Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Side 8
Hér stóð bærinn Kothraun. En það er gamla sagan: Ekkert eftir nema vallgrónar rústir. og þar eru rústir annars eyðibýlis, Selvalla , á grónum vikurbungum norðan undir Horni. Þarna var nýtt býli reist á átjándu öld, og hélzt þar byggfl fram til 1936. Frá Selvöílum er yfir lágan háls aft íara, og verða þá enn fyrir tvö eyðibýli sunnan Berserkjahrauns, í fögru og grösugu umhverfi. Það eru Horn og Hraunsfjörður. Horn fór í eyði árið 1920, og bjó þar síðast ekkj- an Kristín Hafliðadóttir meg börn- um sínum. Þótt ekki séu nema rösk- lega þrír áratugir síðan þetta býli var í byggð, sér þess nú ekki lengur stað. Enginn, sem þar reikar um, get- ur ímyndað sér, að þar hafi fólk átt sér bæ, kynslóð eftir kynslóð, . svo gersamlega hafa öll ummerki verið afmáð. Jörðin var lögg undir Hrauns- fjörg, þegar byggg þraut þar, húsa- rústunum sópað brott og jafnað vand- lega yfir allt. Hraunsfjörður fór í eyði árig 1959, lítið og snoturt steinhús stendur þar autt og yfirgefið, og símastaurinn i hlaðvarpanum er örlítið tekinn að hailast, en örskammt þar frá stend- ur enn gamli bærinn, sem búið var í, áður en nýja húsið var reist. Hraunsfjörður má muna sinn fííil fegri. Sú var tíð, að írsk konungs- dóttur var húsfreyja á bænum þeim. Auðun stoti nam land á þessum slóð- um og reisti fyrstur bæ í Hrauns- firði fyrir nálega ellefu hundruð ár- um. Þar leiddi hann í dyngju Mýrúnu, dóttur Maddaðar írakon- ungs. Og af búskaparsögu þeirra hjóna má ráða, að þá þegar hefur fleira á.tt sér hæli í vötnunum að fjallabaki en við varð vart dag hvern. Þess vegna er frá því greint, að Auðun sá haust eitt, ag apalgrár hestur rann ofan frá Hjarharvatni til stóðhrossa hans. Dró í sennu milli Hjarðarvatns-Grána og stóðhests Auð uns, er fór halloka. Bónda hefur sá.rn- að, að hestur hans laut í lægra haldi, og tók hann því Grána, beitti hon- um fyrir tveggja öxna sleða og ók saman allri töðu sinni. Var hestur góður meðferðis framan af degi, en. þegar á 1-eið, steig hann völlinn upp að hófskeggi. Lauk svo viðskiptum Auðuns og hestsins, ag hann sleit allan reiðing eftir sólarfall, hljóp til vatnsins og sást aldrei síðan. Senni- lega er það Hraunsfjarðarvatn, er þá hefur heitið Hjarðarvatn. ★ Úr ríki hinnar írsku konungsdótt- ur er ferðinni heitig yfir Berserkja- hraun og kringum Bjarnarhafnar- fjall. Og enn eru eyðibýlin eins og minnisvarðar liðinnar tíðar við veg- inn. Bærinn Ámýrar var á gróinni skriðu vestan undir miðju Bjarnar- hafnarfjalli. Upp frá bænum er fjall- ið mjög hátt með ókleifu fuglabjargi, og hvergi er frá bæ í Helgafellssveit jafnmikilfenglegt útsýni. í vestri og suðri er Kolgrafafjörðurinn með hin hrikalegu Eyrarsveitarfjöil, fjarða fegurstur. í norður Breiðafjörður með eyjar hig næsta, en Barðastand- arfjöllum langt í fjarska. Það er un- aðslegt að litast um á Ámýrum á góð- viðrisdegi og draumljúf fegurð, sem þar blasir við augu. En þess njóta fáir nú orðið. Þetta er afskekktur staður, og ekki hefur verið búið á Ámýrum síðan 1926, að búskap þeirra Gísla Guðmundssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur lauk þar. Norðvestan vig Bjarnarhafnarfjall eru Akureyjar í Helgafellssveit skammt undan landi. Þar blasip við stórt steinhús, autt og yfirgefið, og er þar stórbýlisbragur á úr landi séð, þótt engin hönd starfi þar framar. Norðan undir Bjarnarhafnarfjalli er Kumbaravogur, kunnur verzlunar- staður fyrr á öldum. Þangag komu kaupskip af fjarlægum löndum, og þangag riðu landsmenn til kaup- stefnu. Höfðingjar í litklæðum og með korða við hlig þeystu um nesið, og almúgamenn í gráum vaðmáls- stökkum ráku lestir klyfjaðra hesta. En yfir öll þessi spor er fennt og gróið, jafnt höfðingja sem öreiga, og kann enginn framar að segja af hinu iðandi lífi, sem forðum einkenndi Kumbaravog sumar hvert. ★ Séð inn Hraunsfjörð. Á miðri myndinni er brúin yfir Mjósyndi. — inni í hviiftinni á milii f jallanna var Botn, bær Árna Ólafssonar, serh um getur í þjóðsögum. Skammt upp frá þessum gamla verzlunarstað' stóð um langan aldur bær, Guðnýjarstaðir. Túnið virðist hafa verið stórt og girt traustum torfgarði, sem enn sér glögg merki. Rústir bæjarhúsa og gripahúsa leyn- ast ekki heldur. Þetta virðist hafa verið snoturt býli með útræði úr Kumbaravogi og tvo varphólma fyrir landi. Héð'an er skammt til Bjarnarhafn- ar, landnámsjarðar Bjarnar austræna, Bærinn stendur undir austurhorni fjallsins, þar sem undirlendi er mest milli hlíðarinnar og Berserkjahrauns. Framhald á 838 síðu. 824 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.