Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Síða 10
er Pétur Þorsteinsson, lögfr., hefur
reist þar og býr nú á, ásarat konu
sinni, Björgu Ríkharðsdóttur, Jóns-
sonar myndhöggvara og þrem börnuin
þeirra, var mér ekkert að vanbúnaði
lengur. Björg kom með kaffi inn í
stofuna, sveitakyrrðin ríkti úti, það
snarkaði notalega í aringlóðinni, og
móðir húsbóndans, Guðríður Gutt-
ormsdóttir, gat byrjað að segja frá.
— Ég fæddis-t á Svalbarði í Þistil-
firði 30. apríl 1883, dóttir séra Gutt-
orms Vigfússonar, sem þar var þá
þjónandi prestur, og Þórhildar Sigurð
ardóttur. Faðir minn var Austfirð-
ingur, fæddur í Hvammi á Völlum,
en móðir mín var fædd á Harðbak
á Melrakkasléttu og ólst þar upp.
— Er það ekki rétt, að þú sért ný-
komin úr ferðalagi um Norðurland
og æskustöðvarnar?
— Jú, ég fór þessa ferð með Hall-
dóri, syni mínum á Akranesi, og konu
hans, Rut Guðmundsdóttur frá
Helgavatni. Við vorum þrjú í
ferðinni, fórum til Akureyrar fyrsta
daginn og komum náttúrlega víða
við. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég
hef farið norður þessa leið, og það
var margt skemmtilegt að skoða á
leiðinni, sem maður hafði ekki séð
fyrr. Mig var búið að langa til að
fara þetta í mörg ár. Svo gistum við
næstu nótt á Skútustöðum, en síðan
á Raufarhöfn hjá frændfólki mínu,
Jóni kaupfélagsstjóra Árnasyni og
konu hans. Hann var að yfirheyra mig
og trúði því varla, að ég myndi eftir
mér á Svalbarði eftir öll þessi ár,
og þá spurði ég hann, hvort ég ætti
að hafa fyrir hann nöfnin á bæjun-
um í kring í réttri röð og lýsa um-
hverfinu. Og það gerði ég, og hann
sagði, að það væri allt saman rétt
og hefur sem sagt séð það sjálfur,
að ekki var um neitt að efast. Frá
Raufarhöfn héldum við síðan áfram
og komum í Svalbarð í Þistilfirði um
miðjan dag, þar sem nú búa Þorlákur
Stefánsson og Þuríður Vilhjálmsdótt-
ir. Þar þekkti ég mig nú fljótlega,
bæði kannaðist ég við umhverfið og
kirkjuna, þó að búið væri náttúrlega
að rífa gamla bæinn. í kirkjunni var
sami messuskrúðinn og faðir minn
hafði notað, rykkilínið allt handsaum-
að af frú Valgerði Þorsteinsdóttur,
konu séra Gunnars Gunnarssonar,
sem var prestur á Svalbarði á undan
föður mínum, en dó á bezta aldri.
Valgerður kona hans var skólastýra
á Laugalandi í mörg ár. í kirkjunni
á Sauðanesi er líka innrammað kvæði,
sem ort var eftir séra Halldór Bjarna-
son á Sauðanesi, sem kvæntist Þóru
Gunnarsdóttur, æskuunnustu Jónasar
Hallgrímssonar.
— Hve lengi var faðir þinn þjón-
andi prestur á Svalbarði?
— í 12 ár, en flutti að Stöð í Stöðv-
arfirði árið 1888. Þá var ég fimm ára
gömul, ög systir mín, Guðlaug, sem
var fjögurra ára, og ég, vorum flutt-
ar í kössum á hestunum austur á
land, eins og hverjir aðrir heybagg-
ar. Þórarinn i Éfri-Hólum, afi bónd-
ans, sem nú býr á Svalbarði, smíðaði
þessa kassa.
— Manstu eftir þessu ferðalagi í
kössunum?
— Ég man að minnsta kosti vel,
hvar við gistum. Fyrst á Hallgilsstöð-
um á Langanesi, síðan á Skeggjastöð-
um, næst á Vopnafirði hjá Einari
lækni Guðjohnsen, en þeir faðir minn
voru bekkjarbræður. Þar vorum við
tvær nætur. Þá gistum við á Hofi í
Vopnafirði, svo og á Torfastöðum.
Næsti áfangi var yfir Smjörvatns-
heiði og síðan gist í Bót í Tungu. Frá
Bót fórum við að Ketilsstöðum á Völl-
um, en á leiðinni þangað vorum við
ferjuð yfir Lagarfljót, en hestarnir
syntu yfir. Þaðan í Hall-
ormsstað. Ég man, að ég hlakkaði
mikið til að koma þangað, bæði var
ég búin að heyra svo mikið látið af
fegurð staðarins og vissi, að þar bjó
frændfólk okkar. Páll Vigfússon á
Hallormsstað var bróðir pabba, en
ekkja hans bjó þar þá með tveimur
börnum sínum, Sigrúnu og Guttormi.
Þar vorum við nokkra daga. Ég var
ósköp hrifin af að koma þangað, og
við vorum oft að leika okkur í skóg-
inum, mér fannst svo gaman að fela
mig þar. Börnin á Hallormsstað voru
á aldur við okkur, svo að við gátum
vel leikið okkur saman. Þar á staðn-
um var líka stjúpmóðir föður míns,
Guðlríður Jónsdóttir, sem stóð að
miklu leyti fyrir búinu, og ég hafði
hlakkað mikið til að sjá hana, og
hafði gaman af, enda hét ég hennar
nafni. Frá Hallormsstað fylgdu þeir
okkur suður á Breiðdalsheiði Björg-
vin Vigfússon, föðurbróðir minn, síð-
ar sýslumaður og Magnús Einarsson,
síðar dýralæknir, sem þá voru báðir
í Latínuskólanum, en heima á sumr-
in. Inn Skriðdalinn vildu þeir láta
spretta úr spori og hestana fara
greitt og ráku á eftir lestinni, sem
í voru auðvitað margir hestar með
flutningi, en mér þótti það dálítið
óþægilegt, því að við hossuðumst svo
mikið í kössunum, að ég var dauð-
fegin, þegar þeir sneru aftur. Annars
fórum við alltaf fót fy.rir fót. Næst
gistum við svo að Jórvík í Breiðdal,
en síðustu næturnar í Heydölum. Við
vorum þar einar tvær, þrjár nætur.
Mig minnir, að systur mínar tvær
væru eitthvað lasnar. Þar var þá
prestur séra Magnús Bergsson. Síðan
héldum við áfram að Stöð í Stöðvar-
firði og vorum þá loks komin á leið-
arenda, enda búin að vera á ferðalagi
að minnsta kosti hálfa þriðju viku.
— Hve mörg voruð þið systkinin?
— í ferðinni vorum við fjögur.
Foreldrar mínir eignuðust níu börn.
Fjögur fæddust, eftir að við komum
að Stöð, þar af tvíburar og dóu bæði
ung.
— Varstu ekki fegin að koma að
Stöð eftir ferðavolkið?
— Ég var ósköp hrifin af að koma
þangað, bæði af því, að Helga hálf-
systir mín var þar fyrir, en þar ólst
hún upp hjá afa sínum og ömmu,
séra Jóni Austmann og Helgu Jóns-
dóttur, og svo langaði mig auðvitað
alltaf til að sjá meira og meira af
heiminum. Þarna var líka margt ungt
og skemmtilegt fólk, eins og víða var
á sveitabæjum í þá tíð. Og þarna ólst
ég nú upp frá því að ég var fimm
ára og fram yfir tvítugt eða þangað
til ég giftist.
— Hvar settist þú þá að?
Séra GUTTORMUR VIGFÚSSON
— Ég giftist Þorsteini Mýrmann
27. maí 1905. Hann hafði þá verzlun
úti í Stöðvarþorpi, og þar vorum við
í 9 ár, en eftir það fluttum við að
Óseyri, sem við keyptum síðar, og
bjuggum þar, þangað til maðurinn
minn lézt 17. september 1943. Eftir
það hef ég verið hjá börnum mínum
til skiptis.
— Manstu vel eftir þér frá Sval-
barði?
— Já, ég man vel eftir mér þar, þó
að sumum þyki það nú ótrúlegt, man
bæði staðinn og landslagið og mörg
atvik, sem fyrir komu, enda
þekkti ég strax bæinn, þegar við
komum þangað um daginn. Halldór
sonur minn var að velta því fyrir
sér, hvort þetta mundi vera Svalbarð,
þegar við sáum það álengdar, og þá
sagði ég, að nú þekkti ég mig, enda
mundi ég eftir kirkjunni, hvernig
hún var, og eins hólunum tveim, Reið-
hól og Sjónarhól, fyrir austan bæinn
og ánni, sem rennur í mörgum bugð-
586
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ