Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 3
sér skotfæri til þess eins að skjóta út f loftið. Og þegar hann var tuttugu og eins árs var hann orðin mesta skytta í borginni. Næstu írz á eftir hélt Toepperwein margar sýningar, þar sem hann sýndi almenningi leikní sína, en árið 1901 hætti hann einka- sýningum sínum og var ráðinn hjá Winchester-verksmiðjunum tii þess að sýna, hve góðir Winehester-riffl- arnir væru. Þar kynntist hann stúlku kind einni, er Elísabet Servaty hét, hún var á ákjósanlegum aldri og rauðhærð í þokkabót, svo að byssu- hetjan lagði frá sér riffílinn um stund og gerði sig blíðan í framan nieð þeim árangri, að þau giftust. En varla höfðu þau stigið úr bruðar- sænginni, fyrr en Toepperwein greip til riffilsins og lagði hann í skaut konu sinnar með þeirn orðum, að nú skyldi hún læra að skjóta. Hún lét ekki segja sér það tvisvar, og fyrsta kennslustundin fór þannig fram, að hún skaut á krítarmola, sem eigin- maður hennar hélt á milli fingranna. f»etta sýnir, að Toepperwein hefur borið meiri tiltrú í brjósti til konu sinnar en flestir eiginmenn hefðu gert, en hann renndi ekkj blint í sjóinn, þv; að hann hafði uppgötvað, a<5 kona hans bjó yfir þeim mestu skyttuhæfileikum, sem hann hafði rekizt á í nokkurri manneskju, (auð- vitað að honum sjálfum undan- skildum). í hvert skipti, sem hún hitti, sagði hún „Plink“ og það Va>’ undir nafninu „PIinky“ sem hún varð fræg og dáð af milljónum manna, sem á næstu fjörutíu árum voru viðstaddir hinar furðulegu skot fimissýningar þeirra hjóna. I skots'kífukeppni á tuttugu og fimm metra færi með skammbyssu, hlaupvídd 38, hæfði hún 497 sinnum ®f 500 mögulegum. Með riffli hæfði hún 1460 sinnum í röð tenjngslaga kubba, 6x6 cm, sem kastað var á loft. Aðrar kvenskyttur höfðu ekki kom- izt nálægt þessu meti, en maður hennar bætti það rösklega — um nærri því 1000%, með því að hæfa 14.561 kubb í röð án þess að mistak- ast í eitt einasta skipti. Hjónín hættu skotsýningum sínum, he gar heimsstyrjöldin fyrri brauzt út, og fórn til Suðurrikjanna. ferð- nðust þar á míllí heræfingastöðv- anna og kenndu ungum mönnum meðferð skotvopna. — En það eru enn margir á lífi. sem muna hina óskaplegu hrifningn manna og kvenna, þegar „Plinky“ kastaði eggi UPP í loftið. sem varð að gulu striki, þegar Toepperwein hæfði það með skammbyssu sinni. Meðal hinna mörgu lista, sem To epperwein sýndi, var „teikning" með riffli Hann var, eins og áður er getið, gkóður teiknari ,og hann gat með að meðaltali 300 skotum, rissað upp Indí- ána, kúreka, „Sam frænda“ eða nær hvað, sem vera skyldi. Á köldum regndegi í desember 1906 setti hann hið margrómaða met sitt. Mikill mannfjöldi hafði safnazt sam an á skotvellinum fyrir utan San Antonío til þess að sjá, þegar hann gerði tilraun til að efna heit það, er hann hafði unnið í bernsku um að bæta met Carvers. Nú voru tuttugu og sex ár liðin síðan hann hafði horft fullur aðdáunar á skotfimi Carvers Carver hafði mjög bætt met sitt á þessum tíma. Honum hafði tekizt að hæfa 5500 sinnum í röð í „leirdúfu- skotkeppni“ og hæft 60.000 sinnum af 60.650 mögulegum, svo að það var ekki neinn leikur fyrir Toepperwein að standa við heit sitt. Carver hafði skotið á glerkúlur, en glerkúlur eru andstyggilegar i skotkeppni, því að glerbrotin splundr ast í allar áttir. Þess vegna bafði To- epperwein valið sér til að byrja með 50.000 teningslaga kubba. Hann not- aði tll skiptis þrjá sjálfvirka riffla og skipti um eftir fimm hundruð skot. — Fyrsta daginn skaut hann 6500 kubba, — í röð, en annan dag- inn mistókst honura í fyrsta sinn; hann hæfði ekki 8000. kubbinn, er. þá var hann búinn að slá met Car- vers fyrir löngu, — það er að segja fyrra metið (5500 sinnum í röð) Þegar hann hafði skotið 50.000 kubb- ana hafðí honum tekizl að hæfa 14.561 sinni í röð! Dómarar og þeir, sem köstuðu upp kubbunum. voru orðnir dauðþreyttir, en ekkert gat stöðvað Toepperwein; hann vildi halda áfram. Skátadrengir voru sendir til San Antonío til þess að kaupa app allar skotfærabirgðir. sem til voru í borginni og hæfðu rifflum Toepperweins, og þreyttir. en ákafir áhorfendur týndu saman 22.500 kubba, sem voru ekki pað skemmdir, að hægt væri að nota þá aftur. Og Toepperwein hélt áfram að skjóta. en nýir dómarar og kast- menn komu í stað hinna þreyttu Qg tólfta daginn hafði hann sett met, sem líklega verður seint slegið Hann hafði hæft 72.491 sinni af 72.500 mögu legum, og þar með sýnt, að hann var ekki aðeins mesta skytta í Ani- eríku, heldur í öllum heiminum. Og í þau fimmtíu og sjö ár, sem liðin eru síðan hann setti þetta nær ofur- mannlega met sitt, hefut engmn reynt að bæta það. MeÖ |>ví aS SunnudagsblaíiiS vill ógjarnan, aS ógreidd ritlaun safnist fyrir, eru þeir, sem eiga inni greiSslu fyrhr greinar, er birzt bafa í því, beSnir a<S vitja hennar e$a láta aSra gera þaS í sinn staí. — Starfsmenn blaSsins geta af skiljanlegum ástæSum ekki tekiS aS sér aS leysa út greiSslu fyrir aSra. 1 1 M IN N SUNNUDAGSBLAB 819

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.