Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 13
yrði fyrir barðinu á 'rænin.gjum og
vildu verða fyrri til að koma múmí
unni undan. Ræningjarnir höfðu sem
sagt fljótlega unpgötvað, að þessi
eyðidalur var ekki eins auður og ætia
mætti, og létu þeir fljótlega til skar
ar skríða. Faraóarnir tóku Það þá til
bragðs að láta grafir sínar vera þétt
saman, til þess að auðveldara væri
að gæta þeirra, en allt kom fyrir
ekki, ránin héldu áfram.
Grafarræningjarnir voru svo at-
hafnasamir og snarir í snúningum, að
aðeins 10—15 árum eftir dauða Tút
eneh-Amons konungs, var gröf hans
rænd. Þegar grafhýsi þessa faraós
fannst á.rið 1922, varg strax Ijóst, að
gröfin var ekki ósnortin; ræningjar
höfðu látið þar til sín taka oftar en
einu Sinni, en Þeir hófðu þó ekki
rúið hana öllu — síður en svo —-
og hún hafði verig innsigluð aftur
eftir ránin. Þegar maður leiðir hug-
ann að liinum óhemju miklu auðæf-
um í gulli og gersemum, sem forn-
fræðingar fundu í grafhýsi Tút-eneh-
Amons árið 1922, þrátt fyrir það að
gröfin hafði verið rænd, skilur maður
betur. að ræningjarmr skuli hafa
freistazt ti) þess að fórna sáluhjálp
sinni fyrir ránsfenginn: i forherberg-
inu voru gullnir beðir og gúllin há-
sæti, konungslíkneskjur meg gull-
lendaklæði og gullilskó. Þrjár rekkj-
ur voru í herberginu á kafi í gersem-
um og hásæli svo dýrðlegt, að aldrei
höfðu menn augum litið annað eins.
Fjórir vagnar voru inn í herberginu,
allir gulli lagðir og gimsteinum þakt-
ir. í þessu eina herbergi voru sex
til sjö hundrug munir. Úr herberg-
inu lágu aðrar innsiglaðar dyr, og
þegar fvrsta steinaröðin i dyrunum
hafði verið losuð og ljósi var beint
inn um gatið, sást ekkert nema gyllt
ur veggur — veggur úr skíra gulli!
— Þessi veggur reyndist vera múmíu-
skrín, sem var 5,50x3,35x2,75 metrar
ag stærð, — allt gulli slegið. Inni i
þessu mikla gullskríni voru önnur
þrjú, hvert öðru fegurra, og hið
innsta þeirra hafði að geyma líkkistu .
konungsins sjálfs. Á loki hennar var
eftirmynd hins látna faraós, andlúið
úr skíra gulli, og innan úr vafningum
múmíunnar komu hvorkk meira né
minna en 143 skartgripir. Þess má
tii gamans geta, að verðgildi gullsins
í innsta skrininu einu saman mun
samsvara 6—7 milljónum íslenzkra
króna.
Hér hefur aðeins verið drepið á
það helzta, sem fannst í gröf Þessa
unga konungs, en—hann mun aðeins
hafa verið átján ára ag aldri, þegar
hann lézt, og — eftir því sem næst
.hefur vérið komizt — í en.gu merki-
legur stjórnandi Samt hafa svo mik-*»
il auðæfi verið borin í gröf hans.
Hvílík auðæfi hafa þá ekki verið
í gröfum hinna miklu og voldugu
faraóa, svo sem Ramsesar mikla, áður
en þjófar og ræningar lögðu þangað
leið sína.
Grafarrán náðu hámarki á dögum
tuttugustu konungsættarinnar Þá
var spilling mikil í ríkinu og mútur
og samsæri daglegt brauð. Svo langt
gekk, að prestar voru í vitorði með
ræningjum og borgarstjóri Vestur-
Þebu i og æðsti embættismaðurinn í
varnarmálum Dauðra-manna-borgar
(Þ.e. þar sem hinir dauðu voru grafn-
ir) gerði leynisamning vig grafarræn-
ingjana. Til er skjal úr skjalasafm
Ramsesar IX, er segir frá réttarhöld -
um yfir grafarræningjum fyrir þrern
þúsund árum: Borgarstjóri í Austur-
Þebu, Peser að nafni, komst á snoðir
um mikið innbrot, sem framið hafði
verið í graíir faraóanna vestan Nílar.
Hann grunaði starfsbróður sinn, borg
arstjórann í Vestur-Þebu, Pevvero að
nafni, um að háfa átt þátt í ránun-
um og kærði hann fyrir jarli Þebu-
héraðs. En Pesei fór sér of óðslega
við að kæra starfsbróður sinn. Hann
fullyrti, að grafir tíu konunga og
fjögurra hofgyðja hefðu verið opnað-
ar og rændar. Og þeir, sem ranilsök-
uðu málið, vísuðu kærunni frá á
mnMnMwnnaiin
Arabíski grafræninginn Abd-el-
Rasúl sésf hér á myndinni (hvit-
klæddi maðurinn), ásamt forstöðu
manni egypzka safnsins í Kairó,
Gaston Maspero (sá, sem hallar
sér aftur á bak), og Emil Brugsch
þar sem þeir eru að horfa ofan
í klettagröfina í Ðer-el-Bahari. —
Ræninginn hafði ætlað sér og ætt
sinnl að njóta góðs af þeim fjöru-
tíu faraóum, sem þar hvíldu.
INGJAR AO VERKI
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
829