Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 22

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 22
Þekkti hverja þúfu Framhald af 587. síðu. fólk í skammdeginu gangandi yfir Víkurheiði til kirkju. Það var þess vegna oft margt um manninn á þess- um heimilum. Oftast var kixkjufólk- inu gefið kaffi, og bar þá margt á góma, meðan beðig var eftir því og undir borðum, enda var pabbi alltaf ræðinn og skemmtilegur, og ég held, að flestum hafi fundizt gaman ag tala við hann. — Rifjuðust ekki upp fyrir þér einhver skemmtileg eða eftirminni- leg atvik frá æskuárunum á ferðalag- iíiú um daginn? — Jú, ýmislegt rifjaðist nú upp. Ég man vel eftir því frá Svalbarðs- árunum, að þangað komu stundum tveir sérstaklega skemmtilegir menn, Páll Þoxsteinsson frá Hermundar- felli í Þistilfirðí og Hjörtur Þorsteins- son frá Flautafelli, en hann var hreppstjóri sveitarinnar. Það var oft glatt á hjalla, þegar þeir voru að tala saman, pabbi minn og þeir. Einnig man ég eftir Jóni í Laxárdal og Sigurbirni ömmubróður mínum. Þeir voru kátir og hlóu svo mikið, að vig krakkarnir hlökkuðum alltaf mikið til, þegar við vissum, að von var á þeim og vorum svo ekkert nema augun og eyrun, þegar þeir voru komnir. Á þessum árum voru margir bændur úr Þistilfirði að flytja til Ameríku. Ég man mjög vel eftir því, þegar Ólafur á Kúðá kom til þess að kveðja foreldra mína. Þetta var að vorlagi og ósköp kalt, og þeim þótti það ekki glæsiiegt, foreldrum mínum, að hann skyldi vera að fara, en afi minn og amma fluttu til Vest- urheims fyrir mitt minni. — Hvað fórug þið langt austur á bóginn um daginn, Guðríður? — Að Grímsstöðum á Fjöllum, en þaðan aftur norður yfir Hólsfjöll. KONUNGSRIKIÐ - Frúmhald af 595. síðu. hans sagt við hann: „Ekki einn dropa meira, vinur minn“. Hann andvarpaði þungan og sagði við vini sina: „Ég hélt, að þetta hefði verið draum ur. En nú veit ég, að konungsríkið Lókustanía er til í raun og veru — það er jafnraunverulegt og við þrír. Kannski erum við allir draumamenn." Éen varð aldrei samur eftir þetta. Hann gerðist munkur, tók að drekka þýddi. aftur, drakk meira en nokkru sinni fyrr, og innan þriggja ára var hann nár. Jóhanna Kristjónsdóttir — Langaði þig þá ekki áfram aust- ur í áttina til Stöðvarfjarðar? — Jú, ég segi þag nú ekki. Ég hefði haft gaman af því og gjarnan viljað fara austur, en það hef ég nú oftast gert á hverju ári. Maður getur nú ekki alltaf verig á ferðalagi. Ég geymi það bara til næsta árs. En þessari ferg minni mun ég aldrei gleyma. Það var líka eins og blessuð náttúran skartaði allri sinni fegurð og væri fólkinu samtaka ag gera okkur ferðina sem gleðiríkasta. Og vig skulum vona, að forlögin unni Guðríði þess að fá ei.tt ferða- lagið enn í' afmælisgjöf, þegar hún verður áttræð. — hjp. Minningar frá 19. öld Framhald af 579. síðu. um síðastnefnda. Og þó mest á þol þéss, er siðastur varð tekinn til fanga með því að snerta hann og segja: „Klukk“. Það var erfitt fyrir einn að komast milli hafna, þegar allur hópurinn var til varnar og sókn ar. Leikslokin urðu líka oftast þau, að annaðhvort varð hann tekinn eða hlaut að gefast upp, áður en hann náði í höfn, eftir að hann var orð- inn einn á móti öllum. En kæmist hann í höfn, varð hann kóngur. Um skemmtanij. barna á vetrum var nokkuð öðra máli ag gegna. Þá voru þær oft af skornum skammti. Svo vondar stórhríðar geisuðu þá oft, stundum í viku eða lengur, að börn gátu ekki komig út fyrir bæjarstaf. Og þá varð fátt til skemmtunar fyrir þau í hinum köldu og þröngu bað- stofum, annað en að hlusta á sögur, er lesnar voru upphátt á kvöldvökun- um fyrir fólkið, eða sögur mæltar af munni fram í rökkursetunum. Að hlusta á þær var hin mesta unun. En því lengri sem inniseturnar urðu, því meiri voru viðbrigðin og ánægjan, er hríðunum létti og út varð komizt. Þá var ætíg nóg til að Skemmta sér við. Mest gaman var þó, er svellalög gerði, að leika sér á svellunum, hlaupa um þau, renna sér á þeim, annaðhvort fótskriðu eða á hrossleggjum, fara i hornabardaga og fleira. Skauta sá ég aldrei á fyrstu uppvaxtarárum mínum. Það mun hafa verið um 1885, er ég var 12—13 ára, að ég eignaðist fyrstu skautana. Og auðvitað varð enn dásamiegra að leika sér á svellunum eftir það. Nothæf barnaskíði sá ég aldrei á uppvaxtarárum mínum. Við strákarn- ir vorum að reyna ag nota tunnu- stafi fyrir skíði. Gátum vig því ekki iðkað skíðaíþrótt fyrr en okkur var vaxinn svo fiskur um hrygg, að við réðum við hin þungu skíði hinna full orðnu. Þá var aðeins notaður einn langur stafur, oftast með brodd í neðri enda. Að fara á skíði var einn- ig mjög eftirsótt skemmtun irn*al unglinga á þeim árum. Samkomur, sem boðað va. til, þekktust ekki ; Kelduhverfi fyrr en skömmu eftir 1890. Þá var boðað til tveggja glímufunda á Vatnsbæjum. Voru þeir vel 'sóttir og þóttu hin bezta skemmtun. Á eftir voru þreytt hlaup og stiginn dans fram á nótt Fyrsta leiksýning, sem ég minnist, að haldin væri í Þingeyjarsýslu, var á Húsavík um miðsvetrarleyti. ejnnig skömmu eftir 1890 Allt fólkið j Lóni sem að heiman komst, fór gangandi yfir Tunguheiði til þess að sjá leik- inn Eg og Jón Sigurjónsson, frændi minn, nokkru yngri en ég, urðum síðastir. Brutumst við f vondri hríð til Húsavíkur. Allar aðstæður til leik- sýningar voru mjög slæmar þar Þó hef ég aldrei hrifizt meira eða skemmt mér betur á leiksýningu og iðraðist ég ekki fararinnar, þótt erfið væri. Það ■ var Skugga-Svemn, sem sýndur var. Guðnt. B. Árnason. » (ir w Lausn 24. krossgátu MT 1 B T V S R > fl L 0 K s R R T fl’ K m a m P Ó N ý T T U Í L ö N D U N R R-i ' / fl 6 fl t fi F fl R N 1 R 0 R G U 1 s T U G !! fi H S fl. R fl Ð E T N fl R 1 N fl U f> B L y S D fi K M L B. E K K fí m 5 T £ y T i R P G 1 E U H J fl L i n í U M Él H R ó L u K s K R fl M s b Y N G ifl R fl i R i T p fi 6 fi R I n K R fl’ [n N fl H U G R fl U N R R N R ý 1 T U V ff N N U fi' N U T S P R 0 T fl Ð L I N N É 1 d n T í Ð I N D 1 P G í R r> R fi' T N U i fl F D R 1 F 11 ■ K n S T R P D fl’ R 0 L 598 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.