Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 7
Gamla húsið og kirkjan í Bjarnarhöfn. ag hurðinni og margkrossaði hana með bænalestri og á.kalli til guðs og frelsarans. Við þetta hvarf henni skyndilega ótti sá, sem hafði þrúgað hana, og sagði hún sjálf svo frá, að yfir sig hefði flætt himneskur friður. Lagðist hún hin rólegasta niður í fullvissu þess, að ófreskjan fengi ekki rofið innsigli krossins fyrir dyr um hennar. Hvarf nú og forynjan af þekjunni. En ekki snautaði hún brott, því að á ný heyrðist afskap- legur fyrirgangur úr eldhúsi og búri. Á þennan há.tt leið nóttin við högg, dynki og brothljóð, og komst ekki kyrrð á, fyrr en byrjað var að birta af degi. Þá datt allt í dúnalogn. Hafði mók sigið á konuna, en jafnan heyrði hún þó gegnum það hamfarir hins óknna gests. Kristín fór á íæbur, þegar um kyrrðist og dagaði, og var þá svo mikið rof fyrir baðstofuhurðinni, að hún gat með naumindum ýtt henni lítið eitt frá stöfum og smeygt sér út. Ekki var fagurt umhorfs. Allur bærinn var brotinn niður, nema bað- stofan, þekjurnar sundurtættar og stoðir og sperrur kurlaðar. Kofa þá, sem skepnumar voru í, hafði ekki sakað. Konunni varð það fyrst fyrir, að hún hyglaði skepnunum. Að því búnu dúðaði hún sig og bjó til þess að flýja kotið. Kaus hún að leita suður af, því að hún var ættuð úr Mikla- holtshreppi, og þar voru kunningjar og vandamenn þeirra hjóna. Sumir segja, að hún hafi mætt bónda sínum á Dufgusdal, en aðrir telja, að hún hafi komið að Hrísdal með Kristjönu í fanginu, og er þá að skilja, að hún hafi ekki verið orðin léttari það ár- ið. Herma þeir, sem svo segja, að menn úr sveitinni hafi verið komn- ir upp að Baulárvöllum og staðið 11 þar á rústunum, þegar bónda bar að. Svo er sagt, ag Jón hafi þrátt fyrir þetta ekki viljað hverfa brott frá Baulárvöllum, og hafi verið dyttað að bæjarhúsunum, svo að unnt væri að haldast þar við. En Kristínu, konu hans, fýsti ekki ag eiga langdvalir í kotinu eftir þetta. En enginn kann enn ag segja, hvað það var, sem gerði Kristí'nu heimsókn ina þessa eftirminnilegu haustnótt. Sumir hafa þó getið sér þess til, að hihi hafi þarna verið sjálf að verki — aðrir, að menn, sem vildu enga byggg við vatnið. hafi verið að þessu valdir. En fjöldi fólks mun, bæði þegar atburðirnir gerðust og síðar, hafa verið sannfærður um, að óvætt- ur úr vatninu hafi verið þarna á ferli. ★ Við fylgjum einfaranum úr Olafs- vík norður með Baulárvallavatni í átt til Helgafellssveitar. Á vinstri hönd er hátt móbergsfjall, sem heit- ir Horn, og er Hraunsfjarðarvatn sunnan undir því. Norðan þessa fjalls en enn eitt vatn, Selvallavatn, Nýr Iegsteinn í Bjarnarhafnarkirkju- garSi til minningar um Sigmund GuS- brandsson, útvegsbónda í Akureyjum, og konur hans, Margréti Jónsdó'ttur frá Akureyjum og Salbjörgu Einars- dóttur frá KýrunnarstöSum. ☆ Þannig hefur verið bú- ið um kirkjugarðinn í Bjarnarhöfn fyrir at. beina Laufeyjar og Bjarna frá Asparvík, er þar búa nú. Snyrti- mennskan leynist ekki. T í M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 823

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.