Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 20
rætt um þetta nakkra stund, sagði ein, sem fram að þessu hafði ekki lagt til málanna: — Mér þykir nú alltaf verst, þeg- ar gigtin hleypur í geðsmunina. ★ EFTIR Jónsbókarlestur ræddi fólkið um vélabrögð djöfulsins og þær tál- snörur, sem hann legði fyrir menn- ina. Þrúða gamla hlustaði á þegjandi, þar til hún sagði: — Mér þarf ekkert að vera illa við skrattagreyið, hann hefur ekkert gert mér illt. ★ HALLA GAMLA var að segja frá móðurætt sinni og sagði þá meðal annars: — Móðir mín átti engan bróður nema einn, sem hét Jakob og fæddist andvana. ★ KRINGUM síðustu aldamót voru nokkrir menn við dauglaunavinnu í Reykjavík, og var kaupið 20 aurar um tímann. Eitt kvöld sagði verkstjórinn þeim, að nú yrði að vinna alla nótt- ina. Gengust þeir undir það, en kröfð- ust að fá 30 aura um tímann \ nætur- vinnunni. Þar var í flokknum maður, sem þótti heldur litilþægur, og hafði hann ekki heyrt orðaskipti þeirra. En þeg- ar hann kom til félaga sinna, sögðu þeir honum, að nú ætti að vinna alla nóttina. Hann tók því vel, en spurði: — Ætli við fáum nokkuð fyrir það? Þeir sögðu, að ráðgert væri að borga tiu aura fyrir tímann. Þá svar- aði maðurinn: — Já, ég held það sé gott fyrir þann tíma, sem maður gerir ekki ann- að við en sofa. ★ MÓÐIR manns eins hafði lengi verið sveitarómagi og sjúklingur og framdi að lokum sjálfsmorð í örvæntingu sinni. Þegar sonurinn heyrði lát henn ar, varð honum a?j orði: . — Það var gott, að hún dó, hvern- ig sem hún dó. ★ JÓHANNESI gamla ofbauð lausung unga fólksins í ástamálum og sagði um það meðal annars: — Þag var ekki. þetta skotelsi á mínum dögum. ★ SIGURJÓN flutti austan úr Gríms- nesi í sjávarþorp. Hann saknaði mjög átthaga sinna og góðra nágranna og undi lítt hag sínum. Eitt sinn er kunningi haas spurði hann, hvernig honu:n félli við þorpsbúa, svaraði hann: — Það er svipag að tala við þá eins og kýrnar í Grímsnesinu. ★ HELGA VINNUMANNI þótti vistin slæm hjá prestinum, húsbónda sín- um. Heyrði prestur það eftir honum og spurði Helga, hvort hann væri valdur að þessum orðasveim. Helgi játti því og bætti svo við: — Eg hef þó ekki sagt, að kvöld- maturinn væri eins aumur og hann er, því a?j það er bara grautur út á graut. Prestur gekk þá frá honum þegjandi. En næsla sunnudag hugðist hann launa honum ummælin. Hann gekk þá til Helga og spurði: — Manst þú nokkuð úr guðspjallinu í dag, Helgi minn? — Ó, já, svaraði Helgi. — Frels- arinn var að metta fólkið á brauði og fiski, þar vorti nú ekki grautarn- ir, séra Guðmundur.. En ætli hann hefði ekki haft það graut, hefði hann haldið, að það væri betra fyrir fólkið? ★ STEFÁN var nýkominn í vistina til prestsins og hafði verið borinn fyrir hann mikill og góður matur. Borðaði hann af beztu lyst. Prestur, sem þótti fremur knappur, gekk um þar, sem Stefán sat að mat sínum. Þótti honum Stefán neyta smjörsins í frekara lagi og sagði: — Það er dýrt smjörið, Stcfán. Stefán svaraði með aðdáun í rómn- um: — Já, en það er líka gott. ★ ÓLAFUR LAPP átti dóttur, sem flutzt hafði til Ameríku. Eitt sinn var hann spurður um líðan hennar, því að hann fékk oft bréf frá henni. Því svaraði Ólafur á þessa leið: — Henni líður ekki vel, Lapp, hún er ógift enn þá. T í M I N N — 836 SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.