Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 10
En það var ekki með öllu úr sög- ;nni. Næsta sumar skaut því upp ftur á sömu slóðum, og sást það þá .ftar en árið áður. Virðist það jfa vaxið til muna um veturinr., því s nú var það orðið á stærð við vetr- jng og á allan hátt hið ferlegasta. Fóru við þetta að renna tvær grím- ur á marga, sem áður höfðu ætlað sögurnar um dýrið iippspuna einn eða hugarburð. Gengu manna á með- 1 lýsingar á ófreskju þessari, og lá finna eina þeirra í dagbók Sig- rðar kennara Lynge á Akranesi: „Skrímsl í Katanestjörn, hefur höfuð ekki ósvipað krókódíl, .... tvö augu, tvö eyru stór, standandi út úr höfðinu, sem er með blóðlit, búk- urinn líkt og á nauti að digurð, hal- inn blóðrauður, fullt sem á nauti, fæturnir fjórir, bleikhvitir með ákaf- lega stórum klóm og digrari en svar- ar öðrum vexti þess að hlutfalli, með hári.“ Margar voru að sjálfsögðu getur manna um þetta dýr, sem setzt var að í tjörninni. Þótti ólíklegt, að það hefði klakizt þar upn, því að ekki hafði slíks dýrakyns áður orðið þar vart í mannaminnum. Datt sumum í hug, að undirgangur væri úr tjörn- inni til sjávar, og væri það þangað komið eftir slíkri leið. Lá beint við að álykta, að það leitaði í sjóinn. þegar liði á sumar, því að ekki hafði þess orðið vait um veturinn, enda höfðu menn fyrir sér dæmi laxa ’og göngu- silungs um slíka lifnaðarhætti. En hvernig sem þessu var varið, þá var þetta óskemmtilegur gestur í heimahögum. Menn kunnu slíku ná býli að vonum illa. En þó hefði Kata- nesdýrið ekki orðið stórfrægt, ef aldrei hefði meira að því kveðið en varð þetta sumar. III. Vorið 1876 var kominn að Galtar- holti vinnupiltur fjórtán ára, Magnús Ólafsson að nafni, sonur hjóna á Litlu-Fellsöxl, Magnúsar Ólafssonar og Halldóru Jónsdóttur. Skyldi hann vera þar smali, gæta lambfjár að vor- inu og málnytupenings að sumrinu. Sama starfa hafði Vigfús Gestsson í Katanesi, er þá var orðinn sextán á.ra. Var þetta miðlungi gott verk, þótt ekki gerði brattlendi fjárgæzl- una örðuga, og olli því vatnsagi á fló- i.num. En þá var ekki siður að mýlja undir unglinga, og var þeim lítt vor- kennt að jafnaði, þótt þeir sættu vosi í hrakviðrum, snauðir að hlífðarflík- um og lítt skóaðir. Smalarnir á fióabæjunum urðu að láta sér það iynda, þótt þeir væru blautir og for- ugir alla daga, nema kannski í mestu þurrkatíð á sumrin. Það va • eins. og hvert annað náttúrulögmál. Það var ærig rigningarsamt lengi framan af þessu sumri, og rak iðu- lega hver landsynningurinn annan. Slagviðrin lömdu skjóllitla flatneskj una hálf og heil dægrin, og flóarn- ir flutu í vatni. Drengirnir áttu ekki sjö dagana sæla á vazli sínu um hina votlendu búfjárhaga. En þó var annað ískyggilegra en úrhellið og vatnsaginn: í(þessan vætutíð færð- ist sá fítonsandi í Katanesdýrið, að það gerðist hin ægilegasta óvættur, sem öllu byggðarlaginu stóð geigur og háski af. Það var ekki komið nema rétt fram yfir lokin, þegar drengimir urðu fyrst varir við dýrift þetta vor, og sást það síðan annað veifið næstu vikur. Liðu þá stundum nokkrir dag- ar, svo as þess varð ekki vart, en þess á milli brá því fyrir hvað ofan í annað. Og þegar kom fram undir Jónsmessn, tók það að gerast æði ' aðsópsmikið. Fór það þá að sjá.st miklu oftar en nokkru sinni áður, enda var það farið að reika víðar um flóana en það hafði, áður tamið sér. Fram að þessu höfðu smalarnir í Katanesi og Galtarholti einkum verið til frásagnar um skepnu þessa, enda voru þeir oftast á ferð um þær stöðv- ar, þar sem þess var von. En nú tók það að bera fyrir augu miklu fleira fólks bæði ferðamanna og heima- manna á þessum slóðum. Ekki voru það þó nema fjórir eða fimm menn, sem sáu það iðulega. Hitt er ókunn- ugt, hversu margir þeir voru, er ein- hvern tíma sáu því bregða fyrir þetta sumar. Vart þarl að taka það fram, að dýrið hafði enn vaxið til muna og var nú orðifí á stærð við tvævetra nautkind, jafnvel þrevetra að dómi sumra. Og menn sá.U það ekki aðeins á rangli á flóunum, heldur lék það sér oft í augsýn manna á sundi í Katanestjörn, og var orð á því haft, hversu fjarskalega þafj væri hrað- synt. Nú fór það líka að áreita fólk, svo að um munaði. Kom það fyrir hvað eftir annað, að það elti menn, jafnvel þótt ríðandi væru, og meðal annars hafði það tvívegis elt smal- ana, sem sluppu með naumindum undan því. Það vildi sem sé til, að dýrið var ekki sérlega frátt á landi, enda lágfætt, og mun seinfærara en meðalhestur. Var gangur þes-s áþekk- ur því, er hestur hoppar í hafti, og ævinlega stökk það fremur en gekk, þegar það hreyfði sig á þurru landi. Var það lán í óiáni, að dýrið skyldi ekki vera frárra á fæti en þetta, og var það talið því einu að þakka, að þeir, sem komust í tæri við það, sluppu heilir á, húfi undan því. Mátti þó stundum ekki miklu muna. Það fékk tvítugur piltur á Kalastöðum ag reyna. Piltur þessi, Sveinbjörn Þorvarð- arson, systursonur Ragnheiðar í Katanesi, var að kvöldlagi á heimleið frá Katanesi. Hafði hann ekki langt farið, ér hann varg þess var, ag eitt- hvað elti hann í húminu. Hvatti hann hest sinn, sem líklega hefur ekki ver ið neinn hlaupagarpur, en nætur- ráfa sú, sem hann hafði orðig var við, fylgdi honum fast eftir, enda varþetta sjálft Katanesdýrið. Reið pilturinn nú í ofboði alla leig inn ag Kalastöð- um með forynjuna á hælunum, og skildi ekki með þeim fyrr en við læk- inn, sem rennur meðfram túni á Kalastöðum, örskammt frá hlað- varpanum. Annar, sem komst í kast vig dýrið um þetta leyti, var Teitur Jónsson, ungur vinnumaður í Katanesi, en ekki segir af því, með hvaða atvikum þag varð. En sögn þeirra Sveinbjarn- ar og Teits vefengdu fæstir, er þá þekktu. Af þessu má ráða, ai margir kom ust nauðulega undan dýrinu, slegnir oíboðslegri hræjslu, eftir að hafa riðig ega hlaupið langar leiðir með það á hælum sér. Orð komst einnig á um það, að dýrið glettist vig sauðfénað, og það bar jafnvel við, að menn horfðu á það flæma kindur úr fjárhóp og leitast vig ag króa þær af. Velkt- ust menn ekki lengur í vafa um, að það dræpi fé sér til saðnings, þegar færi gafst á, enda gat hver sagt sér sjálfur, að þessi skepna myndi þurftar frek, jafnört og hún hafði vaxig und- anfarin misseri. Höfðu og horfið nokkrar kindur, svo að hvorki sást af þeim klauf né lagður, og þótti það kynlegt, ag reiturnar skyldu ekki finnast þarna á sléttlendinu, ef þær hefðu sálazt á flóanum meg þeim hætti, sem títt var um sauðfénað á, vorin. Það þurfti því ekki ag ieiða neinar getur að því við eigendurna, hvað orðiö hefði þessum kindum að aldurtila: Katanesdýrið hafði gleypt þær með húð og hári. Hesta og nautgripi lét það aftur á móli af- skiptalausa. Sjónarvottar iýstu dýrinu að flestu leyti svipag og gert hafði verig sum- arig áður. Það var aflarfSt nokkuð, búkurinn hvítleitur, með digran, rauð an haus og rauðan hala, afarmikinn, á að gizka þriggja álna langan. Hafi hann því lengzt talsvert frá sumrinu áður, enda hafði skepnan öll stækkað. Var enn alls ósýnt, hvar hún léti staðar numig með vöxtinn. Vígtennur miklar voru í efra skolti og klær á fótum, og horfði ein þeirra beint aftur. Eyrun voru löng og oft- ast lafandi, en þó kom það fyrir, að menn sáu það reisa þessu miklu eyi’u, svo að þau stóðu beint upp í loftið. Hraus flestum hugur við þeirri sjón. Nokkuð fór tvennum sögum af því hvort dýrið væri hært. Töldu sum- ir sig hvorki geta greint á því hár né hreistur, og mátti af frásögn þeirra ætla, ag mishermt hefði verið árið áður um hárvöxt á því, nema ef svo kynni að vera, að það hefði fellt hárig meg aldrinum. Aðrir héldu 826 T I N I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.