðfesting á
þessu langþráða ferðalagi um
fornar stöðvar.
Þegar ég hafði eki3 upp að Dal-
landi í Mosfellssveit, sem er nýbýli,
T f M I N N — SUNNUD AGSBLAÐ
585