Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 12
ast óskemmd. Fórnir til handa „Ka“ voru settar hjá líkinu. Þeirra átti „Ka“ a’ð njóta, Þegar það sneri aftur tii líkamans. Þótmes hlýtur að hafa gert sér grein fyrir, að samkvæmt trúarlögmálunum, stefndi hann sál sinni í voða með því að láta jarðsetja sig annars staðar en í hofinu. „Ka“ varð að snúa aftur til líkamans, og kom því aldrei í hofið, þar sem líkam inn var þar ekki. Og því fékk „Ka“ ekki fórnirnar, sem taldar voru nauð- synlegar til þess að veita því þrótt eftir dauðann. Án þeirra var voðinn vís. En Það vár annað, sem Þótmes óttaðist meira: Grafarræningjarnir. Þeir voru mjög athafnasamir á hans dögum og höfðu verið það um langan aldur. Til margvíslegra ráða hafði verið gripið til þess að vernda smyrl- inga konunganna í pýramídunum. — Sennilega hafa fáir pýramídar verið 16RAFRÆN 828 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Guilgríman, sem felld var yflr höfuð og herðar Tút-ench-Amons. Hún var greypt marglifu gleri, laoislazúli, grænu feldspati, kerneóli, alabastri og obsidían. „Konungadalur" heitir dalur einn, sem liggur á vestari bakka Nílar í Egyptalandi. Dalurinn ber heiti sitt af mjög mörgum konungagröfum, sem þar eru. Svo sem kunnugt er var það þjóðarsiður Forn-Egypta, að kon- ungum þeirra voru reistir pýra- mídar, og þar voru konuwgarn- ir lagðir til ninztu hvíldar. En í upphafi Nýja ríkisins (Um 1555 f. Kr.) verður sú breyting á, að konungar hætta að láta grafsetja sig í pýramídunum, en láta 1 þess stað jarða lík sín í klettagröf, sem enginn eða fáir vissu um. Upphafsmaður þessarar ný- breytni var Þótmes I, og eftir hans dag voru yfir fjörutíu kon- ungar grafnir með sama hætti. Þeim voru teknar grafir í eyði- dalnum vestan Nílar, en sjálf hof þeirra stóðu á bökkum Nílar, þar sem allir gátu litiö þau aug- um. Það liggur ekki í augum uppi, fljótt á litið, hvers vegna Þessi eld- foi'na hefð var rofin. Egyptar trúðu því, að sálin, sem þeir kölluðu „Ka“ kæmi öðru hvoru til dvalar í líkaman- um sér til hvíldar og endurnæringar, og því var það, að lík konunganna voru smurð, svo að þau mættu geym- tí) um hans tíma, sem ekki höfðu orðið fyrir barðinu á ræningjum- Grafir konunganna i pýramídunum höfðu verið opnaðar og múmíur þeirra rændar skrauti sínu og töfra- umbúnaði, og það var svívirða, sem eilífðin gat ekki afmáð. Grafarræn- ingjarnir voru bíræfnir og svifust einskis við starfa sinn, enda var oft til mikils að vinna. Stundum hjuggu þeir múmíurnar sundur, til þess að auðveldara yrði að komast að ráns- fengnum; hefur til dæmis íundizt handleggur drottningar, sem iroðið hafði verið í glufu á vegg í flýti. Að öllum líkindum hefur verið komið að ræningja óvörum, Þegar hann hofur verið önnum kafinn við ránið og hann orðið að flýja í skyndi. Þótmes var fyrsti faraóinn, sem lét .gera gröf sína í eyðidalnum vestan Nílar, og faraóarnir, sem ríktu næstu fimm aldir, fóru a^ dæmi hans. Gröf- ina lét hann bora langt inn í kletta- vegg, en síðan voru höggnar tröpp- ur að henni í bergið. Ótölulegur fjöldi manna hlýtur að hafa unnið að þessu verki, og það er ekki ólík- legí, að það hafi einkum verið striðs- fangar, og þar vart að spyrja uý1’ hvaða örlög þeim hafa verið búin> eftir að þeir höfðu unnið verkið- Það varð að tryggja, að enginn segoi frá staðnum. — Þótmes tókst ekki að stemma stigu við grafarránunum- Líkami hans féjck að hvíla í friði um sinn, en þó fór svo, að gröf hans var opnuð — ekki af ræningjum, held- ur prestum, sem óttuðust, að ^un

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.