Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 21
GUÐMUNDUR kom að Hallorms- stað og sýndi prestsfrúin honum stað- in og kirkjuna. Þegar þau komu inn í kirkjuna, benti frúin Guffmundi á fagra altaristöílu og sagði: — Þetta er nú mynd af Maríu mey. Þér kannizt vel við hana, Guðniundur rninn. Guðmundur svaraði hirðuleysis- lega: — Jú, það getur vel skeð, að ég hafi séff hana á Seyðisfirði. ★ HELGI þótti í meira lagi blótsamur og grófur í orðum. Eitt sinn, er hann var r kirkju á hátíðisdegi, voru öll sæti skipuð og hin mesta þröng og hiti í kirkjunni. Þegar Helgi kom út, leikriti. Annars hafa Þau flest verið j Pí-Pa-Kí, en þar voru þau tuttugu og eitt. Þeirn var svo haganlega fyr- ir komið, að það kom ekki að sök. — En nú ertu ekki senumaður lengur? — Nei, nú er ég dyravörður, búinn að vera það í 2 ár. — Hvernig var aðsóknin í gamla daga? — Það þótti gott, ef stykki gekk 8—10 sinnum, nema revíurnar. Þær gengu von úr viti. Það var mest sama fólkið, sem kom á sýningarnar. Ungl- vék hann sér að kunningja sinum og sagði: — Ég er feginn að vera kominn út úr þessu helvíti. ★ GUÐMUNDUR í Hjáleigunni, sem vanalega var kallaður Gvendur, hafði það til að segja óþvegin orð við Guð- mund landsdrottin sinn á heimajörð inni, sem var ríkur maður og voldug- ur í sveitinni. Eitt sinn sem oftar lenti þeim saman, og dró Gvendur ekki úr stóryrðunum við nafna sinn. Hreppstjóri sveitarinnar gaf sig þá að deilum þeirra og sagði við Gvend: — Að þú skulir ekki skammast þín, Gvendur, að tala svona við hann Guð- mirnd, ílugpkan manninn. ingarnir sóttu leiksýningar meira þá en nú. Þá þótti hver góður, sem gat smúlaff sér inn í leikhús með ein- hverjum ráðum. En nú er þetta breytt. — Það er einkennilegt, þeg- ar maður horfir til baka og gerir sér ijóst, að það er Leikfélag Reykja víkur, sem skapaði leiklist i þessum bæ, aff nú skuli það eíki einu sinni njóta nægilegs stuðnings til aff koma sér upp Þaki yfir höfuðið. Menn eru fljótir að gleyma. — Ef ég væri rík- ur, gæfi ég Leikfélaginu hús, en ég er ekki ríkur og á ekkert til nema þakklæti handa því, og enginn bygg- ir hús með því einu. GRAFRÆNINGJAR - '1 Framhald af 831. síðu. Aðeins helztu mönnum ættarinnar var trúað fyrir þessum fundi, og þeir unnu eið ag Því, að snerta ekki fjár- sjóðinn, svo að hann mætti endast ættinni. Að sex árum liðnum — eða fram til þess tíma, er Bandaríkja- maðurinn keypti pappýrusinn — var ættin orðin auðug á því að stela úr gröfunum og selja á svörtum mark- aði. En sumarið 1881 varð Rasul að sætta sig við að verða leiðsögumað- ur fulltrúa Kairó-safnsins og vísa honum á hellinn. Fulltrúi safnsins, Emil Brugsch, seig í vað niður í hellinn, sem var ellefu metra djúpur. Við logana af flöktandi blysi sá hann ótal viðhafn- arlíkkistur, sumar höfðu verið brotn- ar upp, aðrar voru óhreyfðar. og sums staðar lágu múmíurnar innan um áhöld og skartgripi, sem voru svo margir, að ekki varð tölu á kom- ið. Þarna gat að líta líkami fornra konunga, — hinna voldugustu í Eg- yptalandi á fornum tímum. Þarna lá Amosis I., sem rekið hafði Hýksos- menn af höndum Egypta, eftir að þeir höfðu ráðið þar öllu um langt skeið. Og þarna sá hann múmíur- tveggja frægustu og mikilhæfustu faraóanna, sem höfðu lifað á vörum fólksins árþúsundum saman, — þeirra Þótmesar III (1580—1447 f. Kr.) og Ramsesar II. (1298—1232 f. Kr.), sem kadaður hefur verið „hinn mikli", en það er talið, að Móses hafi alizt upp við hirð hansr Þessir tveir konungar áttu öðrum fremur þátt í því að gera Egyptaiand ag stórveldi. — í Þessari klettagröf lágu hvorki meira né minna en fjörutíu múmíur, ýmist í kistum eða kistulausar. Prest arnir höfðu letrað hrakningasögur þeirra á kisturnar, eftir að þeir höfðu borið þá um langan veg til þess að forða þeim frá Þjófum og ræningj- um fyrir þrjú þúsund árum. Nútíminn á þessum mönnum mikið að þakka, og ef til vill eiga sálir konunganna það líka. (Heimildir: Fornar grafir og fræðimenn; Grafir og grónar rústir; C.W. Ceram). LEIÐRÉTTING: í kvæði Gunnaxs Dals, „Tröilið og dvergurinn", sem birlist í síðasta blaði, féll niður stafur í 7. línu þriðja erindis. Þar stendur í lok erindisins: „en ánægð forsjón á langþr.eyttum herðunum ber.“ Hið xétta er:: „en ánægða forsjón“ o.s.frv. Við biðjum afsökunar á þessum mis- tökum. Rabb við Hafiiða Bjarnason Framhald af 833 síðu. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 837’

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.