Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Page 11
um eftir sléttu nesinu. Það þylcir mörg
um ákaflega fallegt á SvalbarSi. Einn
ig mundi ég eftir bæjaröðinni kring-
um Svalbarð. Við fórum út á Þórs-
ihöfn og út að Sauðanesi seinni part
dagsins, sem við vorum um kyrrt,
og skoðuðum kirkjuna þar, en þar
var aðeins einn maður heima, því
að presturinn var suður í Reykjavík.
Ég var alltaf að skoða kirkjur, hvar
sem ég kom á leiðinni, til dæmis
skoðaði ég kirkjuna í Reykjahlíð og
altaristöfluna, sem borgarstjórinn
gaf. Svo sá ég margar gamlar kirkjur,
t.d. að Saurbæ í Eyjafirði, en þangað
ókum við annað kvöldið, sem við vor
um um kyrrt á Akureyri, og Rípur-
kirkju í Skagafirði, en báðum þessum
kirkjum þjónaði faðir minn sem að-
stoðarprestur, áður en hann fluttist
að Svalbarði. Mér þótti afar gaman
að koma að Skinnastað og skoða þar
kirkjuna, sem Arngrímur málari mál-
aði. Þar var þá líka prestur séra Hjör-
leifur Guttormsson, frændi minn. Mér
þótti kirkjan sérstaklega tilkomumik-
il og falleg, þó að hún sé ekki stór.
— Þú sagðist hafa verið á Akur
eyri um aldamótin?
— Já, ég var þá hjá Helgu systur
minni há.tt á annað ár. Hún bjó i
stóru húsi innst á Torfunefinu, sem
þá var nýbyggt. Ég ímynda mér, að
það hafi verið stærsta húsið í bæn-
um, þrjár hæðir fyrir utan kjallara
og 24 gluggar á hlið, en svalir á fram-
stafninum út af miðhæðinni. Hún var
fyrsti leigjandinn i þessu húsi, sem
þá var kallað Bergsteinshús eftir
Bergsteini Björnssyni trésmíðameist-
ara, sem hafði byggt það Þetta var
nú aldamótaárið og húsið næsta hús
við leikhúsið, og þangað fórum við
systurnar oft, því að við vorum, eins
og fleiri hrifnar af aldamótaleikrit-
inu hans séra Matthíasar, enda var
það leikið kvöld eftir kvöld fyrir fullu
húsi lengi þá um veturinn
— Manstu eftir gamla manninum?
— Ég man vel eftir honum, enda
þótti mér mikið til hans koma og
gleymdi ekki að skoða styttuna hans
í Lystigarðinum á dögunum. Ég mætti
faonum oft á götu. Hann var oft á
gangi snem-ma á morgnana, og ég
heyrði talað um, að hann heilsaði
öllum á götu, hvort sem voru börn
eða fullorðnir, og ég held, að það hafi
verið satt. Ég man, að hann heilsaði
mér ,enda kom hann stundum í húsið
til systur minnar. Hann var kempu-
legur á velli, og maður tók eftir hon-
um á götunni, enda svipurinn hreinn
og tilkomumikill.
— Hvernig var Akureyri um alda-
mótin?
— Þá var autt svæði milli Oddeyr-
ar og Akureyrar. Á Torfunefinu voru
þá bara tvö hús, þetta nýbyggða og
hús Bjarna Einarssonar smiðs. Og
svo var leikhúsið næst húsinu, sem
við vorum í. í brekkunni man ég ekki
Harmahorg
Ekki getur sérstök sorg
sál þess lengi bifað,
sem í lielgri harmaborg
hefiir dlltaf lifað.
Glampar
LjóðdtsiR
Ljóðrœn fegurð léttir starf,
Ijós er vega minna.
AUtaf þegar hún mér hvarf,
hlaut ég trega að fimia..
Kiær
Vanþroskinn er vígfús,
viti og góðleik fjcer. —
Allar ungar sálir
eru með klœr!
Því er sundrað sumu,
sem var áður heilt.
Þvi er heimtað, hrifsað,
hatað og deilt.
Því er fölnuð fjóla,
sem fögur var í gœr. —
Allar ungar sálir
eru með klær! —
Sáiuféiag
Þegar skín þér bros ujn
brár,
brátt mér hlýna tekur.
Hugraun þin og hvert þitt
• tár
harma mína vekur.
eftir öðrum húsum en amtmannshús-
inu, þar sem Páll Briem átti heima,
og svo barnaskólanum og kvennaskól-
anum, sem fluttur var þangað fyrir
aldamót. Þá voru ekki aðrir skólar
í bænum, en gagnfræðaskólinn flutt-
ist þangað frá Möðruvöllum litlu síð-
ar. Ég man auðvitað marga, sem
settu svip á bæinn, eins og Klemenz
Jónsson, sem þá var sýslumaður, og
lækninn, Guðmund Hannesson.
— Svo að við víkjum nú að öðru,
hvað geturðu sagt mér um æskuheim-
ili þitt á Svalbarða og Stöð eða prests-
heimilið í sveit á þessum árum,
— í báðum stöðunum var alltaf
margt fólk, þegar ég var ung, bæði
vinnufólk og piltar, sem pabbi var
að kenna undir skóla, sérstaklega á
Svalbarði. Þar voru alltaf einhverjir
á hverjum vetri. Þeir voru til dæmis
báðir hjá honura á Svalbarði, Þor-
steinn Gíslason, síðar ritstjóri, og
Einar Benediktsson, og kenndi hann
þeim báðum undir skóla. Einnig man
ég eftir Vigfúsi Þórðarsyni, síðar
presti í Eydölum, sr. Stefáni Björns-
syni og Magnúsi Gíslasyni, seinna
sýslumanni, sem báðir voru hjá hon-
um í Stöð, og mörgum fleiri. Stefán
Einarsson prófessor var hjá honum
mánuð og mánuð oftar en einu sinni,
en aldrei heilan vetur í einu. Þar
fyrir utan tók hann oft unglinga um
fermingaraldur og þar yfir til upp-
fræðslu, sérstaklega ef hann fann,
að þá langaði til að læra. Meðal
þeirra, sem hann kenndi, meðan hann
var í skóla, voru Stephan G. Stephans
son og séra Friðrik Bergmann, sem
þá voru á förum vestur um haf. Þá
kenndi hann Geir Zoega, seinna rekt-
or, á þessum árum.
— Hvernig heldurðu, að föður þín-
um hafi fallið kennslustarfið?
-— Honum féll það mjög vel, og
hafði mikla ánægju af að kenna
hverjum, sem var, og ég held, að
hann hafi lagt alveg jafnmikla alúð
við að kenna þeim, sem erfiðara áttu
með að læra. Það er naumast hend-
ing, hve margir nemendur hans urðu
menntamenn, og ég held hann hafi
verið óvenjulegum kennarahæfileik
um gæddur.
— Var ekki mikill gestagangur á
þessum kirkjustöðum?
— Fyrstu árin var oftast messað
á hverjum sunnudegi. í Stöð kom oft
Framhald á 598. síðu.
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
587