Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Qupperneq 19
öll þessi ár. Ég veit ekkert um stjórn
mál eða þjóðfélagsmál, og ég veit
ekkert, eftir hvaða reglum á að
stjórna landi“.
„Hafðu engar áhyggjur, ég skal
hjálpa þér“, sagði prinsessan blíð-
lega.
Þetta er allt of gott til að-geta
verið satt, hugsaði drykkjumaðurinn
með sjálfum sér, að vera eiginmaður
prinsessu og fá ábyrgðarstöðu auk
þess. Hann langaði einna mest til
að gráta, en hann óttaðist, að hún
misskildi hann og stillti sig.
Daginn eftir talaði prinsessan við
föður sinn og konungurinn sagði: „Ég
held, að ég geri hann að yfirmanni
yfir Suðurbogahéraðinu. Landstjór-
inn þar hefur nýlega verið rekinn
vegna vanrækslu í starfi. Þar er
fögur borg og stendur við fjallsræt-
ur, og allt um kring eru skógar og
fossar. Fólkið er iðjusamt og lög-
hlýðið. Þeir eru dekkri á hörund en
við, en frábærir hermenn. Eg veit,
að' þeir verða ánægðir með að tengda-
sonur minn skuli verða landstjóri
yfir þeim. Þeir munu tilbiðja þig.
Eg er viss um, að þér fellur starfið.
Fen var stórhrifinn af þessu. Hann
hirti ekki um, hvar hann byggi, með-
an hann hafði prinsessuna sér við
hlið.
„Svo að ég er landstjóri í Suður-
borg“, sagði hann.
„Það heitir Suðurbogi, vinur
minn“, leiðrétti prinsessan.
Eina ósk Fens var, að vinum hans,
Chou og Tien, væri leyft að fylgja
honum sem hjálparmenn. Þeim var
haldið veglegt, konunglegt kveðju-
samsæti, og konungurinn fylgdi
þeim í eigin persónu út að borgar-
hliðinu. Fjöldi fólks kom til að sjá
prinsessuna aka í vagni sinum með
brúðgumann sér við hlið og konur
grétu, því að íbúar í Lókustaníu voni
viðkvæmar sálir. Á undan vagninum
fór riddaralið, og bumbur voru barð-
ar af krafti; á eftir fór hópur her-
manna, sem fylgdi þeim alla leiðina
til Suðurboga. Ferðin stóð í þrjá
daga, og þegar þau kcwnu í hérað sitt,
var þeim tekið með miklum fagnað-
arlátum.
Þau á.ttu saman yndislegt ár í
Suðurboga. Opinberir starfsmenn all-
ir voru skylduræknir og vel agaðir.
Engir fátæklingar eða betlarar fyrir-
fundust i borginni.
Fen heyrði sagt, að brytist styrj-
öld út, snerust bæði karlar og konur
til varnar og berðust þá, þar til yfir
lyki til að verja heimili sín. En það
kom sjaldan upp misklíð milli þeirra
innbyrðis. Prinsessan var ástúðleg og
blíð, og fólkið tilbað hana. Fen var
að upplagi latur, en kona hans hvatti
hann til að rísa árla úr rekkju og
rækja vel skyldur sínar, svo að hann
mætti vera þegnum sínum sönn fyrir
mynd. f skrifstofu sinni faldi hann
oft vínflösku, en hann reyndi að
leggja sig allan fram um að sýna, að
hann væri verður ástar og trausts
eiginkonu sinnar. Hann vissi, að hann
varð að lifa sómasamlegu fyrirmynd-
arlífi; það var verðið, sem hann varð
að greiða, fyrst hann fékk að vera
konunglegur og fá allt upp í hendurn
ar af heimsins gæðum. En á kvöldin,
þegar önnum dagsins var lokið, ók
hann oft með heittelskaðri konu
sinni út í skóginn. Þar stigu þau úr
vagninum og leiddust um skóginn
eða settust niður á fljótsbakka. Stund-
um fékk hann sér drukk með Chou
og Tien í litlu hellunum, sem voru
margir í fjöllunum. Það var þar,
sem hann fann, hversu ríkur og ham-
ingjusamur hann var. „Og ekki dropa
meira“, sagði konan hans elskuleg.
Nú, nú, hugsaði hann, engum hlotn-
ast allt, enginn getur fengið allt í
lífinu. Hann var henni þakklátur, því
að hún hafði hjálpað honum að
ganga frá skýrslum og greinargerðum
til konungsins og leiðbeint honum
á margan hátt. Hann hafði Chou og
Tien, sem einkaritara sína — þeir
umgengust hann nú með virðingu
og prúðmennsku — og honum fannst
sem hann gæti ekki krafizt meira.
Þegar ár var liðið, fékk yndislega
heittelskaða prinsessan hans kvef og
dó. Sorg hans var svo mikil og ólækn
andi, að hann byrjaði aftur að drekka.
Hann bað um að verða leystur frá
störfum og fá að flytjast aftur til höf-
uðborgarinnar. Hann fylgdi prinsess-
unni sinni til grafar, og ykkur er
óhætt að trúa, að hún fékk virðu-
lega útför svo se sæmdi tiginni
prinsessu.
Eftir dauða prinsessunnar fór að
halla á ógæfuhliðina á ný. í örvingb
an sinni fór hann um borgina, varð
tíður gestur á krám og var fullur dag
og nótt. Þar sem konungurinn hafði
misst dóttur sína, var hann heldur
sinnulítill um Fen. Honum bárust
fljótlega fregnir af ósæmilegri hegð-
an hans, en hann minntist dóttur
sinnar og vildi ekki smána hann op-
inberlega. Þegnarnir vissu þetta, og
vinir hans tóku að sýna honum móð'g-
un og lítilsvirðingu. Hann varð brátt
svo nauðuglega staddur, að' hann
varð að fá lánaða peninga hjá Chou
og Tien til að kaupa sér vín fyrir.
Einu sinni fannst hann liggjandi
fyrir utan pútnahús.
„Rðkið þennan æfil brott af land-
inu“, heimtaði fólkið. „Hann er þjóð-
inni til skammar."
Konungurin-i skammaðist sín ákaf-
lega fyrir að eiga annan eins tengda-
son, og einn góðan veðurdag sagði
drottningin við Fen: „Þú ert óham-
ingjusamur vegna þess, að prinsess-
an er látin. Hvers vegna skreppurðu
ekki heim til þín svona til tilbreyt-
ingar?"
„Hér er heimili mitt. Hvert annað
gæti ég farið?“
„Heimili þitt er í Kwangþng,
manstu það ekki?“
Fen mundi óljóst eftir því, að hann
átti stórt hú? í Kwangling og að hann
hafði komið hingað fyrir rúmu ári,
þá algerlega ókunnur maður. Hann
kvaðst vilja hverfa til fyrri heim-
kynna sinna
„Gott og vel, ég skal senda með þér
tvo fylgdarmenn."
Hann sá nú aftur sendimennina
tvo, sem höfðu flutt hann til konungs-
ríkisins, en í þetta sinn fékk hann
gamlan og ljótan vagn. Engir her-
menn stóðu heiðursvörð, engir vinir
komu til þess að kasta á hann kveðju.
Og þegar hann ók gegnum horgar-
hliðið, veitti enginn honum minnstu
eftirtekt. Hanr. minntist þá fyrri dýrð-
ardaga. þegar hann lifði í vellysting-
um praktuglega og allir hneigðu sig
fyrir honum.
Hann þekkti aftur leiðina, sem
hann hafði komið árið áður. Þegar
vagninn fór í gegnum innganginn til
fæðingarbæjar hans, tárfelldi hann.
Þjónarnir fylgdu honum að húsinu.
Þeir ýttu honum niður í hvílu hans
og hrópuðu fýlulega: „Þú ert kominn
heim.“
Fen vaknaði snögglega. Hann sá, að
vinir hans voru enn að þvo fætur
sínar í miðjum garðinum. Kvöldsólin
kastaði skuggum á eystri vegg húss-
ins.
„Hvílíkt líf!“ hrópaði hann.
„Hvað! Ertu vaknaður strax?“
spurði Chou og Tien.
„Strax? Eg hef lifað heilan manns-
aldur, síðan eg sofnaði."
Hann sagði vinum sínum frá hin-
um furðulega draumi, um heimsókn
sína í konungsríkjð Lókustaníu., og
þeim var mjög skemmt.
Hann leiddi vini sína að trénu og
sýndi þeim, hvar hafði verið farið.
„Hérna fór vagninn í gegn, eg man
það greinilega."
„Andi trésins hlýtur að hafa dáleitt
þig. Þetta er ævagamalt tré“.
„Komið á morgun,“ sagði Fen við
vini sína. „Eg ætla að rannsaka hol-
una.“
Daginn eftir bauð hann þjónum sín-
um að taka sér axir og skóflur í hönd
og grafa niður í holuna Þeir hjuggu
burt nokkrar rætur og uppgötvuðu
þá dálítil göng undir trénu um það
bil tiu fet að þvermáli. Þar var stað-
sett örlítil borg með vegum, bygging-
um og turnum. Milljónir maura áttu'
sér þarna býli . . .
„Svo þetta er konungsríkið Ló-
kustanía, og þarna situr konungurinn
í höll sinni.“ Fen var alveg ruglaður.
Þeir grófu lengra og fundu þá ann-
að maurabúi. Þar voru örlitlir skógar
og fossar og hellar, og hann þekkti þá,
að þarna hafði hann setið með elsku
konunni sinni og þarna hafði kona
Framhald á 598. síðu.
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
595